Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Sturla Stígsson Sturla Stígsson | 28. janúar 2015

Smartnetið komið á Hlíf

Snerpa er nú búin að ganga frá tengingu ljósleiðara á dvalarheimilið Hlíf á Ísafirði og setja þar upp búnað til að íbúar þar geti tengst Smartnetinu. Nettengingar á Hlíf hafa hingað til einungis verið í boði frá símstöð og gæði misjöfn en búnaður á staðnum þýðir mikla aukningu á gæðum tenginga vegna styttingar á línum. Í tengslum við þær breytingar sem gerðar voru tók Snerpa að sér að endurnýja símainntök í kjallara Hlífar og er þeirri vinnu lokið. 

Snerpa hefur haft þessa þjónustu í undirbúningi síðan sl. haust þegar gengið var frá lagnarörum að húsinu og dreginn í þau ljósleiðari frá Snerpu. Langur afgreiðslufrestur er á búnaði til að veita þjónustuna en nú er búnaðurinn loks kominn og var fyrsti notandinn tengdur á fimmtudaginn í síðustu viku. Snerpa ætlar að vera með kynningu á Internettengingum og sjónvarpsþjónustu í kaffisal Hlífar á föstudaginn þann 30. janúar kl. 14 og eru allir velkomnir. 

Eitthvað er um að íbúar á Hlíf notist enn við sjónvarpsútsendingar RÚV á eldra hliðræna kerfinu sem verður slökkt á þann 2. febrúar næstkomandi og er því tilvalið fyrir íbúa að nota tækifærið og kynna sér möguleikana á sjónvarpsþjónustu um Smartnetið.


Til baka