Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
24. desember 2000

Lokað 27. desember

Snerpa hefur ákveðið að gefa starfsfólki sínu aukafrídag á milli jóla og nýárs og verður því fyrirtækið lokað þann 27. desember. Þeim sem þurfa nauðsynlega á þjónustu að halda er bent á að neyðarvakt er í síma 896-2862 - Athugið að gjaldfært verður útkall vegna viðkomandi. Lágmarksgjald er kr. 3.900,-

Nánar
22. desember 2000

Skjár Einn á næsta leiti

Styttist í að útsendingar hefjist á sjónvarpsstöðinni Skjár Einn á Ísafirði. 

Nánar
12. desember 2000

Viðbætur í vélasal

Þessa dagana standa yfir breytingar vegna uppsetningar á nýjum aðalvefþjón hjá Snerpu. Þessi vél mun hýsa flesta vefi sem settir eru upp á Linux og einnig gagnagrunna sem þeim fylgja. Vélin er Hewlett Packard E60 Netserver með sk. RAID-spegluðum diskum sem auka gagnaöryggi og uppitíma.

Nánar
12. desember 2000

Stækkun til Suðureyrar

Víðnetssamband Snerpu til Suðureyrar var í dag stækkað í 512 kbps. Með þessu eykst flutningsgeta verulega og Snerpa getur nú boðið fastlínusambönd á Suðureyri með mun meiri flutningsgetu en hingað til. Sambandið sem fyrir var var einungis 64 kbps þannig að stækkunin er áttföld.

Nánar
2. desember 2000

2X ISDN truflanir

Notendur Snerpu sem nota eða geta notað tvöfalt ISDN samband hafa átt í erfiðleikum sl. tvo daga við að tengjast. Lengi vel héldum við að þetta tengdist bilun sem kom upp í auðkenningarþjóni Snerpu en eftir að málið hafði verið kannað rækilega kom í ljós að bilunin er hjá Landssímanum.

Nánar
1. desember 2000

Truflanir vegna bilana

Ítrekaðar truflanir urðu á netþjónustu Snerpu í dag föstudag vegna bilunar í vélbúnaði. Tók nokkurn tíma að komast fyrir bilunina sem var í vefþjóni og var á endanum skipt um vélina í heilu lagi.

Nánar
20. nóvember 2000

Fyrsta kerfisleiguverkefnið

Snerpa hefur tekið að sér að reka netþjón fyrir MarStar sem er samskiptakerfi fyrir póstsendingar yfir þráðlaus fjarskiptakerfi og er þróað af Netverki hf. Netþjónninn verður rekinn með sk. kerfisleigufyrirkomulagi og var gangsettur í síðustu viku.

Nánar
16. nóvember 2000

ATM-samband í fulla notkun

ATM-gátt Snerpu er nú komin í fulla notkun en hún hefur verið keyrð undanfarið á prófunarfasa með einungis lítinn hluta af samböndum.

Nánar
15. nóvember 2000

Vefsíur fyrir innhringinotendur

Snerpa býður nú, fyrst íslenskra netþjónustufyrirtækja, notendum sínum upp á valsíður. Á valsíðunum geta notendur notfært sér ýmsar sérþjónustur og fer þar fremst vefsía Snerpu, sk. INfilter en vefsían er þróuð af Snerpu og hefur verið í notkun hjá nokkrum aðilum, þar á meðal þeim grunnskólum sem tengjast Snerpu síðastliðið ár.

Nánar
28. október 2000

Tölvunámskeið á Hólmavík

Nú um helgina er Tölvuskóli Snerpu með byrjendanámskeið á Hólmavík. Ákváðu tíu Hólmvíkingar að setjast á skólabekk þessa helgi.

Nánar