Annað árið í röð hefur Snerpa hlotið viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki og er eitt 11 fyrirtækja á Vestfjörðum og í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem hlýtur hana í ár.
Ár hvert vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og eru meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.
Til að teljast til Framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði um stöðugan rekstur þrjú ár aftur í tímann.
Fyrirtæki telst Framúrskarandi fyrirtæki 2022 ef það uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
Snerpa er afar stolt af þessum árangri og skiptir sterk liðsheild starfsmanna og traustir viðskiptavinir þar lykilhlutverki.