Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 22. desember 2005

Svartfoss með INmobil

Svartfoss, hið glæsilega nýja flutningaskip Eimskipa kom til hafnar á Ísafirði í gær. Svartfoss er hið fyrsta af fjórum systurskipum sem Eimskip hafa samið um smíði á. Eimskip hafa notað INmobil fjarskiptakerfið frá Snerpu í öðrum skipum sínum og við komu skipsins til Íslands var það eitt fyrsta verkið að tengja INmobil um borð. INmobil notar gerfihnetti og önnur tiltæk símakerfi eins og NMT til að koma tölvupósti milli skips og yfir á Internetið.

Þar sem afkastageta símasambanda yfir gerfihnetti er mun minni en á Internetsamböndum í landi er nauðsynlegt að meðhöndla gögn sérstaklega fyrir þessar sendingar, safna þeim saman og þjappa þeim og afþjappa svo á hinum enda sambandsins. Þetta gerist allt án sérstakra afskipta notandans og þarf hann ekki annað en að lesa og skrifa póst eins og hann væri á sítengdu netsambandi. INmobil býður upp á 15 mismunandi fjarskiptaleiðir þannig að hægt er að nota nánast hvaða tæki sem er til að koma tölvupósti á milli. 


Til baka