Nú hafa Bílddælingar bæst í hóp þeirra sem tengst geta örbylgjuneti Snerpu. Uppsetning búnaðar á Bíldudal hófst sl. föstudag og í gær var tengd leigulína frá Snerpu á Ísafirði og komust Bílddælingar þar með í háhraðasamband við Internetið. Snerpa býður notendum á Bíldudal 256 og 512 kbps tengingar og hafa um 30 notendur þegar pantað sér samband og verða þeir tengdir á næstu dögum en þeir fyrstu eru þegar tengdir.
Örbylgjunet Snerpu hefur stækkað ört undanfarið en fyrir um mánuði var sett upp net á Þórshöfn á Langanesi. Sett verður upp örbylgjunet á Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu á næstunni og þar með munu íbúar á öllum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum geta tengst með háhraðasambandi við Internetið.