FYRRI  KRONÍKUBÓKÆttartala frá Adam til Ísraels

1
1Adam, Set, Enos. 2Kenan, Mahalalel, Jared. 3Henok, Methúsala, Lamek. 4Nói, Sem, Kam og Jafet.

5Synir Jafets voru: Gómer, Magóg, Madaí, Javan, Túbal, Mesek og Tíras.

6Synir Gómers: Askenas, Rífat og Tógarma.

7Synir Javans: Elísa, Tarsis, Kittar og Ródanítar.

8Synir Kams: Kús, Mísraím, Pút og Kanaan.

9Synir Kúss: Seba, Havíla, Sabta, Raema og Sabteka. Og synir Raema: Séba og Dedan. 10Og Kús gat Nimrod. Hann tók að gjörast voldugur á jörðinni.

11Mísraím gat Lúdíta, Anamíta, Lehabíta, Naftúkíta, 12Patrúsíta, Kaslúkíta (þaðan eru komnir Filistar) og Kaftóríta.

13Kanaan gat Sídon, frumgetning sinn, og Het, 14og Jebúsíta, Amoríta, Gírgasíta, 15Hevíta, Arkíta, Síníta, 16Arvadíta, Semaríta og Hamatíta.

17Synir Sems: Elam, Assúr, Arpaksad, Lúd, Aram, Ús, Húl, Geter og Mas. 18Og Arpaksad gat Sela og Sela gat Eber. 19Og Eber fæddust tveir synir. Hét annar Peleg, því að á hans dögum greindist fólkið á jörðinni, en bróðir hans hét Joktan. 20Og Joktan gat Almódad, Salef, Hasarmavet, Jara, 21Hadóram, Úsal, Dikla, 22Ebal, Abímael, Séba, 23Ófír, Havíla og Jóbab. Þessir allir voru synir Joktans.

24Sem, Arpaksad, Sela, 25Eber, Peleg, Reú, 26Serúg, Nahor, Tara, 27Abram, það er Abraham.

28Synir Abrahams: Ísak og Ísmael.

29Þetta er ættartal þeirra: Nebajót var frumgetinn sonur Ísmaels, þá Kedar, Adbeel, Míbsam, 30Misma, Dúma, Massa, Hadad, Tema, 31Jetúr, Nafis og Kedma. Þessir voru synir Ísmaels.

32Synir Ketúru, hjákonu Abrahams: Hún ól Símran, Joksan, Medan, Midían, Jísbak og Súa. Og synir Joksans voru: Séba og Dedan. 33Og synir Midíans: Efa, Efer, Hanok, Abída og Eldaa. Allir þessir voru niðjar Ketúru.

34Abraham gat Ísak. Synir Ísaks voru Esaú og Ísrael.

35Synir Esaú: Elífas, Regúel, Jehús, Jaelam og Kóra. 36Synir Elífas voru: Teman, Ómar, Sefí, Gaetam, Kenas, Timna og Amalek. 37Synir Regúels voru: Nahat, Sera, Samma og Missa. 38Og synir Seírs: Lótan, Sóbal, Síbeon, Ana, Díson, Eser og Dísan. 39Og synir Lótans: Hórí og Hómam, og systir Lótans var Timna. 40Synir Sóbals voru: Aljan, Manahat, Ebal, Sefí og Ónam. Og synir Síbeons: Aja og Ana. 41Sonur Ana: Díson. Og synir Dísons: Hamran, Esban, Jítran og Keran. 42Synir Esers voru: Bílhan, Saavan og Jaakan. Synir Dísans voru: Ús og Aran.


Konungar og höfðingjar í Edóm

43Þessir eru þeir konungar, sem ríktu í Edómlandi, áður en konungar ríktu yfir Ísraelsmönnum: Bela, sonur Beórs, og hét borg hans Dínhaba. 44Og er Bela dó, tók Jóbab, sonur Sera frá Bosra, ríki eftir hann. 45Og er Jóbab dó, tók Húsam frá Temanítalandi ríki eftir hann. 46Og er Húsam dó, tók Hadad sonur Bedads ríki eftir hann. Hann vann sigur á Midíanítum á Móabsvöllum, og borg hans hét Avít. 47Og er Hadad dó, tók Samla frá Masreka ríki eftir hann. 48Og er Samla dó, tók Sál frá Rehóbót hjá Fljótinu ríki eftir hann. 49Og er Sál dó, tók Baal Hanan, sonur Akbórs, ríki eftir hann. 50Og er Baal Hanan dó, tók Hadad ríki eftir hann, og hét borg hans Pagí, en kona hans Mehetabeel, dóttir Madredar, dóttur Me-Sahabs. 51Og Hadad dó. Og höfðingjar Edómíta voru: höfðinginn Timna, höfðinginn Alva, höfðinginn Jetet, 52höfðinginn Oholíbama, höfðinginn Ela, höfðinginn Pínon, 53höfðinginn Kenas, höfðinginn Teman, höfðinginn Mibsar, 54höfðinginn Magdíel, höfðinginn Íram. Þessir voru höfðingjar Edómíta.


Synir Ísraels

2
1Þessir voru synir Ísraels: Rúben, Símeon, Leví og Júda, Íssakar og Sebúlon, 2Dan, Jósef og Benjamín, Naftalí, Gað og Asser.


Ættartala kynkvíslar Júda

3Synir Júda: Ger, Ónan og Sela, þrír að tölu, er dóttir Súa, kanverska konan, ól honum. En Ger, frumgetinn sonur Júda, var vondur fyrir augliti Drottins, svo að Drottinn lét hann deyja. 4Tamar tengdadóttir hans ól honum Peres og Sera. Synir Júda voru alls fimm.

5Synir Peres: Hesron og Hamúl.

6Synir Sera: Simrí, Etan, Heman, Kalkól og Dara - fimm alls.

7Synir Karmí: Akar, sá er steypti Ísrael í ógæfu með því að fara sviksamlega með hið bannfærða. 8Og synir Etans: Asarja. 9Og synir Hesrons, er fæddust honum: Jerahmeel, Ram og Kelúbaí.

10Ram gat Ammínadab, og Ammínadab gat Nahson, höfuðsmann Júdamanna. 11Nahson gat Salma, Salma gat Bóas, 12Bóas gat Óbeð, Óbeð gat Ísaí.

13Ísaí gat Elíab frumgetning sinn, þá Abínadab, Símea hinn þriðja, 14Netaneel hinn fjórða, Raddaí hinn fimmta, 15Ósem hinn sjötta, Davíð hinn sjöunda. 16Og systur þeirra voru þær Serúja og Abígail, og synir Serúju voru: Abísaí, Jóab og Asahel, þrír að tölu. 17En Abígail ól Amasa, og faðir Amasa var Jeter Ísmaelíti.

18Kaleb, sonur Hesrons, gat börn við Asúbu konu sinni og við Jeríót. Þessir voru synir hennar: Jeser, Sóbab og Ardon. 19Og er Asúba andaðist, gekk Kaleb að eiga Efrat og ól hún honum Húr, 20en Húr gat Úrí og Úrí gat Besaleel.

21Síðan gekk Hesron inn til dóttur Makírs, föður Gíleaðs, og tók hana sér fyrir konu. Var hann þá sextíu ára gamall. Hún ól honum Segúb. 22Og Segúb gat Jaír. Hann átti tuttugu og þrjár borgir í Gíleaðlandi. 23En Gesúrítar og Sýrlendingar tóku Jaírs-þorp frá þeim, Kenat og þorpin þar í kring, sextíu borgir alls. Allir þessir voru niðjar Makírs, föður Gíleaðs. 24Og eftir andlát Hesrons í Kaleb Efrata ól Abía kona hans honum Ashúr, föður Tekóa.

25Synir Jerahmeels, frumgetins sonar Hesrons: Ram, frumgetningurinn, og Búna, Óren, Ósem og Ahía. 26En Jerahmeel átti aðra konu, er Atara hét. Hún var móðir Ónams.

27Synir Rams, frumgetins sonar Jerahmeels: Maas, Jamín og Eker. 28Og synir Ónams voru: Sammaí og Jada; og synir Sammaí: Nadab og Abísúr. 29En kona Abísúrs hét Abíhaíl. Hún ól honum Akban og Mólíd. 30Og synir Nadabs voru: Seled og Appaím, en Seled dó barnlaus. 31Og synir Appaíms: Jíseí, og synir Jíseí: Sesan, og synir Sesans: Ahelaí. 32Og synir Jada, bróður Sammaí: Jeter og Jónatan, en Jeter dó barnlaus. 33Og synir Jónatans voru: Pelet og Sasa. Þessir voru niðjar Jerahmeels. 34Og Sesan átti enga sonu, heldur dætur einar. En Sesan átti egypskan þræl, er Jarha hét. 35Og Sesan gaf Jarha þræli sínum dóttur sína fyrir konu, og hún ól honum Attaí. 36Og Attaí gat Natan, Natan gat Sabat, 37Sabat gat Eflal, Eflal gat Óbeð, 38Óbeð gat Jehú, Jehú gat Asarja, 39Asarja gat Heles, Heles gat Eleasa, 40Eleasa gat Sísemaí, Sísemaí gat Sallúm, 41Sallúm gat Jekamja og Jekamja gat Elísama.

42Synir Kalebs, bróður Jerahmeels: Mesa, frumgetinn sonur hans - hann var faðir Sífs - svo og synir Maresa, föður Hebrons.

43Synir Hebrons voru: Kóra, Tappúa, Rekem og Sema. 44Og Sema gat Raham, föður Jorkeams, og Rekem gat Sammaí. 45En sonur Sammaí var Maon, og Maon var faðir að Bet Súr. 46Og Efa, hjákona Kalebs, ól Haran, Mósa og Gases, en Haran gat Gases.

47Synir Jehdaí: Regem, Jótam, Gesan, Pelet, Efa og Saaf. 48Maaka, hjákona Kalebs, ól Seber og Tírkana. 49Og enn ól hún Saaf, föður Madmanna, Sefa, föður Makbena og föður Gíbea, en dóttir Kalebs var Aksa. 50Þessir voru synir Kalebs.

