Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 15. október 2000

Vel heppnuð þátttaka á Agora

Snerpa var eitt þeirra 134 fyrirtækja sem tók þátt í hátæknisýningunni Agora í Laugardalshöll í vikunni. Sýnendur lögðu áherslu á kynningu hugbúnaðarlausna, bæði innlendra sem erlendra en af hálfu Snerpu fór fram viðamikil kynning á þeim hugbúnaðarkerfum sem Snerpa hefur verið með í þróun undanfarin tvö ár.Snerpa kynnti fyrst opinberlega INform hópvinnukerfi sitt, sem er skrifað frá grunni fyrir vafraumhverfi og getur þannig nýst notendum þess hvar sem er, svo framarlega sem aðgangur að Internetinu er til staðar. Einnig voru kynntar ýmsar lausnir við útgáfu á Netinu, t.d. fréttakerfi og skráningaforrit, hótelbókunarkerfið INbook, vefverslunarkerfi Snerpu og vefsían INfilter sem vakti töluverða athygli.


Til baka