Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 15. ágúst 2006

Nýjar vefsíður og vefumsjónarkerfi

Nú er að ljúka stórum áfanga í þróunarstarfi Snerpu. Undanfarna mánuði hefur vefhönnunardeild Snerpu þróað öflugt vefumsjónarkerfi sem getur séð um allar tegundir vefsíðna. Er þetta vefumsjónarkerfi byggt þannig upp að notandinn getur alfarið séð um allt efni (texta, myndir, tengla) á síðunni á mjög auðveldann hátt. Allar aðgerðir innan kerfis eru hannaðar með það í huga að venjulegur tölvunotandi eigi auðvelt með að nota það og þarf enga sérkunnáttu í meðferð mynda eða texta. Allar aðgerðir fara fram innan þeirrar síðu sem notandinn vinnur í .

Sjá skjáskot af vefumsjónarkerfi:

Kerfið býður upp á marga möguleika sem nýtast vel við umsjón vefsíðna og ber þar helst að nefna:

 • Fréttakerfi með myndakerfi og skoðunum
 • Starfsmannalista
 • Póstlista
 • Myndagallerý
 • Notendakerfi
 • Skráarstjóra
 • Tenglakerfi
 • Síðuhlutakerfi
 • Tungumálastjóra
 • Bannerakerfi
 • Gestabók
 • Mjög öflugt leitarkerfi

Snerpa vefhönnun hefur hannað tvær vefsíður í þessu kerfi og hafa þær verið að koma mjög vel út. Skútusiglingar ehf sem reka skútuna Aurora og vefsíðuna boreaadventures.com fengu afhentan sinn vef 14/08/06 og blabla.is sem er einskonar játningavefur þar sem þú getur skrifað inn þínar leyndustu hugsanir.

Snerpa vill nota tækifærið og óska eigendum boreaadventures.com og blabla.is til hamingju með vefsíðurnar.

Nokkur verkefni eru í hönnun og uppsettningu og munu þær líta dagsins ljós innan skamms. Nóg er að gera innan vefgeirans á vestfjörðum og vonum við hjá Snerpu að þetta kerfi eigi eftir að nýtast sem flestum sem hafa hug á að reka árangursríkar vefsíður. Engin þörf er lengur á að leita utan vestfjarða eftir vefhönnun, því Snerpa getur boðið upp á alla slíka þjónustu hér heima, hvort sem það er vefhönnun eða hýsing vefsíðna. Kerfið ræður við allar tegundir vefsíðna, hvort sem það er minni síða eða fyrir stórar stofnanir eða fyrirtæki.

Snerpa hefur innan sinna raða mjög hæft og menntað starfsfólk sem geta allt það sem þeir fyrir "sunnan" geta, og þó víðar væri leitað !


Til baka