Synir Húrs, frumgetins sonar Efrata: Sóbal, faðir að Kirjat Jearím, 51Salma, faðir að Betlehem, Haref, faðir að Bet Gader. 52Og Sóbal, faðir að Kirjat Jearím, átti fyrir sonu: Haróe, hálft Menúhót 53og ættirnar frá Kirjat Jearím, svo og Jítríta, Pútíta, Súmatíta og Mísraíta. Frá þeim eru komnir Sóreatítar og Estaólítar.

54Synir Salma: Betlehem og Netófatítar, Atarót, Bet Jóab og helmingur Manatíta, það er Sóreíta, 55og ættir fræðimannanna, er búa í Jabes, Tíreatítar, Símeatítar og Súkatítar. Þetta eru Kínítar, er komnir eru frá Hammat, föður Rekabs ættar.


Niðjar Davíðs

3
1Þessir eru synir Davíðs, er hann eignaðist í Hebron: Ammon, frumgetningurinn, við Akínóam frá Jesreel; annar var Daníel, við Abígail frá Karmel; 2hinn þriðji Absalon, sonur Maöku, dóttur Talmaí konungs í Gesúr; hinn fjórði Adónía, sonur Haggítar; 3hinn fimmti Sefatja, við Abítal; hinn sjötti Jitream, við Eglu, konu sinni. 4Sex fæddust honum í Hebron. Þar ríkti hann sjö ár og sex mánuði, en í Jerúsalem ríkti hann þrjátíu og þrjú ár.

5Og þessa eignaðist hann í Jerúsalem: Símea, Sóbab, Natan og Salómon - fjóra alls - við Batsúa Ammíelsdóttur, 6enn fremur Jíbhar, Elísama, Elífelet, 7Nóga, Nefeg, Jafía, 8Elísama, Eljada, Elífelet - níu alls.

9Þetta eru allir synir Davíðs, að hjákvennasonum eigi meðtöldum. En systir þeirra var Tamar.

10Sonur Salómons var Rehabeam, hans son var Abía, hans son Asa, hans son Jósafat, 11hans son Jóram, hans son Ahasía, hans son Jóas, 12hans son Amasía, hans son Asaría, hans son Jótam, 13hans son Akas, hans son Hiskía, hans son Manasse, 14hans son Amón, hans son Jósía. 15Og synir Jósía voru: Jóhanan, frumgetningurinn, annar Jójakím, þriðji Sedekía, fjórði Sallúm. 16Og synir Jójakíms: Jekonja, sonur hans; hans son var Sedekía.

17Synir Jekonja, hins herleidda: Sealtíel, sonur hans, 18Malkíram, Pedaja, Seneassar, Jekamja, Hósama og Nedabja. 19Synir Pedaja voru: Serúbabel og Símeí, og synir Serúbabels: Mesúllam og Hananja. Systir þeirra var Selómít. 20Og enn fremur Hasúba, Óhel, Berekía, Hasadja, Júsab Hesed - fimm alls. 21Synir Hananja voru: Pelatja og Jesaja, synir Refaja, synir Arnans, synir Óbadía, synir Sekanja. 22Synir Sekanja voru: Semaja, og synir Semaja: Hattúa, Jígeal, Baría, Nearja og Safat - sex alls. 23Synir Nearja voru: Eljóenaí, Hiskía, Asríkam - þrír alls. 24En synir Eljóenaí voru: Hódavja, Eljasíb, Pelaja, Akkúb, Jóhanan, Delaja, Ananí - sjö alls.


Kynkvísl Júda

4
1Synir Júda: Peres, Hesron, Karmí, Húr og Sóbal. 2En Reaja, sonur Sóbals, gat Jahat, Jahat gat Ahúmaí og Lahad. Þetta eru ættir Sóreatíta.

3Þessir voru synir Etams: Jesreel, Jisma, Jídbas, en systir þeirra hét Haselelpóní. 4Enn fremur Penúel, faðir Gedórs, og Eser, faðir Húsa. Þetta eru synir Húrs, frumburðar Efrata, föður að Betlehem.

5Ashúr, faðir að Tekóa, átti tvær konur, Heleu og Naeru. 6Og Naera ól honum Ahússam, Hefer, Temní og Ahastaríta. Þetta eru synir Naeru. 7Og synir Heleu voru: Seret, Jísehar og Etnam. 8En Kós gat Anúb, Sóbeba og ættir Aharhels, sonar Harúms. 9En Jaebes var fyrir bræðrum sínum, og móðir hans nefndi hann Jaebes og mælti: "Ég hefi alið hann með harmkvælum." 10Og Jaebes ákallaði Guð Ísraels og mælti: "Blessa þú mig og auk landi við mig, og verði hönd þín með mér, og bæg þú ógæfunni frá mér, svo að engin harmkvæli komi yfir mig." Og Guð veitti honum það, sem hann bað um. 11En Kelúb, bróðir Súha, gat Mehír. Hann er faðir Estóns. 12En Estón gat Bet Rafa, Pasea og Tehinna, föður að borg Nahasar; þetta eru Rekamenn.

13Synir Kenas: Otníel og Seraja. Og synir Otníels: Hatat. 14En Meonotaí gat Ofra, og Seraja gat Jóab, föður að Smiðadal, því að þeir voru smiðir.

15Synir Kalebs Jefúnnesonar: Írú, Ela og Naam; synir Ela: Kenas.

16Synir Jehalelels: Síf, Sífa, Tirja og Asareel.

17Synir Esra: Jeter, Mered, Efer og Jalon. Og þessir eru synir Bitju, dóttur Faraós, er gekk að eiga Mered: Hún ól Mirjam, Sammaí og Jísba, föður Estemóa. 18En kona hans, er var frá Júda, ól Jered, föður að Gedór, og Heber, föður að Sókó, og Jekútíel, föður að Sanóa.

19Synir konu Hódía, systur Nahams: faðir Kegílu, Garmíta, Estemóa og Maakatíta.

20Synir Símons: Amnon, Rinna, Ben Hanan og Tílon; og synir Jíseí: Sóhet og sonur Sóhets.

21Synir Sela, sonar Júda: Ger, faðir Leka, Laeda, faðir Maresa, og ættir baðmullarverkmannanna frá Bet Asbea, 22enn fremur Jókím og mennirnir frá Kóseba, Jóas og Saraf, er unnu Móab og Jasúbí Lehem. Þetta eru fornar sögur. 23Þeir voru leirkerasmiðir og byggðu Netaím og Gedera. Hjá konungi, við þjónustu hans, þar bjuggu þeir.


Kynkvísl Símeons

24Synir Símeons: Nemúel, Jamín, Jaríb, Sera, Sál. 25Hans sonur var Sallúm, hans son Mibsam, hans son Misma. 26Og synir Misma voru: Hammúel, sonur hans, hans son Sakkúr, hans son Símeí.

27Símeí átti sextán sonu og sex dætur, en bræður hans áttu eigi margt barna, og ætt þeirra varð eigi svo fjölmenn sem Júdamenn.

28Þeir bjuggu í Beerseba, Mólada, Hasar Súal, 29Bílha, Esem, Tólad, 30Betúel, Harma, Siklag, 31Bet Markabót, Hasar Súsím, Bet Bíreí og Saaraím. Þetta voru borgir þeirra, þangað til Davíð tók ríki. 32Og þorp þeirra voru: Etam, Ain, Rimmon, Tóken og Asan - fimm borgir, 33og auk þess öll þau þorp, er lágu kringum borgir þessar, allt til Baal. Þetta voru bústaðir þeirra, og höfðu þeir ættartal fyrir sig.

34Mesóbab, Jamlek, Jósa, sonur Amasja, 35Jóel, Jehú, sonur Jósíbja, Serajasonar, Asíelssonar, 36og Eljóenaí, Jaakoba, Jesóhaja, Asaja, Adíel, Jesímíel og Benaja, 37Sísa, sonur Sífeí, Allonssonar, Jedajasonar, Simrísonar, Semajasonar; 38þessir menn sem hér eru nafngreindir, voru höfðingjar í ættum sínum, og hafa ættir þeirra orðið mjög fjölmennar. 39Og þeir fóru þaðan, er leið liggur til Gedór, allt þar til kemur austur fyrir dalinn, til þess að leita haglendis fyrir sauði sína. 40Og þeir fundu feitt og gott haglendi, og landrými var þar mikið, og rólegt var þar og friðsamlegt, því að þeir, er áður höfðu byggt þar, voru komnir af Kam. 41Þá komu þeir, sem hér eru nafngreindir, á dögum Hiskía Júdakonungs, eyddu tjöldum þeirra og drápu Meúníta, sem þar voru, og gjöreyddu þeim allt fram á þennan dag og bjuggu þar eftir þá, því að þar var haglendi fyrir sauði þeirra. 42Og af þeim Símeonsniðjum fóru fimm hundruð manns til Seírfjalla, og voru þeir Pelatja, Nearja, Refaja og Ússíel, synir Jíseí, fyrir þeim. 43Drápu þeir hinar síðustu leifar Amalekíta og bjuggu þar allt fram á þennan dag.


Kynkvísl Rúbens

5
1Synir Rúbens, frumgetnings Ísraels - því að frumgetningurinn var hann, en er hann hafði flekkað hvílu föður síns, var frumgetningsrétturinn veittur sonum Jósefs, sonar Ísraels (þó skyldu þeir eigi teljast frumgetnir í ættartölum); 2því að Júda var voldugastur bræðra sinna, og einn af niðjum hans varð höfðingi, en frumgetningsréttinn fékk Jósef - 3synir Rúbens, frumgetins sonar Ísraels, voru Hanok, Pallú, Hesron og Karmí.

4Synir Jóels: Semaja, sonur hans, hans son var Góg, hans son Símeí, 5hans son Míka, hans son Reaja, hans son Baal, 6hans son Beera, er Tílgat Pilneser Assýríukonungur herleiddi. Hann var höfðingi fyrir Rúbensniðjum. 7Og frændur hans eftir ættum þeirra, eins og þeir voru skráðir í ættartölum eftir uppruna þeirra, voru: Hinn fyrsti var Jeíel, þá Sakaría 8og Bela Asasson, Semasonar, Jóelssonar. Hann bjó í Aróer og allt að Nebó og Baal Meon. 9Og gegnt austri bjó hann allt að eyðimörkinni, er liggur í vestur frá Efratfljóti, því að þeir áttu hjarðir miklar í Gíleaðlandi. 10En á dögum Sáls áttu þeir í ófriði við Hagríta, og er Hagrítar voru fallnir fyrir þeim, settust þeir að í tjöldum þeirra, er voru með allri austurhlið Gíleaðs.


