Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Jakob Einar Úlfarsson Jakob Einar Úlfarsson | 16. mars 2020

Við framlengjum tilboð um frítt inntaksgjald

Nú þegar komið er á samkomubann og fólk er hvatt til að halda fjarlægð er gott að nýta sér netið til fjarvinnu. Til að koma til móts við sína viðskiptavini, hafa sumar netþjónustur fellt niður gagnamagnsmælingu á innanlandsumferð til að losa fólk undan því að hafa áhyggjur af aukinni netnotkun sem því fylgir.

Snerpa vill koma því á framfæri að innanlandsumferð á þjónustuleiðum Snerpu er og hefur alltaf verið ómæld þannig að notendur þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur að þessu leyti.

Við höfum ákveðið að framlengja tilboð um niðurfellingu inntaksgjalds hjá þeim sem eiga nú kost á ljósleiðara og eru þeir sem hafa hugsað sér að nýta tilboðið að fletta upp heimilisfanginu sínu á https://www.snerpa.is/einstaklingar/internet/ og leggja inn pöntun.


Til baka