Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
26. júlí 2001

Radíómiðun velur AVP

Radíómiðun hf í Reykjavík hefur valið AVP sem veiruvörn fyrir sig. ,,Undanfarið hefur mikið borið á nýjum veirum og var kominn tími til þess að fá veiruvarnir sem uppfæra sig sjálfar og eru með nýjar uppfærslu á hverjum degi, undanfarna daga þegar nýjar veirur hafa verið að skjóta upp kollinum þá erum við öruggari" sagði Helgi Reynisson umsjónarmaður tölvumála hjá Radíómiðun hf.

Nánar
26. júlí 2001

Snerpa í loftið á Suðureyri.

Örbylgjukerfi Snerpu er nú komið í gang á Suðureyri. Að sögn Einars Ómarssonar fyrsta viðskiptavinarins sem tengdist inn á kerfið þá skilur hann ekki hvernig í ósköpunum menn hafa farið að áður en sítengingar komu til sögunar, hraðinn á sambandinu er mjög góður og allt virkar mjög vel.

Nánar
27. júní 2001

Sítengt Internet á Vestfjörðum.

Snerpa ehf á Ísafirði hefur nú tekið í notkun loftnetsbúnað í Bolungarvík og á Suðureyri. Eru þá bæirnir á Vestfjörðum orðnir 3 sem eru sítengdir við Internetið með Loftneti Snerpu en á Ísafirði var Loftnetið tekið í notkun um síðustu áramót.

Nánar
14. maí 2001

Nýjar þjónustur kynntar - Loftnet og ADSL

Eftir sameiningu Snerpu og Vestmarks undir nafni Snerpu hefur verið unnið að því að samræma tæknilegar lausnir á starfsemi fyrirtækjanna. Eitt af þeim verkefnum sem í gangi eru, er uppsetning örbylgjusenda fyrir gagnaflutninga. Það verkefni er vel á veg komið og eru nú þegar komnir inn nokkrir notendur í það kerfi. Þá er einnig unnið að uppsetningu á ADSL-þjónustu fyrir viðskiptavini Snerpu.

Nánar
5. maí 2001

Snerpa í háloftunum

Undanfarin þrjú ár hefur Snerpa verið að byggja upp eigið fjarskiptanet á Vestfjörðum. Tilgangurinn með því er að bjóða öllum fyrirtækjum og einstaklingum á svæðinu upp á sama möguleika til fasttengingar við Internet og bjóðast á stærri stöðum á landinu.

Nánar
27. apríl 2001

Tölvuskólinn i sumarfrí

Vegna breytinga á starfsemi Snerpu er tölvuskólinn kominn í sumarfrí.

Nánar
25. apríl 2001

Snerpa ehf. og Vestmark ehf. sameinast.

Að undangengnum viðræðum á milli stjórna Snerpu og Vestmarks, sem staðið hafa yfir sl. tvær vikur var ákveðið á fundi í dag að sameina félögin.

Nánar
15. mars 2001

INform - íslensk hugbúnaðarlausn

Tölvufyrirtækið Snerpa ehf, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Iðntæknistofnun kynna fjölmiðlum og fyrirtækjum samstarfsverkefni í vöruþróun sem ber heitið INform upplýsingakerfið. Kynningin fer fram miðvikudaginn 14.mars kl. 16:00 - 17:30 á efstu hæð í Húsi Verslunarinnar í Reykjavík.

Nánar
9. mars 2001

Nýr vefur opnaður

Í dag opnaði Snerpa nýjan vef sem er sérstaklega ætlaður til að kynna framleiðsluvörur Snerpu. Undanfarið hefur aukist mikið að fyrirtæki óska eftir stöðluðum lausnum til að tengja við vefi sína, má þar nefna fréttakerfi, spjallþræði, verkbókhald o.fl. með þessum vef vill Snerpa kynna nánar þær lausnir sem í boði er.

Nánar
18. febrúar 2001

Snerpa veiruskannar allan tölvupóst

Athugasemd vegna fréttar í hádegisútvarpi RÚV 18. febrúar.

Nánar