Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 28. júlí 2016

Ljósleiðari í yfir 20 ný heimili í ágúst

Hús merkt með gulu eru ýmist nú þegar með ljósleiðaratengingu eða munu eiga kost á henni í ágúst.
Hús merkt með gulu eru ýmist nú þegar með ljósleiðaratengingu eða munu eiga kost á henni í ágúst.
1 af 2

Starfsmenn Snerpu eru nú að vinna við að blása í ljósleiðara á Stakkanesi og hluta Miðtúns á Ísafirði en íbúar við þessar götur tóku sig saman um að óska eftir tengingum í sumar. Fyrr í sumar var lagður ljósleiðari í HG í Hnífsdal og að 4G-sendi sem Nova og Vodafone notast við í Leiti í Hnífsdal auk þess sem búið var í haginn fyrir frekari tengingar þar.

Íbúar sem taka sig saman og panta sameiginlega nægilega margar tengingar geta sparað umtalsvert með því og fengu allir þeir sem voru með í þetta skiptið 30% afslátt af stofngjaldi heimtauga fyrir ljósleiðarann.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau hús sem ýmist eiga nú þegar kost á ljósleiðaratengingu nálægt Stakkanesi eða fá tengingu nú í ágústmánuði. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið að hafa samband við okkur í síma 5204000 eða netfangið sala@snerpa.is eða skoða um ljósleiðara og VDSL-tengingar Snerpu upplýsingar á ljósleiðarasíðunni okkar eða  smartnet.is


Til baka