Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 10. júlí 2013

Smartnet opnar

Í dag eru tímamót hjá Snerpu því að nú opnum við Smartnet. Smartnet er ný tegund netaðgangs sem verður í boði í flestum þéttbýliskjörnum á norðanverðum Vestfjörðum og fyrsta þjónustusvæðið með auknum aðgangshraða, allt að 70 mbit til notenda og allt að 30 Mbit frá notendum, er orðið virkt en það er á Eyrinni á Ísafirði og Efribænum inn að Vallartúni. Búast má við að fyrir mánaðamót verði þjónustan einnig í boði í Hnífsdal, á Flateyri og á Suðureyri. Í framhaldinu verður svo virkjaður aukinn aðgangshraði á Þingeyri og á Bíldudal.

Smartnet byggir á sömu tækni og Ljósnet Símans og hefur verið unnið að uppbyggingu og uppsetningu á tækjabúnaði í sumar. Meðal annars hafa verið lagðir nýir ljósleiðarar á Ísafirði með dyggri aðstoð Gámaþjónustu Vestfjarða, Orkubús Vestfjarða og Landsnets. Þá hefur verið samið við Vodafone um ný stofnsambönd á næstu þéttbýliskjarna sem gefur kost á auknum afköstum á þessum stöðum. Þá hefur verið sett upp ljósleiðaratenging og ný tækjaaðstaða í Sóltúni, húsi Ísfirðingafélagsins, sem mun þjónusta efri bæinn. Frekari upplýsingar um Smartnet má finna á sérstakri vefsíðu um þjónustuna þar með talið verð sem verður það sama og fyrir ADSL-þjónustu Snerpu. 

Undanfarnar vikur hefur verið í gangi þjónustukönnun í tilteknum hverfum og mun verða haft samband við þá sem lýstu áhuga á þjónustunni næstu daga. Aðrir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig á Smartnetssíðunni.


Til baka