Kynkvísl Gaðs

11Niðjar Gaðs bjuggu andspænis þeim í Basanlandi, allt til Salka. 12Var Jóel helstur þeirra, þá Safam og Jaenaí og Safat í Basan. 13Og frændur þeirra eftir ættum þeirra voru: Míkael, Mesúllam, Seba, Jóraí, Jaekan, Sía og Eber, sjö alls. 14Þessir eru synir Abíhaíls, Húrísonar, Jaróasonar, Gíleaðssonar, Míkaelssonar, Jesísaísonar, Jahdósonar, Bússonar. 15Var Ahí Abdíelsson, Gúnísonar, ætthöfðingi þeirra. 16Og þeir bjuggu í Gíleað, í Basan og þorpunum umhverfis, og í öllum beitilöndum Sarons, svo langt sem þau náðu. 17Þessir allir voru skráðir á dögum Jótams Júdakonungs og á dögum Jeróbóams Ísraelskonungs.

18Rúbensniðjar, Gaðsniðjar og hálf kynkvísl Manasse, þeir er hraustir menn voru, báru skjöld og sverð, bentu boga og kunnu að hernaði, fjörutíu og fjögur þúsund, sjö hundruð og sextíu herfærir menn, 19áttu í ófriði við Hagríta og við Jetúr, Nafís og Nódab. 20Og þeir fengu liðveislu gegn þeim, og Hagrítar og allir bandamenn þeirra gáfust þeim á vald. Því að meðan á bardaganum stóð, höfðu þeir hrópað til Guðs um hjálp, og bænheyrði hann þá, af því að þeir treystu honum. 21Höfðu þeir burt með sér að herfangi hjarðir þeirra, fimmtíu þúsund úlfalda, tvö hundruð og fimmtíu þúsund sauði, tvö þúsund asna og hundrað þúsund manns. 22Því að margir voru þeir, er voru lagðir sverði og féllu, því að ófriðurinn var háður að Guðs ráði. Bjuggu þeir þar eftir þá fram til herleiðingar.


Kynkvísl Manasse austan Jórdanar

23Þeir, er tilheyrðu hálfri Manassekynkvísl, bjuggu í landinu frá Basan til Baal Hermon og til Seír og Hermonfjalls. Voru þeir fjölmennir, 24og voru þessir ætthöfðingjar þeirra: Efer, Jíseí, Elíel, Asríel, Jeremía, Hódavja og Jahdíel. Voru þeir kappar miklir og nafnkunnir menn, höfðingjar í ættum sínum. 25En er þeir sýndu ótrúmennsku Guði feðra sinna og tóku fram hjá með guðum þjóðflokka þeirra, er fyrir voru í landinu, en Guð hafði eytt fyrir þeim, 26þá æsti Guð Ísraels reiði Púls Assýríukonungs og reiði Tílgat Pilnesers, Assýríukonungs, og herleiddi hann Rúbensniðja, Gaðsniðja og hálfa kynkvísl Manasse og flutti þá til Hala, Habór, Hara og Gósanfljóts, og er svo enn í dag.


Kynkvísl Leví

6
1Synir Leví: Gersom, Kahat og Merarí. 2Og synir Kahats: Amram, Jísehar, Hebron og Ússíel. 3Og synir Amrams: Aron, Móse og Mirjam. Og synir Arons: Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar. 4Eleasar gat Pínehas, Pínehas gat Abísúa, 5Abísúa gat Búkkí, Búkkí gat Ússí, 6Ússí gat Serahja, Serahja gat Merajót, 7Merajót gat Amarja, Amarja gat Ahítúb, 8Ahítúb gat Sadók, Sadók gat Akímaas, 9Akímaas gat Asarja, Asarja gat Jóhanan, 10Jóhanan gat Asarja, hann sem var prestur í musterinu, er Salómon byggði í Jerúsalem. 11En Asarja gat Amarja, Amarja gat Ahítúb, 12Ahítúb gat Sadók, Sadók gat Sallúm, 13Sallúm gat Hilkía, Hilkía gat Asarja, 14Asarja gat Seraja, Seraja gat Jósadak. 15En Jósadak fór burt, þegar Drottinn lét Nebúkadnesar herleiða Júdamenn og Jerúsalembúa.

16Synir Leví: Gersom, Kahat og Merarí. 17Og þessi eru nöfn á sonum Gersoms: Libní og Símeí. 18Og synir Kahats voru: Amram, Jísehar, Hebron og Ússíel. 19Synir Merarí: Mahelí og Músí. Og þessar eru ættir Levíta eftir ættfeðrum þeirra.

20Frá Gersom eru komnir: Libní, sonur hans, hans son Jahat, hans son Simma, 21hans son Jóa, hans son Íddó, hans son Sera, hans son Jeatraí.

22Synir Kahats: Ammínadab, sonur hans, hans son Kóra, hans son Assír, 23hans son Elkana, hans son Ebjasaf, hans son Assír, 24hans son Tahat, hans son Úríel, hans son Ússía, hans son Sál. 25Og synir Elkana: Amasaí og Ahímót, 26hans sonur Elkana, hans son Sofaí, hans son Nahat, 27hans son Elíab, hans son Jeróham, hans son Elkana. 28Og synir Samúels voru: Jóel, frumgetningurinn, og hinn annar Abía.

29Synir Merarí: Mahelí, hans son var Libní, hans son Símeí, hans son Ússa, 30hans son Símea, hans son Haggía, hans son Asaja.


Musterissöngvarar

31Þessir eru þeir, er Davíð skipaði til söngs í húsi Drottins, er örkin hafði fundið hæli. 32Þjónuðu þeir við sönginn fyrir dyrum samfundatjalds-búðarinnar, uns Salómon reisti musteri Drottins í Jerúsalem, og gegndu þeir þjónustu sinni eftir reglum þeim, er fyrir þá voru lagðar.

33Þessir eru þeir, er þjónustu þessari gegndu og synir þeirra: Af sonum Kahatíta: Heman, söngvarinn, Jóelsson, Samúelssonar, 34Elkanasonar, Jeróhamssonar, Elíelssonar, Tóasonar, 35Súfssonar, Elkanasonar, Mahatssonar, Amasaísonar, 36Elkanasonar, Jóelssonar, Asaríasonar, Sefaníasonar, 37Tahatssonar, Assírssonar, Ebjasafssonar, Kórasonar, 38Jíseharssonar, Kahatssonar, Levísonar, Ísraelssonar.

39Bróðir hans var Asaf, er stóð honum til hægri handar, Asaf Berekíason, Símeasonar, 40Míkaelssonar, Baasejasonar, Malkíasonar, 41Etnísonar, Serasonar, Adajasonar, 42Etanssonar, Simmasonar, Simmeísonar, 43Jahatssonar, Gersomssonar, Levísonar.

44Og bræður þeirra, synir Merarí, stóðu til vinstri handar: Etan Kísíson, Abdísonar, Mallúkssonar, 45Hasabjasonar, Amasjasonar, Hilkíasonar, 46Amsísonar, Banísonar, Semerssonar, 47Mahelísonar, Músísonar, Merarísonar, Levísonar.

48Og bræður þeirra, levítarnir, voru settir yfir alla þjónustuna við musterisbústað Guðs. 49En Aron og synir hans fórnuðu á brennifórnaraltarinu og reykelsisaltarinu og önnuðust öll störf í Hinu allrahelgasta og að friðþægja fyrir Ísrael - að öllu leyti eins og Móse, þjónn Guðs, hafði fyrirskipað.

50Og þessir eru synir Arons: Eleasar, sonur hans, hans son Pínehas, hans son Abísúa, 51hans son Búkkí, hans son Ússí, hans son Serahja, 52hans son Merajót, hans son Amaría, hans son Ahítúb, 53hans son Sadók, hans son Akímaas.


Skrá um borgir levíta

54Þetta eru bústaðir þeirra, taldir eftir tjaldbúðum í héraði þeirra: Niðjum Arons, ætt Kahatíta - því að fyrsti hluturinn hlotnaðist þeim - 55gáfu þeir Hebron í Júdalandi og beitilandið umhverfis hana. 56En akurland borgarinnar og þorpin, er að henni lágu, gáfu þeir Kaleb Jefúnnesyni. 57En sonum Arons gáfu þeir griðastaðinn Hebron, enn fremur Líbna og beitilandið, er að henni lá, Jattír og Estamóa og beitilandið, er að henni lá, 58Hólon og beitilandið, er að henni lá, Debír og beitilandið, er að henni lá, 59Asan og beitilandið, er að henni lá, og Bet Semes og beitilandið, er að henni lá. 60Og frá Benjamínsættkvísl: Geba og beitilandið, er að henni lá, Allemet og beitilandið, er að henni lá, og Anatót og beitilandið, er að henni lá. Alls voru borgir þeirra þrettán, og beitilöndin, er að þeim lágu.

61Aðrir synir Kahats fengu tíu borgir eftir hlutkesti frá ættum Efraímskynkvíslar og Danskynkvíslar og frá hálfri Manassekynkvísl. 62En synir Gersoms fengu þrettán borgir eftir ættum þeirra frá Íssakarskynkvísl, Asserskynkvísl, Naftalíkynkvísl og frá Manassekynkvísl í Basan. 63Synir Merarí fengu eftir hlutkesti tólf borgir eftir ættum þeirra, frá Rúbenskynkvísl, Gaðskynkvísl og frá Sebúlonskynkvísl.

64Þannig gáfu Ísraelsmenn levítum borgirnar og beitilöndin, er að þeim lágu, 65og þeir gáfu eftir hlutkesti frá kynkvísl Júdasona, frá kynkvísl Símeonssona og frá kynkvísl Benjamínssona þessar borgir, sem þeir nafngreindu.

66Og að því er snertir ættir þeirra Kahatssona, þá fengu þeir borgir þær, er þeim hlotnuðust, frá Efraímskynkvísl. 67Og þeir gáfu þeim griðastaðinn Síkem og beitilandið, er að henni lá, á Efraímfjöllum, enn fremur Geser og beitilandið, er að henni lá, 68Jokmeam og beitilandið, er að henni lá, Bet Hóron og beitilandið, er að henni lá, 69Ajalon og beitilandið, er að henni lá, og Gat Rimmon og beitilandið, er að henni lá. 70Og frá hálfri Manassekynkvísl: Aner og beitilandið, er að henni lá, og Jíbleam og beitilandið, er að henni lá - fyrir ættir hinna Kahatssona.

