Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Af hverju er ekki í boði meira en 100 Mbps á ljósleiðaranum?

Ljósleiðari hefur í eðli sínu ekki tiltekinn hámarkshraða. Hinsvegar fer verð á búnaði sem er tengdur ljósleiðara eftir afköstum. Í því skyni að bjóða hagkvæmar og góðar tengingar er valinn búnaður sem við á í hverju tilviki. Þannig er t.d. valinn búnaður sem ræður við meira en 100 Mbps flutning þar sem margir notendur eru tengdir áfam á Internet eftir sama ljósleiðaranum. Með því fæst fram samnýting þar sem allir notendur sem tengdir eru tilteknum hnútpunkti eru ekki að fullnýta afköst samtímis. Þannig er t.d. hægt að tengja fjölda notenda saman á 1000 Mbps sambandi og hefur þá afkastageta hvers og eins lítil sem engin áhrif á afkastagetu annarra notenda sem tengdir eru við sama búnað jafnvel þótt um álagstíma sé að ræða.

Snerpa rekur ljósleiðarasambönd bæði innan Vestfjarða og einnig milli Vestfjarða og Múlastöðvar í Reykjavík og þaðan áfram til m.a. Amsterdam og London auk sambanda við aðrar netveitur a Íslandi. Kostnaði við rekstur þessarra sambanda er síðan deilt áfram á notendur og þess hagstæðari sem kostnaðurinn er, þess betra verð og þjónustu er hægt að bjóða notendum.

Flöskuhálsinn, ef svo má að orði komast, á stofnsamböndum er á milli Vestfjarða og Reykjavíkur. Þannig er að þau stofnsambönd sem eru í boði eru af skornum skammti og einnig nokkuð kostnaðarsöm. Þróun í þessu er þó stöðug og á hverjum tíma bjóðast ný tækifæri. En eins og staðan er nú eru einungis fáein Gbps í boði. Til að tryggja notendum að þeir geti notið hámarksafkasta á álagstímum eru á þessum tíma ekki í boði stærri en 100 Mbps sambönd til heimilisnota. Væru samböndin stærri t.d. 1 Gbps eins og er í boði á höfuðborgarsvæðinu þá væri um leið ljóst að á álagstímum fengju notendur mun minni afköst en hámarkshraði tengingar gefur tilefni til. Auk þess væri fyrir hendi mun meiri hætta á að einstakir notendur gætu truflað notkun annarra með óhæfilega mikilli nottkun, hvort sem er vegna bilunar í búnaði eða annarra þátta.

Til að bera saman raunveruleg gæði annarsvegar 100 Mbps tenginga og 1000 Mbps tenginga (1 Gbps) er best að mæla afkastagetuna á álagstíma sem er að jafnaði milli kl. 19 og 22 á kvöldin.

Reynsla Snerpu er að heimilisnotendur finna vart mun á 100 Mbps tengihraða og 1 Gbps tengihraða þar sem svo fjölmargir aðrir þættir en tengihraðinn hafa áhrif á afköst. Þó er ljóst að notendur á 100 Mbps tengihraða fá afköst sem eru mun nær hámarkshraða en aðrir og eru einnig minna útsettir fyrir truflunum að völdum netnotkunar annarra notenda.