Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 1. desember 2000

Truflanir vegna bilana

Ítrekaðar truflanir urðu á netþjónustu Snerpu í dag föstudag vegna bilunar í vélbúnaði. Tók nokkurn tíma að komast fyrir bilunina sem var í vefþjóni og var á endanum skipt um vélina í heilu lagi.

Ekkert efni af vefþjóni glataðist við bilunina, en vefþjónn auk annars nafnamiðlara af tveimur störfuðu mjög gloppótt og einnig sk. auðkenningarmiðlari sem notaður er til að halda utan um lykilorð á ISDN. Notendur eru beðnir velvirðingar á truflununum.


Til baka