Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Er hægt að vera með heimasímann á ljósleiðaranum til að þurfa ekki að borga línugjaldið?

Já en til þess þarf router sem er með símatengi (SIP-client) - hægt er að kaupa hann eða leigja. Til að byrja með er eingöngu í boði símaþjónusta frá Símafélaginu og Vodafone en búast má við að fleiri símafélög komi sér upp þeirri samtengingu við Snerpu sem þarf til að þau geti einnig veitt þjónustu yfir ljósleiðara Snerpu. Notendum býðst að greiða fyrir þjónustu Símafélagsins á reikningi hjá Snerpu og spara sér þannig innheimtukostnað.

Hægt er að fá aðstoð hjá Snerpu við að yfirfæra símaþjónustuna og er hægt að óska eftir því í netfangið sala@snerpa.is