Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 2. desember 2003

Ruslpóstur yfir 80% af tölvupósti

Hlutfall ruslpósts ágerist nú sem aldrei fyrr og er nú svo komið að yfir 80% pósts er ruslpóstur. Þrátt fyrir öflugar ruslpóstvarnir, hafa notendur Snerpu að einhverju leyti orðið varir við þetta undanfarnar vikur, en nú breytum við enn vörn í sókn. Við höfum eflt ruslpóstvarnir okkar enn frekar og munum hvergi láta okkur í baráttunni. Til gamans bendum við hér á vefslóðina http://www.postini.com/stats/ þar sem sjá má m.a. hvaðan ruslpósturinn kemur.

Jafnvel þó að við gerum okkar besta, er alltaf hætta á að ruslpóstur sleppi í gegn, því að ef sían er höfð of öflug, er hætta á því að póstur sem ekki er ruslpóstur, sé hindraður.


Til baka