Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 4. apríl 2007

Sólstafir Vestfjarða opna síðu

Sólstafir Vestfjarða - systursamtök Stígamóta hafa opna nýjan vef. Snemma í Febrúar var haft samband við okkur hér í Snerpu og var þar á ferðinni Sunneva Sigurðardóttir. Var hún að athuga með vefsíðu fyrir nýstofnuð samtök sín Sólstafi.

Eftir stuttann fund með yfirmönnum Snerpu var ákveðið að styrkja Sólstafi Vestfjarða um allann þennan pakka og gefa þeim alla vinnu við vefsíðuna og aðgang að Snerpill vefumsjón.

Vinnan gekk í alla staði vel og hefur vefsíðan verið formlega opnuð núna kl: 9 á vefslóðinni http://www.solstafir.is.

Óskum við Sólstöfum Vestfjarða innilega til hamingju með nýja vefinn!

Starfsfólk Snerpu ehf.


Til baka