Hvað er línugjald?
Línugjald vegna koparheimtaugar er innheimt ef ekki er hægt að setja nettenginguna á koparheimtaug sem þegar er í notkun. Á flestum heimilum er fyrirliggjandi koparlína sem er þegar í leigu samnýtt til að flytja nettenginguna til notanda. Ef ekki er hægt að koma við þessarri samnýtingu þarf að leigja heimtaug sérstaklega undir nettenginguna og verður þá til viðbótarkostnaður vegna þess. Línugjald er ekki sérlega lýsandi orð en við notum það þar sem þetta er sams konar gjald og t.d. Síminn innheimtir fyrir sömu þjónustu, þ.e. leigu á heimtaug.