Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 20. maí 2014

Um 20 þúsund sáu netútsendingu

Um síðustu páska var haldin á Ísafirði, eins og undanfarinn áratug, tónlistarhátiðin Aldrei fór ég suður.

Síðustu ár hefur Snerpa séð um að tengja hátíðina inn á Internetið og hefur í samstarfi við KFÍTV og Símafélagið tekið upp og sent út hátíðina á Netinu. Snerpa lagði í fyrra ljósleiðara í húsið á Grænagarði, þar sem hátíðin er haldin og var því að þessu sinni boðið upp á hágæða útsendingu. Hljóðið í útsendingunni var fengið frá Rás 2 sem tók upp tónleikana og útvegaði Snerpa einnig Rás 2 samband í Efstaleiti til að senda þaðan um allt land í beinni útsendingu. 

Vegna mikilla anna hjá Snerpu undanfarið hefur ekki gefist tími fyrr til að greina frá áhorfi á netútsendinguna en alls horfðu 19.573 á útsendinguna á einum eða öðrum tíma þá tvo daga sem hátíðin stóð. Samtals var horft í 6.072 klst. og skiptist áhorfið að mestu svona: 

Landáhorfklst.
Ísland 17.846 5.585
Noregur 309 132
Bandaríkin 276 73
Þýskaland 221 42
Danmörk 104 35
Svíþjóð 119 32
Pólland 79 29
Holland 63 25
Bretland 139 24
Sviss 48 17

Til baka