Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 11. apríl 2014

Hrafnseyri í netsamband

Arnarfjörður 12.12.2012 kl.12:12
Arnarfjörður 12.12.2012 kl.12:12

Nú í vikunni náðust samningar milli Menntamálaráðuneytisins og Snerpu um að Snerpa tengi ljósleiðara á Hrafnseyri og kemst þetta forna höfuðból þá í gott netsamband. Sl. haust tók Snerpa í notkun nýjan ljósleiðara Orkufjarskipta frá Tjaldanesi í Mjólká og nú hafa náðst samningar um að tengja Hrafnseyri inn á þessa nýju leið. Tengingin mun þó ekki komast á fyrr en í maí þar sem panta þarf og leggja ljósleiðara heim á bæjarhlaðið en um 4-6 vikna afgreiðslufrestur er á nauðsynlegu efni hjá birgjum. Það má þó segja að stórum áfanga sé náð með þessu þar sem nú opnast nýir möguleikar á ýmis konar ráðstefnuhaldi og námskeiðum á Hrafnseyri á sumrin en skortur á góðu netsambandi hefur verið vandamál í tengslum við slíkt þar til nú.


Til baka