Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 24. mars 2020

Ráðstafanir vegna Covid19

Undanfarna daga hefur Snerpa gripið til aðgerða með það að markmiði að lágmarka smithættu og tryggja öryggi rekstrar, sem sérstaklega á þessum tíma er afar mikilvægur liður í rekstri samfélagsins alls.

Á ýmsum sviðum þarf þó að takmarka hluta af starfsemi tímabundið á meðan þetta ástand varir. Lögð verður áhersla á að tryggja nauðsynlegt rekstraröryggi og sinna þjónustu eftir því sem kostur er.

Starfsmenn Snerpu vinna nú þegar fjarvinnu og vinnur um helmingur starfsmanna að heiman síðan í síðustu viku. Við treystum því að viðskiptavinir sýni aðstæðum skilning og sömuleiðis þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til og gæti þurft að grípa til.

Helstu áherslur:

Fjarlægðarmörk verða 2 metrar, milli allra.
Verslun Snerpu verður opin og skulu allir sem þangað koma byrja á því að spritta hendur.
Umferð inn í fyrirtækið er að öðru leyti bönnuð og virða skal fjarlægðarmörk.
Ekki skulu fleiri koma í verslun en þörf er á t.d. fjölskyldumeðlimir viðskiptavina.

Að öllu jöfnu mun afgreiðslutími á verkstæði vera lengri en venjulega.
Ekki skal dvelja lengur á staðnum en brýn nauðsyn krefur.

Engri þjónustu er sinnt á heimilum sem eru í sóttkví eða einangrun. Þeim sem eru í slíkum aðstæðum er skylt að geta þess ef svo er.
Fjarþjónusta verður í boði hér eftir sem hingað til. Á vinnustöðum þar sem smitaðir einstaklingar hafa verið við vinnu er ekki hægt að fá þjónustu aðra en fjarþjónustu þar til vinnustaðurinn hefur verið lýstur öruggur af fagfólki.
Ekki skal koma nær starfsmönnum Snerpu við vinnu en 2 metra og sé þess kostur skulu aðrir ekki vera í sama rými á meðan vinnu er sinnt.  

Við vonum að fólk sýni þessum ráðstöfunum skilning, ef við hjálpumst öll að mun þetta ástand vonandi vara skemur en ella.

 

 


Til baka