Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 31. maí 2006

Snerpa Vefhönnun

Nýrri vefsíðu hefur verið hleypt á vírana frá Snerpu Vefhönnun. Þetta er vefsíða fyrir fyrirtækið Plan 21, sem rekur Hótel Núp við Dýrafjörð. Hefur þessi vefsíða að geyma allar upplýsingar fyrir gisti og veitingaþjónustu Hótel Núps. Hótel Núpur leggur mikla áherslu á veitingastað sinn, en þar starfa erlendir kokkar sem eru menntaðir í frönsku eldhúsi. Stutt er yfir á Núp frá helstu byggðakjörnum vestfjarða og hvetjum við alla til að kíkja á nýju vefsíðuna þeirra og kynna sér málin.

Skoða vefsíðu Hótel Núps

Snerpa hefur nýverið lagt meiri áherslu á vefhönnunarstarf innan fyrirtækisins. Er þetta kærkomin viðbót við hið fjölbreytta starf sem Snerpa hefur upp á að bjóða. Nýlega var ráðinn menntaður margmiðlunarhönnuður í raðir starfsfólks Snerpu og er starfsvið Snerpu orðið mjög breytt á sviði tölvumála og upplýsingatækni. 2 starfsmenn sjá nú um vefhönnun Snerpu, þeir Baldur P. Hólmgeirsson vefforritari og Ágúst G. Atlason margmiðlunarhönnuður. Baldur hefur einmitt unnið sér það til frægðar að hafa hannað vinsælasta bloggkerfi landsins, bloggar.is. Nýtist breitt verksvið Snerpu vel í þessum málum, því til að gera vefdeildina að enn sterkari heild að þá er kerfistjóri Snerpu, Hjörtur Arnþórsson þeim innan handar til að auðvelda öll aðgengismál vefjanna. Snerpa Vefhönnun leggur mikla áherslu á að hafa vefi sína aðgengilega og hannaða eftir nýjustu stöðlum internetsins. Einnig er mikil áhersla lögð á hönnun innanhúss kerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir. Þar má helst nefna nýtt innrakerfi sem er komið í notkun í nokkrum stöðum sem sinnir verkbókhaldi, heldur utan um viðskiptavini og ýmislegt fleira.

Hýsingarmál eru okkur líka hugleikin og höfum við lagt áherslu á að skapa sem best umhverfi fyrir vefi og öryggi gagna viðskiptavina okkar eru okkur mikilvæg. Allar okkar hýsingar fara fram á vönduðum netþjónum sem eru vaktaðir allann sólahringinn. Nýlega hafa nokkrir stórir vefir bæst við á vefþjóna Snerpu og ber þá helst að nefna strandir.is, isafjörður.is, thingeyri.is og ov.is

Meira um Snerpu Vefhönnun


Til baka