Ýtarupplýsingar um ljósleiðaralagningu

Ljósleiðarinn er framtíðartenging við fjarskiptakerfi landsins og mun nýtast bæði notendum og fjarskiptafyrirtækjum fyrir tengingar við Internetið, sjónvarps- og símaþjónustu. Þar sem vaknað geta ýmsar spurningar hjá notendum um framkvæmdina, notkunarmöguleika og kostnað höfum við tekið saman þær upplýsingar en einnig er velkomið að hringja í síma 520-4000 á skrifstofutíma eða senda tölvupóst á netfangið sala@snerpa.is ef óskað er eftir nánari upplýsingum.

Framkvæmd

Samstarf þarf að vera við húseigenda um legu lagna. Ljósleiðarinn er jafnan lagður í gegn um bakgarða. Notuð eru handverkfæri eins og hægt er, sett eru 8-14 mm rör í gegn um lóð og að húsi. Farið er hús úr húsi, þannig að í hvert hús koma yfirleitt tvö rör, eitt inn og eitt út. Þar sem lögn kemur í gegn um útvegg mega ekki vera neinar aðrar lagnir, t.d. vatnsrör eða raflagnir inni í vegg. Ef eru sólpallar uppvið hús er reynt að fara frekar undir þá en framhjá. Ef til stendur að breyta lóð er mikilvægt að það komi fram til að forðast að þurfi að færa lagnir eftir á. Við óskum eftir að húseigendur láti okkur vita telji þeir að betra sé að fara aðra leið en fyrirhugað er.

Kostnaður

Þeir sem hafa áhuga á að nota ljósleiðarann strax geta sparað sér kostnað með því að panta tengingu á ljósleiðarann fyrir __________ í netfangið sala@snerpa.is og er þá gefinn 20% afsláttur af inntaksgjaldinu. Óski húseigandi ekki eftir að nýta sér ljósleiðarann strax er inntaksgjald ekki innheimt.

Sé óskað eftir tengingu síðar er greitt inntaksgjald sbr. gjaldskrá. Inntaksgjald er aðeins greitt einu sinni og stendur undir kostnaði við  lagnir inn fyrir útvegg og uppsetningu inntaks (húskassa). Staðsetning húskassa er valin í samráði við húseiganda á hentugum stað og þarf að vera rafmagnstengill nálægt húskassanum því að til að nýta tenginguna þarf að koma fyrir sk. ljósbreytu sem breytir ljósleiðaranum í venjulegan netkapal.

Sértu í netviðskiptum við Snerpu eða hyggst kaupa hana er í boði frí uppsetning á innanhússlögn sé um einfaldar lagnaleiðir að ræða. Miðað er við að ekki þurfi að bora í gegn um veggi og að hægt sé að nýta fyrirliggjandi lagnaleiðir, t.d. rör eða stokka eða hafa utanáliggjandi lögn. Sé innanhússlögnin umfangsmeiri er hægt að fá áætlaðan kostnað eftir aðstæðum. Einnig getur húseigandi að sjálfsögðu lagt sjálfur eða látið aðra leggja fyrir sig innanhússlögn.

Stofngjald nettengingar er fellt niður sé netáskrift keypt í a.m.k. 6 mánuði.

x