71Synir Gersoms fengu frá ætt hálfrar Manassekynkvíslar: Gólan í Basan og beitilandið, er að henni lá, og Astarót og beitilandið, er að henni lá. 72Og frá Íssakarskynkvísl: Kedes og beitilandið, er að henni lá, Dabrat og beitilandið, er að henni lá, 73Ramót og beitilandið, er að henni lá, og Anem og beitilandið, er að henni lá. 74Og frá Asserskynkvísl: Masal og beitilandið, er að henni lá, Abdón og beitilandið, er að henni lá, 75Húkok og beitilandið, er að henni lá, og Rehób og beitilandið, er að henni lá. 76Og frá Naftalíkynkvísl: Kedes í Galíl og beitilandið, er að henni lá, Hammót og beitilandið, er að henni lá, og Kirjataím og beitilandið, er að henni lá.

77Þeir synir Merarí, er enn voru eftir, fengu frá Sebúlonskynkvísl: Rimmónó og beitilandið, er að henni lá, og Tabór og beitilandið, er að henni lá. 78Og hinumegin Jórdanar, gegnt Jeríkó, fyrir austan Jórdan, fengu þeir frá Rúbenskynkvísl: Beser í eyðimörkinni og beitilandið, er að henni lá, Jahsa og beitilandið, er að henni lá, 79Kedemót og beitilandið, er að henni lá, og Mefaat og beitilandið, er að henni lá. 80Og frá Gaðskynkvísl: Ramót í Gíleað og beitilandið, er að henni lá, Mahanaím og beitilandið, er að henni lá, 81Hesbon og beitilandið, er að henni lá, og Jaser og beitilandið, er að henni lá.


Kynkvísl Íssakars

7
1Synir Íssakars: Tóla, Púa, Jasúb og Simron - fjórir alls. 2Synir Tóla: Ússí, Refaja, Jeríel, Jahemaí, Jíbsam og Samúel. Voru þeir höfðingjar í ættum sínum í Tóla, kappar miklir í ættum sínum; voru þeir á dögum Davíðs tuttugu og tvö þúsund og sex hundruð að tölu. 3Synir Ússí voru: Jísrahja; synir Jísrahja: Míkael, Óbadía, Jóel, Jissía, alls fimm ætthöfðingjar. 4Og til þeirra töldust eftir ættum þeirra, eftir frændliði þeirra, hermannasveitir, þrjátíu og sex þúsund manns, því að þeir áttu margar konur og börn. 5Og frændur þeirra, allar ættir Íssakars, voru kappar miklir. Töldust þeir alls vera áttatíu og sjö þúsundir.


Kynkvíslir Benjamíns og Naftalí

6Synir Benjamíns: Bela, Beker, Jedíael - þrír alls. 7Og synir Bela: Esbón, Ússí, Ússíel, Jerímót og Írí, fimm alls. Voru þeir ætthöfðingjar og kappar miklir, og töldust þeir að vera tuttugu og tvö þúsund þrjátíu og fjórir. 8Og synir Bekers: Semíra, Jóas, Elíeser, Eljóenaí, Omrí, Jeremót, Abía, Anatót og Alemet. Allir þessir voru synir Bekers. 9Og þeir töldust eftir ættum sínum, ætthöfðingjum sínum, er voru kappar miklir, tuttugu þúsund og tvö hundruð. 10Og synir Jedíaels: Bílhan; og synir Bílhans: Jeús, Benjamín, Ehúð, Kenaana, Setan, Tarsis og Ahísahar. 11Allir þessir voru synir Jedíaels, ætthöfðingjar, kappar miklir, seytján þúsund og tvö hundruð vígra manna.

12Súppím og Húppím voru synir Írs, en Húsím sonur Akers.

13Synir Naftalí: Jahsíel, Gúní, Jeser og Sallúm, synir Bílu.


Kynkvísl Manasse

14Synir Manasse: Asríel, er kona hans ól. Hin sýrlenska hjákona hans ól Makír, föður Gíleaðs. 15Og Makír tók konu handa Húppím og Súppím, en systir hans hét Maaka. Hinn annar hét Selófhað, og Selófhað átti dætur. 16Og Maaka, kona Makírs, ól son og nefndi hann Peres. En bróðir hans hét Seres, og synir hans voru Úlam og Rekem. 17Og synir Úlams: Bedan. Þessir eru synir Gíleaðs Makírssonar, Manassesonar. 18En Hammóleket systir hans ól Íshód, Abíeser og Mahela. 19Og synir Semída voru: Ahjan, Sekem, Líkhí og Aníam.


Kynkvísl Efraíms

20Synir Efraíms: Sútela, hans son var Bered, hans son Tahat, hans son Eleada, hans son Tahat, 21hans son Sóbad, hans son Sútela, Eser og Elead, en Gat-menn, þeir er fæddir voru í landinu, drápu þá, er þeir fóru til þess að ræna hjörðum þeirra. 22Þá harmaði Efraím faðir þeirra lengi, og bræður hans komu til þess að hugga hann. 23Og hann gekk inn til konu sinnar, og hún varð þunguð og ól son, og hann nefndi hann Bería, því að ógæfu hafði að borið í húsi hans. 24En dóttir hans var Seera. Hún byggði neðri og efri Bet Hóron og Ússen Seera. 25Og sonur hans var Refa og Resef. Hans son var Tela, hans son Tahan, 26hans son Laedan, hans son Ammíhúd, hans son Elísama, 27hans son Nún, hans son Jósúa.

28Óðal þeirra og bústaðir voru: Betel og þorpin umhverfis, austur að Naaran og vestur að Geser og þorpunum umhverfis, enn fremur Síkem og þorpin umhverfis til Aja og þorpanna umhverfis. 29Og í höndum Manassesona voru: Bet Sean og þorpin umhverfis, Taana og þorpin umhverfis, Megiddó og þorpin umhverfis, Dór og þorpin umhverfis. Þar bjuggu synir Jósefs, sonar Ísraels.


Kynkvísl Assers

30Synir Assers: Jímna, Jísva, Jísví og Bería, og systir þeirra var Seera. 31Og synir Bería: Heber og Malkíel. Hann er faðir Birsaíts. 32En Heber gat Jaflet, Semer, Hótam og Súu, systur þeirra. 33Og synir Jaflets: Pasak, Bímehal og Asvat. Þessir voru synir Jaflets. 34Og synir Semers: Ahí, Róhga, Húbba og Aram. 35Og synir Helems, bróður hans: Sófa, Jímna, Seles og Amal. 36Synir Sófa voru: Súa, Harnefer, Súal, Berí, Jímra, 37Beser, Hód, Samma, Silsa, Jítran og Beera. 38Og synir Jeters: Jefúnne, Pispa og Ara. 39Og synir Úlla: Ara, Hanníel og Risja. 40Allir þessir voru synir Assers, ætthöfðingjar, frábærir kappar, höfðingjar meðal þjóðhöfðingja. Töldust þeir, er skráðir voru til herþjónustu, tuttugu og sex þúsundir manns.


Önnur ættartala Benjamíns kynkvíslar

8
1Benjamín gat Bela, frumgetning sinn, annan Asbel, þriðja Ahra, 2fjórða Nóha, fimmta Rafa. 3Og Bela átti að sonum: Addar, Gera, Abíhúd, 4Abísúa, Naaman, Ahóa, 5Gera, Sefúfan og Húram.

6Þessir voru synir Ehúðs - þessir voru ætthöfðingjar Gebabúa, og þeir herleiddu þá til Manahat, 7og Naaman, Ahía og Gera, hann herleiddi þá - hann gat Ússa og Ahíhúd.

8Saharaím gat í Móabslandi, er hann hafði rekið þær frá sér, Húsím og Baöru konur sínar - 9þá gat hann við Hódes konu sinni: Jóbab, Síbja, Mesa, Malkam, 10Jeús, Sokja og Mirma. Þessir voru synir hans, ætthöfðingjar. 11Og við Húsím gat hann Abítúb og Elpaal. 12Og synir Elpaals voru: Eber, Míseam og Semer. Hann byggði Ónó og Lód og þorpin umhverfis.

13Bería og Sema - þeir voru ætthöfðingjar Ajalonbúa, þeir ráku burt íbúana í Gat - 14og Elpaal bróðir hans og Sasak og Jeremót.

15Sebadja, Arad, Eder, 16Míkael, Jispa og Jóha voru synir Bería.

17Sebadja, Mesúllam, Hiskí, Heber, 18Jísmeraí, Jíslía og Jóbab voru synir Elpaals.

19Jakím, Síkrí, Sabdí, 20Elíenaí, Silletaí, Elíel, 21Adaja, Beraja og Simrat voru synir Símeí.

22Jíspan, Eber, Elíel, 23Abdón, Síkrí, Hanan, 24Hananja, Elam, Antótía, 25Jífdeja og Penúel voru synir Sasaks.

26Samseraí, Seharja, Atalja, 27Jaaresja, Elía og Síkrí voru synir Jeróhams.

28Þessir voru ætthöfðingjar í ættum sínum, höfðingjar. Þeir bjuggu í Jerúsalem.

29Í Gíbeon bjuggu: Jegúel, faðir að Gíbeon, og kona hans hét Maaka. 30Frumgetinn sonur hans var Abdón, þá Súr, Kís, Baal, Ner, Nadab, 31Gedór, Ahjó og Seker. 32En Míklót gat Símea. Einnig þeir bjuggu andspænis bræðrum sínum, hjá bræðrum sínum í Jerúsalem.


Niðjar Sáls konungs

33Ner gat Kís, og Kís gat Sál, og Sál gat Jónatan, Malkísúa, Abínadab og Esbaal. 34Og sonur Jónatans var Meríbaal, og Meríbaal gat Míka, 35og synir Míka voru: Píton, Melek, Tarea og Akas. 36En Akas gat Jóadda, Jóadda gat Alemet, Asmavet og Simrí. Simrí gat Mósa, 37Mósa gat Bínea, hans son var Rafa, hans son Eleasa, hans son Asel. 38En Asel átti sex sonu. Þeir hétu: Asríkam, Bokrú, Ísmael, Searja, Óbadía og Hanan. Allir þessir voru synir Asels.

