Af hverju er þráðlausa netið mitt lélegt?
Margt getur truflað þráðlaust netsamband og eru heimasímamóðurstöðvar og hátalarar sem eru nálægt routernum algengustu atriðin. Einnig skiptir fjarlægð tölvu eða tækis frá routernum máli. Best er að hafa routerinn í opnu rými en ekki inn í skáp eða bakvið hillu. Byggingarefni í húsi getur haft áhrif á sambandið.
Einnig er mikilvægt ef er loftnetsprik á beininum að það sé lóðrétt. Betra er að tengja t.d. borðtölvu við beini með kapli en þráðlausu ef afköst skipta milku máli.