Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 12. febrúar 2013

Falspóstar á ferð

Netþrjótar hafa undanfarið verið iðnir við kolann að hrekkja fólk og reyna t.d. að fá það til að láta lykilorð af hendi undir ýmsu yfirskini og er þá oft vinsælt að biðja fólk um að uppfæra um sig upplýsingar. Meðfylgjandi er skjáskot af einu slíku sem tekst að komast í gegn um ruslpóstvarnir á þeirri forsendu að það kemur frá póstþjónum Google sem almennt eru álitnir öruggir. Jafnframt vísar pósturinn á vefform hjá Google sem, þegar þetta er skrifað, hefur ekki enn tekið niður.

Fólk er almennt varað við svona tilkynningum, það á ekki að þurfa að skrá inn lykilorð sitt nema maður sé á síðu sem maður þekkir vefslóðina á og veit að er rétt.

Almenn skynsemi er þó alltaf best enda má sjá að texti skeytisins er greinilega þýddur í ekki of góðri þýðingarvél, eða hverjum dytti í hug að uppfæra ,,Staðfesting Board" þar sem ,,pósthólfið þitt hefur farið lt bílskúr limit".


Til baka