Örbylgjukerfi Snerpu er nú komið í gang á Suðureyri. Að sögn Einars Ómarssonar fyrsta viðskiptavinarins sem tengdist inn á kerfið þá skilur hann ekki hvernig í ósköpunum menn hafa farið að áður en sítengingar komu til sögunar, hraðinn á sambandinu er mjög góður og allt virkar mjög vel.Undanfarið hefur Snerpa verið aða byggja upp örbylgjukerfi - þráðlaust Internet í byggðalögunum í kring. Staðir sem komnir eru með möguleika á sítengingu eru Bolungarvík, Suðureyri og Súðavík. Verið er að undirbúa uppsetningu kerfisins á Patreksfirði.