39Synir Eseks bróður hans voru: Úlam, frumgetningurinn, annar Jeús, þriðji Elífelet. 40Og synir Úlams voru kappar miklir, bogmenn góðir og áttu marga sonu og sonasonu, hundrað og fimmtíu alls. Allir þessir heyra til Benjamínssona.


Skrá um Jerúsalembúa

9
1Allir Ísraelsmenn voru skráðir í ættartölur. Eru þeir ritaðir í bók Ísraelskonunga. Og Júdamenn voru herleiddir til Babel sakir ótrúmennsku þeirra. 2En hinir fyrri íbúar, er voru í landeign þeirra og borgum, voru Ísraelsmenn, prestarnir, levítarnir og musterisþjónarnir.

3Og í Jerúsalem bjuggu menn af Júdasonum, Benjamínssonum, Efraímssonum og Manassesonum: 4Útaí Ammíhúdsson, Omrísonar, Imrísonar, Banísonar, er var af niðjum Peres, sonar Júda. 5Og af Sílónítum: Asaja, frumgetningurinn og synir hans. 6Og af niðjum Sera: Jegúel. Og bræður þeirra voru sex hundruð og níutíu alls.

7Af Benjamínítum: Sallúm Mesúllamsson, Hódavjasonar, Hassenúasonar, 8enn fremur Jíbneja Jeróhamsson, Ela Ússíson, Míkrísonar, Mésúllam Sefatjason, Regúelssonar, Jíbnejasonar, 9og bræður þeirra eftir ættum þeirra, níu hundruð fimmtíu og sex alls. Allir þessir menn voru ætthöfðingjar í ættum sínum.

10Af prestunum: Jedaja, Jójaríb, Jakín 11og Asarja Hilkíason, Mesúllamssonar, Sadókssonar, Merajótssonar, Ahítúbssonar, höfuðsmaður yfir musteri Guðs. 12Enn fremur Adaja Jeróhamsson, Pashúrssonar, Malkíasonar, og Maesí Adíelsson, Jahserasonar, Mesúllamssonar, Mesillemítssonar, Immerssonar. 13Og bræður þeirra, ætthöfðingjar, voru alls eitt þúsund, sjö hundruð og sextíu, dugandi menn til þess að gegna þjónustu við musteri Guðs.

14Af levítunum: Semaja Hassúbsson, Asríkamssonar, Hasabjasonar, af Meraríniðjum. 15Enn fremur Bakbakkar, Heres, Galal, Mattanja Míkason, Síkrísonar, Asafssonar, 16og Óbadía Semajason, Galalssonar, Jedútúnssonar og Berekía Asason, Elkanasonar, er bjó í þorpum Netófatíta.

17Hliðverðirnir: Sallúm, Akkúb, Talmon og Ahíman og bræður þeirra. Var Sallúm æðstur, 18og gætir hann enn konungshliðsins gegnt austri. Þetta eru hliðverðirnir í hópi levíta. 19En Sallúm Kóreson, Ebjasafssonar, Kórasonar, og bræður hans, er voru af ætt hans, Kóraítarnir, höfðu þjónustu á hendi, þar sem þeir gættu þröskulda tjaldsins. Höfðu feður þeirra gætt dyranna í herbúðum Drottins, 20og var Pínehas Eleasarsson forðum höfðingi þeirra. Drottinn sé með honum! 21En Sakaría Meselemjason gætti dyra samfundatjalds-búðarinnar. 22Alls voru þessir, er teknir voru til þess að vera dyraverðir, tvö hundruð og tólf. Voru þeir skráðir í ættartölur í þorpum sínum - höfðu þeir Davíð og Samúel, sjáandinn, skipað þá í embætti þeirra -, 23voru þeir og synir þeirra við hliðin á húsi Drottins, tjaldbúðinni, til þess að gæta þeirra. 24Stóðu hliðverðirnir gegnt hinum fjórum áttum, gegnt austri, vestri, norðri og suðri. 25En bræður þeirra, er bjuggu í þorpum sínum, áttu að koma inn við og við, sjö daga í senn, til þess að aðstoða þá, 26því að þeir, fjórir yfirhliðverðirnir, höfðu stöðugt starf á hendi. Þetta eru levítarnir.

Þeir höfðu og umsjón með herbergjum og fjársjóðum Guðs húss, 27og héldu til um nætur umhverfis musteri Guðs, því að þeir áttu að halda vörð, og á hverjum morgni áttu þeir að ljúka upp. 28Og nokkrir þeirra áttu að sjá um þjónustuáhöldin. Skyldu þeir telja þau, er þeir báru þau út og inn. 29Og nokkrir skyldu sjá um áhöldin, og það öll hin helgu áhöld, og hveitimjölið, vínið og olíuna, reykelsið og kryddjurtirnar, 30og nokkrir af sonum prestanna skyldu gjöra smyrsl af kryddjurtunum, 31en Mattitja, einum af levítum, frumgetningi Sallúms Kóraíta, var falinn pönnubaksturinn. 32Og nokkrir af Kahatítum, bræðrum þeirra, skyldu sjá um raðsettu brauðin og leggja þau fram á hverjum hvíldardegi.

33Söngvararnir, ætthöfðingjar levíta, búa í herbergjunum, lausir við önnur störf, því að þeir hafa starfs að gæta dag og nótt. 34Þessir eru ætthöfðingjar levíta eftir ættum þeirra, höfðingjar. Þeir bjuggu í Jerúsalem.


Ætt Sáls konungs

35Í Gíbeon bjuggu: Jeíel, faðir að Gíbeon, og kona hans hét Maaka. 36Og frumgetinn sonur hans var Abdón, þá Súr, Kís, Baal, Ner, Nadab, 37Gedór, Ahjó, Sakaría og Miklót. 38En Miklót gat Símeam. Einnig þeir bjuggu andspænis bræðrum sínum, hjá bræðrum sínum í Jerúsalem.

39Ner gat Kís og Kís gat Sál, og Sál gat Jónatan, Malkísúa, Abínadab og Esbaal. 40Og sonur Jónatans var Meríbaal, og Meríbaal gat Míka. 41Og synir Míka voru: Píton, Melek, Tahrea og Akas. 42En Akas gat Jaera, Jaera gat Alemet, Asmavet og Simrí, en Simrí gat Mósa, 43Mósa gat Bínea. Hans son var Refaja, hans son Eleasa, hans son Asel. 44En Asel átti sex sonu. Þeir hétu: Asríkam, Bokrú, Ísmael, Searja, Óbadía, Hanan. Þessir eru synir Asels.


Dauði Sáls

10
1Filistar höfðu lagt til orustu við Ísrael. Höfðu Ísraelsmenn flúið fyrir Filistum, og lágu margir fallnir á Gilbóafjalli. 2Og Filistar eltu Sál og sonu hans og felldu Jónatan, Abínadab og Malkísúa, sonu Sáls. 3Var nú gjörð hörð atlaga að Sál, og höfðu bogmenn komið auga á hann. Varð hann þá hræddur við bogmennina. 4Þá sagði Sál við skjaldsvein sinn: "Bregð þú sverði þínu og legg mig í gegn með því, svo að óumskornir menn þessir komi ekki og fari háðulega með mig." En skjaldsveinninn vildi ekki gjöra það, því að hann var mjög hræddur. Þá tók Sál sverðið og lét fallast á það. 5Og er skjaldsveinninn sá, að Sál var dauður, þá lét hann og fallast á sverð sitt og dó. 6Þannig létu þeir líf sitt, Sál, synir hans þrír og allir ættmenn hans. Létu þeir lífið saman.

7Þegar allir Ísraelsmenn þeir er á sléttlendinu bjuggu, sáu, að Ísraelsmenn voru flúnir, og Sál og synir hans fallnir, þá yfirgáfu þeir borgir sínar og lögðu á flótta. Og Filistar komu og settust að í þeim.

8Daginn eftir komu Filistar að ræna valinn. Fundu þeir þá Sál og sonu hans þrjá fallna á Gilbóafjalli. 9Flettu þeir hann klæðum og tóku höfuð hans og herklæði og gjörðu sendimenn um allt Filistaland til þess að flytja skurðgoðum sínum og lýðnum gleðitíðindin. 10Og þeir lögðu vopn hans í hof guðs síns, en hauskúpu hans festu þeir upp í hofi Dagóns.

11Þegar allir þeir, er bjuggu í Jabes í Gíleað, fréttu allt það, er Filistar höfðu gjört við Sál, 12þá tóku sig til allir vopnfærir menn, tóku lík Sáls og lík sona hans og fluttu þau til Jabes. Síðan jörðuðu þeir bein þeirra undir eikinni í Jabes og föstuðu í sjö daga.

13Þannig lét Sál líf sitt sakir ótrúmennsku sinnar við Drottin, sakir þess að hann eigi varðveitti boð Drottins, og einnig sakir þess, að hann hafði gengið til frétta við vofu, 14en við Drottin hafði hann eigi gengið til frétta. Hann lét hann þess vegna deyja, en konungdóminn hverfa undir Davíð Ísaíson.


Ísraelsmenn taka Davíð til konungs

11
1Þá söfnuðust allir Ísraelsmenn til Davíðs í Hebron og sögðu: "Sjá, vér erum hold þitt og bein! 2Þegar um langa hríð, meðan Sál var konungur, hefir þú verið fyrir Ísrael, bæði þegar hann lagði af stað í stríð og þegar hann kom heim. Auk þess hefir Drottinn, Guð þinn, við þig sagt: ,Þú skalt vera hirðir þjóðar minnar Ísraels, og þú skalt vera höfðingi yfir þjóð minni Ísrael!'"

3Þá komu allir öldungar Ísraels til konungsins í Hebron, og Davíð gjörði við þá sáttmála í Hebron, frammi fyrir augliti Drottins, og þeir smurðu Davíð til konungs yfir Ísrael eftir orði Drottins fyrir munn Samúels.


Davíð tekur Jerúsalem

4Og Davíð og allur Ísrael fór til Jerúsalem, það er Jebús, og þar voru Jebúsítar landsbúar. 5Þá sögðu Jebúsbúar við Davíð: "Þú munt eigi komast hér inn!" En Davíð tók vígið Síon, það er Davíðsborg. 6Þá mælti Davíð: "Hver sá, er fyrstur vinnur sigur á Jebúsítum, skal verða höfuðsmaður og herforingi!" Gekk þá fyrstur upp Jóab Serújuson og varð höfuðsmaður.

