Hvaða sjónvarpsþjónusta er í boði?
Fjölbreytt sjónvarpsþjónusta er í boði í gegnum Smartnet og Ljósleiðara Snerpu.
- Vodafone Sjónvarp býður upp á Stöð 2, Stöð 2 Maraþon Now og annað fjölbreytt efni.
- Sjónvarp Símans óháð neti inniheldur Sjónvarp Símans Premium sem býður upp á 48 tíma af tímaflakki, ólínulega dagskrá Sjónvarp Símans rásarinnar, yfir 7.500 klukkustundir sjónvarpsefni og aðgang að myndbandsleigu Símans.
- NovaTV appið á AppleTV er með allar íslenskar rásir opnar.
- RÚV er með allt sitt efni á Sarpinum á iOS og Android.
- Svo má ekki gleyma streymisveitum á borð við Netflix, Disney+ og Amazon Prime Video.