Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Snerpa Snerpa | 25. júlí 2006

Verði ljós

Á undanförnum árum hefur Snerpa séð fram á veginn og sett lagnir í opna skurði hér á Ísafirði. Var þetta hugsað til framtíðar, er gagnafluttningur myndi aukast fyrir stofnanir og stærri fyrirtæki. Nýttist þetta mjög vel því undanfarnar vikur hafa staðið yfir stórframkvæmdir á vegum Snerpu í lagningu ljósleiðara. Sparaði þessi framtíðarsýn mikinn uppgröft og var án mikillar fyrirhafnar hægt að leggja ljósleiðara fyrir nauðsynlega tengipunkta. Lagður var strengur niður í stjórnsýsluhús og einnig upp í sjúkrahús. Settur var upp endabúnaður í Snerpu, stjórnsýsluhúsinu og í sjúkrahúsinu. Sjúkrahúsið er nú þegar komið í samband og mun þetta auka flutningsgetu gagna mjög mikið. Næstir í röðinni eru svo Ísafjarðarbær og mun tengingu þangað verða lokið fljótlega. Gert var ráð fyrir fleiri tengipunktum í leiðinni vegna hugsanlegra kúnna. Lagningu röra í jörð mun verða haldið áfram á vegum Snerpu og stefnt er að áframhaldandi lagningu ljósleiðara næsta sumar.


Til baka