7Því næst settist Davíð að í víginu, fyrir því nefndu menn það Davíðsborg. 8Og hann víggirti borgina allt í kring, frá Milló og alla leið umhverfis, en aðra hluta borgarinnar hressti Jóab við.

9Og Davíð efldist meir og meir, og Drottinn allsherjar var með honum.


Skrá um hermenn Davíðs

10Þessir eru helstir kappar Davíðs, er öfluglega studdu hann til konungstignar, ásamt öllum Ísrael, til þess að gjöra hann að konungi samkvæmt boði Drottins til Ísraels. 11Og þetta er talan á köppum Davíðs: Jasóbeam Hakmóníson, höfðingi þeirra þriggja. Hann veifaði spjóti sínu yfir þrjú hundruð vegnum í einu.

12Honum næstur er Eleasar Dódóson, Ahóhíti. Hann var meðal kappanna þriggja. 13Hann var með Davíð í Pas Dammím, en Filistar höfðu safnast þar saman til orustu. En þar var akurspilda, alsprottin byggi. En er fólkið flýði fyrir Filistum, 14námu þeir staðar í spildunni miðri, náðu henni og unnu sigur á Filistum. Veitti Drottinn þannig mikinn sigur.

15Einu sinni fóru þrír af höfðingjunum þrjátíu til Davíðs í hamrinum, í Adúllamvíginu, en her Filista lá í herbúðum í Refaímdal. 16Þá var Davíð í víginu, en varðsveit Filista var þá í Betlehem. 17Þá þyrsti Davíð og sagði: "Hver vill sækja mér vatn í brunninn í Betlehem, sem er þar við hliðið?" 18Þá brutust þeir þrír gegnum herbúðir Filista, jusu vatn úr brunninum í Betlehem, sem er þar við hliðið, tóku það og færðu Davíð. En Davíð vildi ekki drekka það, heldur dreypti því Drottni til handa 19og mælti: "Guð minn láti það vera fjarri mér að gjöra slíkt. Ætti ég að drekka blóð þessara manna, er hættu lífi sínu, því að með því að hætta lífi sínu sóttu þeir það." Og hann vildi ekki drekka það.

Þetta gjörðu kapparnir þrír.

20Abísaí, bróðir Jóabs, var fyrir þeim þrjátíu. Hann veifaði spjóti sínu yfir þrjú hundruð vegnum og var frægur meðal þeirra þrjátíu. 21Af þeim þrjátíu var hann í heiðri hafður og var foringi þeirra, en til jafns við þá þrjá komst hann ekki.

22Benaja Jójadason, hraustmenni, frægur fyrir afreksverk sín, var frá Kabseel. Hann drap báða sonu Aríels frá Móab. Hann sté ofan í brunn og drap þar ljón einn dag, er snjóað hafði. 23Hann drap og egypskan mann tröllaukinn, fimm álna háan. Egyptinn hafði spjót í hendi, digurt sem vefjarrif, en hann fór á móti honum með staf, reif spjótið úr hendi Egyptans og drap hann með hans eigin spjóti. 24Þetta gjörði Benaja Jójadason. Hann var frægur meðal kappanna þrjátíu. 25Af þeim þrjátíu var hann í heiðri hafður, en til jafns við þá þrjá komst hann ekki. Davíð setti hann yfir lífvörð sinn.

26Og hraustu kapparnir voru: Asahel, bróðir Jóabs, Elhanan Dódóson frá Betlehem, 27Sammót frá Harór, Heles frá Palon, 28Íra Íkkesson frá Tekóa, Abíeser frá Anatót, 29Sibbekaí frá Húsa, Ílaí frá Ahó, 30Maharaí frá Netófa, Heled Baanason frá Netófa, 31Íttaí Ríbaíson frá Gíbeu í Benjamíns ættkvísl, Benaja frá Píraton, 32Húraí frá Nahale Gaas, Abíel frá Araba, 33Asmavet frá Bahúrím, Eljahba frá Saalbón, 34Hasem frá Gíson, Jónatan Sageson frá Harar, 35Ahíam Sakarsson frá Harar, Elífal Úrsson, 36Hefer frá Mekera, Ahía frá Palon, 37Hesró frá Karmel, Naaraí Esbaíson, 38Jóel, bróðir Natans, Míbhar Hagríson, 39Selek Ammóníti, Nahraí frá Beerót, skjaldsveinn Jóabs Serújusonar, 40Íra frá Jattír, Gareb frá Jattír, 41Úría Hetíti, Sabad Ahlaíson, 42Adína Sísason, niðji Rúbens, höfðingi Rúbensniðja, og þrjátíu manns með honum, 43Hanan Maakason og Jósafat frá Meten, 44Ússía frá Astera, Sama og Jeíel Hótamssynir frá Aróer, 45Jedíael Simríson og Jóha Tísíti, bróðir hans, 46Elíel frá Mahanaím og Jeríbaí og Jósavja Elnaamssynir og Jítma Móabíti, 47Elíel, Óbeð og Jaasíel frá Mesóbaja.


Stríðsmenn Davíðs í Siklag

12
1Þessir eru þeir, er komu til Davíðs í Siklag, er hann var landflótta fyrir Sál Kíssyni. Voru og þeir meðal kappanna, er veittu honum vígsgengi. 2Höfðu þeir boga að vopni og voru leiknir að slöngva steinum með hægri og vinstri hendi og að skjóta örvum af boga:

Af frændum Sáls, af Benjamínítum: 3Ahíeser höfuðsmaður og Jóas, Hassemaasynir frá Gíbeu, Jesíel og Pelet Asmavetssynir, Beraka og Jehú frá Anatót, 4Jismaja frá Gíbeon, kappi meðal þeirra þrjátíu og foringi þeirra þrjátíu, Jeremía, Jehasíel, Jóhanan og Jósabad frá Gedera, 5Elúsaí, Jerímót, Bealja, Semarja og Sefatja frá Haríf, 6Elkana, Jissía, Asareel, Jóeser og Jasóbeam Kóraítar, 7Jóela og Sebadja Jeróhamssynir frá Gedór.

8Af Gaðítum gengu kappar miklir, hermenn, búnir til bardaga, er skjöld báru og spjót, í lið með Davíð í fjallvíginu í eyðimörkinni. Voru þeir ásýndum sem ljón og fráir sem skógargeitur á fjöllum. 9Var Eser höfðingi þeirra, annar var Óbadía, þriðji Elíab, 10fjórði Mismanna, fimmti Jeremía, 11sjötti Attaí, sjöundi Elíel, 12áttundi Jóhanan, níundi Elsabad, 13tíundi Jeremía, ellefti Makbannaí. 14Þessir voru af niðjum Gaðs, og voru þeir hershöfðingjar. Var hinn minnsti þeirra einn saman hundrað manna maki, en hinn mesti þúsund. 15Þessir voru þeir, er fóru yfir Jórdan í fyrsta mánuðinum, er hún flóði yfir alla bakka, og stökktu burt öllum dalbyggjum til austurs og vesturs.

16En nokkrir af Benjamíns- og Júdaniðjum komu til Davíðs í fjallvígið. 17Gekk Davíð þá út til þeirra, tók til máls og sagði við þá: "Ef þér komið til mín með friði til þess að veita mér lið, þá vil ég fúslega gjöra bandalag við yður, en ef þér komið til að svíkja mig í hendur óvinum mínum, þótt ég hafi ekkert illt aðhafst, þá sjái Guð feðra vorra það og hegni." 18Þá kom andi yfir Amasaí, höfðingja fyrir hinum þrjátíu, og mælti hann:

"Þínir erum vér, Davíð, og með þér, þú Ísaísonur.

Heill, heill sé þér, og heill liðsmönnum þínum, því að Guð þinn hjálpar þér."

Tók þá Davíð við þeim og gjörði þá að foringjum fyrir sveit sinni.

19Af Manasse gengu í lið með Davíð, þá er hann fór með Filistum til bardaga við Sál - þó liðsinntu þeir þeim ekki, því að höfðingjar Filista réðu ráðum sínum, sendu hann burt og sögðu: "Hann kynni að ganga í lið með Sál, herra sínum, og gæti það orðið vor bani" - 20þegar hann kom til Siklag, þá gengu í lið með honum af Manasse: Adna, Jósabad, Jedíael, Míkael, Jósabad, Elíhú og Silletaí, þúsundhöfðingjar Manasse. 21Veittu þessir Davíð lið gegn ræningjaflokkum, því að allir voru þeir kappar miklir, og urðu þeir foringjar í hernum. 22Því að dag frá degi komu menn til liðs við Davíð, uns herinn var mikill orðinn sem guðsher.


Stríðsmenn Davíðs í Hebron

23Þetta er manntal á höfðingjum þeirra hertygjaðra manna, er komu til Davíðs í Hebron til þess að fá honum í hendur konungdóm Sáls eftir boði Drottins:

24Júdamenn, er skjöld báru og spjót, voru 6.800 herbúinna manna. 25Af Símeonsniðjum 7.100 hraustir hermenn. 26Af Levíniðjum: 4.600 27og auk þess Jójada, höfðingi Aronsættar, og 3.700 manns með honum. 28Og Sadók, ungur maður, hinn mesti kappi. Voru 22 herforingjar í ætt hans. 29Af Benjamínsniðjum, frændum Sáls, voru 3.000, en allt til þessa héldu flestir þeirra trúnað við ætt Sáls. 30Af Efraímsniðjum 20.800 nafnkunnra manna í ættum sínum. 31Af hálfri Manassekynkvísl 18.000 manna, er nafngreindir voru til þess að fara og taka Davíð til konungs. 32Af Íssakarsniðjum, er báru skyn á tíðir og tíma, svo að þeir vissu, hvað Ísrael skyldi hafast að, 200 höfðingjar, og lutu allir frændur þeirra boði þeirra. 33Af Sebúlon gengu í herinn 50.000 vígra manna, er höfðu alls konar hervopn, allir með einum huga til þess að hjálpa. 34Af Naftalí fóru þúsund höfðingjar og með þeim 37.000 manna, er skjöld báru og spjót. 35Af Dansniðjum 28.600 manna, er búnir voru til bardaga. 36Af Asser gengu í herinn 40.000 vígra manna. 37Af þeim hinumegin Jórdanar, af Rúbensniðjum, Gaðsniðjum og hálfri ættkvísl Manasse: 120.000 manna, með alls konar vopn til hernaðar.

