Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Jakob Einar Úlfarsson Jakob Einar Úlfarsson | 11. apríl 2012

Er tölvan þín full af ''rykrollum''?

Eins og sjá má er þessi vifta ekki að gera neitt gagn
Eins og sjá má er þessi vifta ekki að gera neitt gagn
1 af 2

Er tölvan þín hæg og virðist endurræsa sér án sérstaks tilefnis? Er viftan alltaf á fullu án þess að það sé verið að gera neitt? Þá gæti tölvan þín verið með "lopapeysu"einkenni, þ.e. full af "rykrollum".

Rykrollur eru í raun bara ryk, drulla og gæludýrahár sem viftur tölvunar soga að sér. Hægt og rólega safna allar tölvur ryki og safnast það helst fyrir í kæliraufum og viftum, og þurfa þá vifturnar að hafa meira fyrir því að kæla tölvuna. Sé ekkert að gert, hætta vifturnar á endanum að gegna hlutverki sínu og jafnvel stoppa alveg. Þá ofhitnar tölvan, og getur það skemmt íhluti hennar og í verstu tilfellum valdið gagnatapi.

Verkstæði Snerpu bíður upp á rykhreinsun fyrir borðtölvur og fartölvur. Mælt er með því að rykhreinsa tölvur að minnsta kosti einu sinni á ári og hugsanlega oftar ef um rykugt umhverfi er að ræða. Ekki er mælt með því að nota ryksugu við rykhreinsun þar sem það getur hugsanlega skaðað meira en það bætir.


Til baka