Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 24. nóvember 2004

Frítt niðurhal!

- Snerpa fagnar 10 ára afmæli

Á morgun, 25. nóvember verður Snerpa 10 ára. Í tilefni af því ætlar Snerpaað bjóða netáskrifendum sínum upp á frítt niðurhal á netumferð dagana 27.-28. nóvember. Þar með er þó ekki allt talið því að netáskrifendur með
sítengingu hjá Snerpu fá einnig tífalt niðurhal frá útlöndum í desember. Boðið gildir til allra viðskiptavina, bæði núverandi og einnig til allra sem kaupa netáskrift hjá Snerpu til áramóta.

Þann 25. nóvember 1994 var stofnað á Ísafirði fyrirtækið Snerpa. Tilgangur félagsins var sagður vera að stofna svæðismiðstöð til tenginga við Internetið, veraldarvefinn og tölvupóstþjónustu sem var þá ný þjónusta sem fáum fannst á þessum tíma líklegt að þeir hefðu þörf fyrir. En tímarnir breytast og mennirnir með eins og þar segir. Nú starfa hjá Snerpu 7 starfsmenn í fullu starfi og þjónusta þeir notendur með um 4.000 netföng.

Snerpa rekur eitt af stærri víðnetum landsins í örbylgjuþjónustu á 13 stöðum á landinu og hefur einnig frá árinu 2001 boðið þjónustuna INmobil sem sér sjómönnum fyrir tölvupósts- og upplýsingaþjónustu á hafi úti.


Sjónvarp yfir ADSL

Vegna frétta af því að Síminn er að hefja sjónvarpsdreifingu yfir ADSL hefur borist töluvert af fyrirspurnunum um þjónustuna. Til að einfalda málið fyrir notendur okkar höfum við tekið saman algengar spurningar um þjónustuna og svör við þeim:
Meira...


Til baka