38Allir þessir hermenn, er skipaðir voru í fylkingu, komu samhuga til Hebron til þess að taka Davíð til konungs yfir allan Ísrael. Voru og allir aðrir Ísraelsmenn samhuga í því að taka Davíð til konungs. 39Og þeir dvöldust þar þrjá daga hjá Davíð og neyttu matar og drykkjar, því að frændur þeirra höfðu búið þeim beina. 40Auk þess færðu þeir, er bjuggu í nágrenni við þá, allt að Íssakar, Sebúlon og Naftalí, vistir á ösnum, úlföldum, múlum og nautum, mjölmat, fíkjukökur, rúsínukökur, vín, olíu og naut og sauði í ríkum mæli, því að gleði var í Ísrael.


Sáttmálsörkin flutt

13
1Davíð ráðgaðist um við þúsundhöfðingjana og við hundraðshöfðingjana, við alla höfðingjana. 2Og Davíð mælti við Ísraelssöfnuð: "Ef yður líkar svo, og virðist það vera komið frá Drottni, Guði vorum, þá skulum vér senda til frænda vorra, sem eftir eru orðnir í öllum héruðum Ísraels, svo og til prestanna og levítanna í borgunum með beitilöndunum, er að þeim liggja, og skulu þeir safnast til vor. 3Skulum vér sækja örk Guðs vors, því að á dögum Sáls höfum vér ekki spurt um hana." 4Svaraði þá allur söfnuður, að svo skyldi gjöra, því að öllum lýðnum leist þetta rétt vera. 5Kallaði þá Davíð saman allan Ísrael, frá Síhór í Egyptalandi, allt þar til, er leið liggur til Hamat, til þess að flytja örk Guðs frá Kirjat Jearím.

6Og Davíð og allur Ísrael fór til Baala, til Kirjat Jearím, sem er í Júda, til þess að flytja þaðan örk Guðs, sem kennd er við nafn Drottins, hans, sem situr uppi yfir kerúbunum. 7Og þeir óku örk Drottins á nýjum vagni úr húsi Abínadabs, og stýrðu þeir Ússa og Ahjó vagninum. 8Og Davíð og allur Ísrael dansaði fyrir Guði af öllum mætti, með söng, gígjum, hörpum, bumbum, skálabumbum og lúðrum.

9En er komið var að þreskivelli Kídons, rétti Ússa út höndina til þess að grípa í örkina, því að slakað hafði verið á taumhaldinu við akneytin. 10Þá upptendraðist reiði Drottins gegn Ússa, og hann laust hann þar, af því að hann hafði gripið hendi sinni í örkina, og dó hann þar fyrir augliti Guðs. 11En Davíð féll það þungt, að Drottinn hafði lostið Ússa svo hart, og hefir þessi staður verið nefndur Peres Ússa allt fram á þennan dag.

12Davíð varð hræddur við Guð á þeim degi og sagði: "Hvernig má ég þá flytja örk Guðs til mín?"

13Og Davíð flutti ekki örkina til sín í Davíðsborg, heldur sneri hann með hana til húss Óbeð Edóms í Gat. 14Og örk Guðs var þrjá mánuði í húsi Óbeð Edóms, í húsi hans, og Drottinn blessaði hús Óbeð Edóms og allt það, er hans var.


Davíð í Jerúsalem

14
1Híram, konungur í Týrus, gjörði menn á fund Davíðs og sendi honum sedrustré, steinhöggvara og trésmiði til þess að reisa höll handa honum. 2Davíð kannaðist þá við, að Drottinn hefði staðfest konungdóm hans yfir Ísrael, að konungdómur sinn væri hátt upp hafinn fyrir sakir þjóðar hans, Ísraels.

3Davíð tók sér enn konur í Jerúsalem, og Davíð gat enn sonu og dætur. 4Þetta eru nöfn þeirra sona, sem hann eignaðist í Jerúsalem: Sammúa, Sóbab, Natan, Salómon, 5Jíbhar, Elísúa, Elpelet, 6Nóga, Nefeg, Jafía, 7Elísama, Beeljada og Elífelet.


Davíð sigrar Filista

8Þegar Filistar heyrðu, að Davíð væri smurður til konungs yfir allan Ísrael, lögðu allir Filistar af stað að leita Davíðs. Og er Davíð frétti það, fór hann í móti þeim. 9Og Filistar komu og dreifðu sér um Refaímdal. 10Þá gekk Davíð til frétta við Guð og sagði: "Á ég að fara móti Filistum? Munt þú gefa þá í hendur mér?"

Drottinn svaraði honum: "Far þú, ég mun gefa þá í hendur þér."

11Héldu þeir þá til Baal Perasím. Og Davíð vann þar sigur á þeim, og Davíð sagði: "Guð hefir látið mig skola burt óvinum mínum, eins og þegar vatn ryður sér rás." Fyrir því var sá staður nefndur Baal Perasím. 12En þeir létu þar eftir guði sína, og voru þeir brenndir á báli að boði Davíðs.

13Filistar komu aftur og dreifðu sér um dalinn. 14Þá gekk Davíð enn til frétta við Guð, og Guð svaraði honum: "Far þú eigi í móti þeim. Far þú í bug og kom að baki þeim og ráð á þá fram undan bakatrjánum. 15Og þegar þú heyrir þyt af ferð í krónum bakatrjánna, þá skalt þú leggja til orustu, því að þá fer Guð fyrir þér til þess að ljósta her Filista." 16Og Davíð gjörði eins og Guð bauð honum og vann sigur á her Filista frá Gíbeon til Geser.

17Og frægð Davíðs barst um öll lönd, og Drottinn lét ótta við hann koma yfir allar þjóðir.


Sáttmálsörkin flutt til Jerúsalem

15
1Davíð byggði hús handa sér í Davíðsborg, og hann bjó stað handa örk Guðs og reisti tjald fyrir hana. 2Þá sagði Davíð: "Enginn má bera örk Guðs nema levítarnir, því að þá hefir Drottinn valið til þess að bera örk Guðs og til þess að þjóna sér að eilífu." 3Síðan stefndi Davíð öllum Ísrael saman til Jerúsalem til þess að flytja örk Drottins á sinn stað, þann er hann hafði búið handa henni.

4Og Davíð stefndi saman niðjum Arons og levítunum:

5Af Kahatsniðjum: Úríel, er var þeirra helstur, og frændum hans, hundrað og tuttugu alls.

6Af Meraríniðjum: Asaja, er var þeirra helstur, og frændum hans, tvö hundruð og tuttugu alls.

7Af Gersómsniðjum: Jóel, er var þeirra helstur, og frændum hans, hundrað og þrjátíu alls.

8Af Elísafansniðjum: Semaja, er var þeirra helstur, og frændum hans, tvö hundruð alls.

9Af Hebronsniðjum: Elíel, er var þeirra helstur, og frændum hans, áttatíu alls.

10Af Ússíelsniðjum: Ammínadab, er var þeirra helstur, og frændum hans, hundrað og tólf alls.

11Síðan kallaði Davíð á Sadók og Abjatar presta og Úríel, Asaja, Jóel, Semaja, Elíel og Ammínadab levíta, 12og mælti við þá: "Þér eruð ætthöfðingjar levíta. Helgið yður og frændur yðar og flytjið örk Drottins, Ísraels Guðs, á þann stað, er ég hefi búið handa henni. 13Af því að þér voruð eigi við hið fyrra skipti, hefir Drottinn Guð vor lostið oss, af því að vér leituðum hans eigi svo sem vera bar."

14Þá helguðu prestarnir og levítarnir sig til þess að flytja örk Drottins, Ísraels Guðs, upp eftir. 15Síðan báru niðjar levíta örk Guðs, eins og Móse hafði fyrirskipað eftir boði Drottins, á stöngum á herðum sér.

16Því næst bauð Davíð höfðingjum levíta að setja frændur þeirra, söngmennina, með hljóðfærum þeirra, hörpum, gígjum og skálabumbum, til þess að þeir skyldu láta fagnaðarglaum kveða við. 17Settu levítar til þess Heman Jóelsson, og af frændum hans Asaf Berekíason, og af Meraríniðjum, frændum sínum, Etan Kúsajason, 18og með þeim frændur þeirra af öðrum flokki: Sakaría Jaasíelsson, Semíramót, Jehíel, Únní, Elíat, Benaja, Maaseja, Mattitja, Elífelehú, Mikneja, Óbeð Edóm og Jeíel hliðverði. 19Auk þess söngvarana Heman, Asaf og Etan með skálabumbum úr eiri, til þess að syngja hátt, 20og Sakaría, Asíel, Semíramót, Jehíel, Únní, Elíat, Maaseja og Benaja með hörpur, til þess að syngja háu raddirnar, 21og Mattitja, Elífelehú, Mikneja, Óbeð Edóm, Jeíel og Asaja með gígjur, til þess að syngja lægri raddirnar.

22Kenanja, er var helstur levítanna við arkarburðinn, sá um arkarburðinn, því að hann bar skyn á það.

23Berekía og Elkana voru hliðverðir arkarinnar.

24Sebanja, Jósafat, Netaneel, Amasaí, Sakaría, Benaja og Elíeser prestar þeyttu lúðra frammi fyrir örk Guðs, og Óbeð Edóm og Jehía voru hliðverðir arkarinnar.

25Davíð og öldungar Ísraels og þúsundhöfðingjarnir fóru til þess að flytja sáttmálsörk Drottins með fögnuði úr húsi Óbeð Edóms. 26Og er Guð hjálpaði levítunum, er báru sáttmálsörk Drottins, fórnuðu þeir sjö nautum og sjö hrútum. 27Og Davíð var klæddur baðmullarkyrtli, svo og allir levítarnir, er örkina báru, og söngmennirnir og Kenanja, burðarstjóri, æðstur söngmannanna, en Davíð bar línhökul. 28Og allur Ísrael flutti sáttmálsörk Drottins upp eftir með fagnaðarópi og lúðurhljómi, með lúðrum og skálabumbum, og létu hljóma hörpur og gígjur.

