Snerpa ehf á Ísafirði hefur nú tekið í notkun loftnetsbúnað í Bolungarvík og á Suðureyri. Eru þá bæirnir á Vestfjörðum orðnir 3 sem eru sítengdir við Internetið með Loftneti Snerpu en á Ísafirði var Loftnetið tekið í notkun um síðustu áramót.Viðtökurnar hafa verið framar öllum vonum segir Jón Arnar Gestsson markaðsstjóri Snerpu ehf og vegna góðra undirtekta höfum við verið í vandræðum með að útvega nauðsynlegan búnað fyrir þá viðskiptavini sem hafa nú þegar ákveðið að notfæra sér þennan möguleika á Internettengingu.
Undirbúningur fyrir uppsetningu Loftnets á Patreksfirði, Tálknafirði og
á Hólmavík er einnig hafinn og gengur hann mjög vel og góðar undirtektir fengist bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum.