Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 16. nóvember 2000

ATM-samband í fulla notkun

ATM-gátt Snerpu er nú komin í fulla notkun en hún hefur verið keyrð undanfarið á prófunarfasa með einungis lítinn hluta af samböndum.En nú er semsagt búið að flytja öll sambönd frá Snerpu yfir á ATM, að undanskildri innanlandsumferð til þeirra sem kaupa netþjónustu af Landssímanum en þeirri umferð er beint um gömlu háhraðanetsgáttina, en hún annar ágætlega þeirri umferð eins og er.

Öllum stórum breytingum eins og þessi er, fylgja nokkrar truflanir og varð þeirra vart í litlum mæli á milli kl. 15 og 16:30 í dag á meðan verið var að endurforrita netstýribúnað. Allar breytingar ættu nú að vera yfirstaðnar, en við höldum gömlu línunni okkar til Intís í gangi í nokkra daga til að geta skipt yfir á hana ef einhverjir fæðingarerfiðleikar gera vart við sig í ATM-sambandinu.

Rétt er að taka fram vegna fullyrðinga frá keppinaut Snerpu, Vestmarki, að ATM-samband þar er ekki komið upp ennþá. Við erum því ,,fyrst og fremst" !


Til baka