Viðbætur í vélasal
Þessa dagana standa yfir breytingar vegna uppsetningar á nýjum aðalvefþjón hjá Snerpu. Þessi vél mun hýsa flesta vefi sem settir eru upp á Linux og einnig gagnagrunna sem þeim fylgja. Vélin er Hewlett Packard E60 Netserver með sk. RAID-spegluðum diskum sem auka gagnaöryggi og uppitíma.