Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 26. mars 2014

Vegna umræðna á bæjarstjórnarfundi

Við umræður um tölvu- og netmál í grunnskólanum á Ísafirði á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi mátti skilja sem svo að Snerpa ætti hlut að máli varðandi vandamál í netkerfi þar. Úr umræðunni mátti lesa að það sé netsamband sem ekki virkar. Af því tilefni viljum við taka fram að aðkoma Snerpu varðandi tölvu- og netmál þar felst eingöngu í því að Snerpa aðstoðaði við greiningar á netvandamálum á innanhússneti Ísafjarðarbæjar í desember og janúar sl.

Snerpa lagði til í kjölfarið að skipt yrði um endabúnað á ljósleiðara Ísafjarðarbæjar milli stjórnsýsluhúss og innan grunnskólans þar sem á eldri búnaði greindist óviðunandi pakkatap, mjög líklega vegna þess að umferð var meiri en búnaðurinn var gerður fyrir. Útskiptingin var samþykkt og útvegaði Snerpa Ísafjarðarbæ nýjan búnað  og setti hann upp í janúar. Ekki hefur orðið vart við vandamál vegna þeirra sambanda síðan. Farið hefur verið yfir málið með bæjarstjóra og niðurstaðan er að engin útistandandi vandamál eru í gangi sem eru viðkomandi þjónustu Snerpu við Ísafjarðarbæ.


Til baka