Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Ég er með fyrirtæki, get ég keypt heimilistengingu?

Stutta svarið er já. Hinsvegar þarf að kaupa fast gagnamagn á tenginguna en ómælt net er ekki í boði til atvinnuhúsnæða. Öll önnur þjónusta er í boði á sama hátt og hún er boðin heimilum. Athugið að heimilistengingar gera ekki ráð fyrir fleiri en 10-12 tækjum svo vel sé, nema fjárfest sé í viðbótarbúnaði. Þá er ekki í boði á heimilistengingum geta til dæmis til að tengjast inn um tenginguna með VPN-tengingum (fjarvinnslu) sem er fáanlegt á fyrirtækjatengingum og ekki er í boði að vera með fleiri en eitt símanúmer yfir heimilistengingar. Viljir þú frekari upplýsingar ekki hika við að hafa samband í netfangið adstod(@)snerpa.is.