Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Vertu í sambandi ...

Map.is/snerpa

Ert þú að fara í framkvæmdir á þinni lóð? Þá er best að athuga hvort það séu lagnir í þínum garði áður en þú hefst handa.

Ljósleiðararör Snerpu eru appelsínugul, gul eða fjólublá og hægt er að sjá hvar þau liggja á map.is/snerpa. Athugið að kortið sýnir ekki endilega nákvæma legu þannig að ef þú þarft að vinna nálægt þeim, fáðu þá ókeypis aðstoð hjá okkur við að staðsetja þau. Í mörgum tilfellum eigum við til myndir frá því að lagnirnar voru settar niður sem hægt er að nota til að staðsetja þær nákvæmlega.

Að öllu jöfnu liggja lagnir á 20–40 cm dýpi en ekki er hægt að ganga að því sem vísu að lagnir Snerpu séu á tilteknu dýpi.

Hafðu samband í síma 520-4000 eða í netfanginu adstod@snerpa.is og fáðu ráðleggingar áður en þú byrjar að grafa.