29En er sáttmálsörk Drottins kom í Davíðsborg, leit Míkal, dóttir Sáls, út um gluggann. Og er hún sá Davíð konung vera að hoppa og dansa, fyrirleit hún hann í hjarta sínu.


16
1Og þeir fluttu örk Guðs inn og settu hana í tjaldið, sem Davíð hafði reisa látið yfir hana, og þeir færðu brennifórnir og heillafórnir. 2Og er Davíð hafði fært brennifórnina og heillafórnirnar, blessaði hann lýðinn í nafni Drottins 3og úthlutaði öllum Ísraelsmönnum, körlum sem konum, sinn brauðhleifinn hverjum, kjötstykki og rúsínuköku.


Levítar syngja frammi fyrir örkinni

4Davíð setti menn af levítum til þess að gegna þjónustu frammi fyrir örk Drottins og til þess að tigna, lofa og vegsama Drottin, Guð Ísraels. 5Var Asaf helstur þeirra og honum næstur gekk Sakaría, þá Jeíel, Semíramót, Jehíel, Mattitja, Elíab, Benaja, Óbeð Edóm og Jeíel með hljóðfærum, hörpum og gígjum, en Asaf lét skálabumburnar kveða við, 6og Benaja og Jehasíel prestar þeyttu stöðugt lúðrana frammi fyrir sáttmálsörk Guðs.

7Á þeim degi fól Davíð í fyrsta sinni Asaf og frændum hans að syngja "Lofið Drottin."

8 Lofið Drottin, ákallið nafn hans,
gjörið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna!
9 Syngið fyrir honum, leikið fyrir honum,
talið um öll hans dásemdarverk.
10 Hrósið yður af hans helga nafni,
hjarta þeirra, er leita Drottins, gleðjist.
11 Leitið Drottins og máttar hans,
stundið sífellt eftir augliti hans.
12 Minnist dásemdarverka hans, þeirra er hann gjörði,
tákna hans og refsidóma munns hans,
13 þér niðjar Ísraels, þjónar hans,
þér synir Jakobs, hans útvöldu.
14 Hann er Drottinn, Guð vor,
um víða veröld ganga dómar hans.
15 Hann minnist að eilífu sáttmála síns,
orðs þess, er hann hefir gefið þúsundum kynslóða,
16 sáttmálans, er hann gjörði við Abraham,
og eiðs síns við Ísak,
17 þess er hann setti sem lög fyrir Jakob,
eilífan sáttmála fyrir Ísrael,
18 þá er hann mælti: "Þér mun ég gefa Kanaanland
sem erfðahlut þinn."

19 Þegar þeir voru fámennur hópur,
örfáir, og bjuggu þar sem útlendingar,
20 og fóru frá einni þjóð til annarrar,
og frá einu konungsríki til annars lýðs,
21 leið hann engum að kúga þá
og hegndi konungum þeirra vegna.
22"Snertið eigi við mínum smurðu,
og gjörið eigi spámönnum mínum mein."

23 Syngið Drottni, öll lönd,
kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.
24 Segið frá dýrð hans meðal heiðingjanna,
frá dásemdarverkum hans meðal allra þjóða.
25 Því að mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur,
og óttalegur er hann öllum guðum framar.
26 Því að allir guðir þjóðanna eru falsguðir,
en Drottinn hefir gjört himininn.
27 Heiður og vegsemd eru fyrir augliti hans,
máttur og fögnuður í bústað hans.

28 Tjáið Drottni, þér þjóðakynkvíslir,
tjáið Drottni vegsemd og vald.
29 Tjáið Drottni dýrð þá, er nafni hans hæfir,
færið gjafir og komið fram fyrir hann.
Fallið fram fyrir Drottni í helgum skrúða,
30 titrið fyrir honum, öll lönd.
Hann hefir fest jörðina, svo að hún bifast ekki.
31 Himinninn gleðjist og jörðin fagni,
menn segi meðal heiðingjanna: "Drottinn hefir tekið konungdóm!"
32 Hafið drynji og allt, sem í því er,
foldin fagni og allt, sem á henni er.
33 Öll tré skógarins kveði fagnaðarópi
fyrir Drottni, því að hann kemur til þess að dæma jörðina.
34 Þakkið Drottni, því að hann er góður,
því að miskunn hans varir að eilífu!
35 og segið: "Hjálpa þú oss, Guð hjálpræðis vors.
Safna þú oss saman og frelsa þú oss frá heiðingjunum,
að vér megum lofa þitt heilaga nafn,
víðfrægja lofstír þinn."
36 Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð
frá eilífð til eilífðar.

Og allur lýður sagði: "Amen!" og "Lof sé Drottni!"


Þjónustan við örkina

37Og Davíð lét þá Asaf og frændur hans verða þar eftir frammi fyrir sáttmálsörk Drottins til þess að hafa stöðugt þjónustu á hendi frammi fyrir örkinni, eftir því sem á þurfti að halda dag hvern. 38En Óbeð Edóm og frændur þeirra, sextíu og átta, Óbeð Edóm Jedítúnsson og Hósa, skipaði hann hliðverði.

39Sadók prest og frændur hans, prestana, setti hann frammi fyrir bústað Drottins á hæðinni, sem er í Gíbeon, 40til þess stöðugt að færa Drottni brennifórnir á brennifórnaraltarinu, kvelds og morgna, og að fara með öllu svo, sem skrifað er í lögmáli Drottins, því er hann lagði fyrir Ísrael. 41Og með þeim voru þeir Heman, Jedútún og aðrir þeir er kjörnir voru, þeir er með nafni voru til þess kvaddir að lofa Drottin, því að miskunn hans varir að eilífu. 42Og með þeim voru þeir Heman og Jedútún með lúðra og skálabumbur handa söngmönnunum og hljóðfæri fyrir söng guðsþjónustunnar. En þeir Jedútúnssynir voru hliðverðir.

43Síðan fór allur lýðurinn burt, hver heim til sín, en Davíð hvarf aftur til þess að heilsa fólki sínu.


Fyrirheit um ævarandi konungdóm

17
1Svo bar til, þá er Davíð sat í höll sinni, að Davíð sagði við Natan spámann: "Sjá, ég bý í höll af sedrusviði, en sáttmálsörk Drottins undir tjalddúkum."

2Natan svaraði Davíð: "Gjör þú allt, sem þér er í hug, því að Guð er með þér."

3En hina sömu nótt kom orð Guðs til Natans: 4"Far þú og seg Davíð þjóni mínum: Svo segir Drottinn:

Eigi skalt þú reisa mér hús til að búa í. 5Ég hefi ekki búið í húsi síðan er ég leiddi Ísraelsmenn út, allt fram á þennan dag, heldur ferðaðist ég í tjaldi og búð. 6Alla þá stund, er ég hefi um farið meðal allra Ísraelsmanna, hefi ég þá sagt nokkurt orð í þá átt við nokkurn af dómurum Ísraels, þá er ég setti til að vera hirða lýðs míns: ,Hví reisið þér mér ekki hús af sedrusviði?' - 7Og nú skalt þú svo segja þjóni mínum Davíð: Svo segir Drottinn allsherjar: Ég tók þig úr haglendinu frá hjarðmennskunni og setti þig höfðingja yfir lýð minn Ísrael. 8Ég hefi verið með þér í öllu, sem þú hefir tekið þér fyrir hendur, og upprætt alla óvini þína fyrir þér. Ég mun gjöra nafn þitt sem nafn hinna mestu manna, sem á jörðinni eru, 9og fá lýð mínum Ísrael stað og gróðursetja hann þar, svo að hann geti búið á sínum stað og geti verið öruggur framvegis. Níðingar skulu eigi eyða honum framar eins og áður, 10frá því er ég setti dómara yfir lýð minn Ísrael, og ég mun lægja alla fjandmenn þína. Og ég boða þér, að Drottinn mun reisa þér hús. 11Þegar ævi þín er öll og þú gengur til feðra þinna, mun ég hefja afspring þinn eftir þig, einn af sonum þínum, og staðfesta konungdóm hans. 12Hann skal reisa mér hús og ég mun staðfesta hásæti hans að eilífu. 13Ég vil vera honum faðir og hann skal vera mér sonur, og miskunn mína mun ég ekki frá honum taka, eins og ég tók hana frá fyrirrennara þínum, 14heldur mun ég setja hann yfir hús mitt og ríki að eilífu, og hásæti hans skal vera óbifanlegt um aldur."

15Natan flutti Davíð öll þessi orð og sagði honum sýn þessa alla.


Bæn Davíðs

16Þá gekk Davíð konungur inn og settist niður frammi fyrir Drottni og mælti:

"Hver er ég, Drottinn Guð, og hvað er hús mitt, að þú skulir hafa leitt mig til þessa? 17Og það nægði þér ekki, Guð, heldur hefir þú fyrirheit gefið um hús þjóns þíns langt fram í aldir, og það meira að segja á mannlegan hátt, Drottinn Guð. 18En hvað má Davíð enn við þig mæla? Þú þekkir sjálfur þjón þinn. 19Drottinn, sakir þjóns þíns og að þínum vilja hefir þú gjört þetta, að boða þjóni þínum alla þessa miklu hluti. 20Drottinn, enginn er sem þú, og enginn er Guð nema þú, samkvæmt öllu því, er vér höfum heyrt með eyrum vorum. 21Og hvaða þjóð önnur á jörðinni jafnast við þjóð þína Ísrael, að Guð hafi farið og keypt sér hana að eignarlýð, aflað sér frægðar og gjört fyrir hana mikla hluti og hræðilega: stökkt burt undan lýð sínum annarri þjóð og guði hennar? 22Þú hefir gjört lýð þinn Ísrael að þínum lýð um aldur og ævi, og þú, Drottinn, gjörðist Guð þeirra.

23Og lát nú, Drottinn, fyrirheit það, er þú hefir gefið um þjón þinn og um hús hans, standa stöðugt um aldur og ævi, og gjör þú svo sem þú hefir heitið. 24Þá mun nafn þitt reynast traust og verða mikið að eilífu og hljóða svo: Drottinn allsherjar, Guð Ísraels, Ísraels Guð - og hús þjóns þíns Davíðs mun stöðugt standa fyrir þér. 25Því að þú, Guð minn, hefir birt þjóni þínum, að þú munir reisa honum hús. Fyrir því hafði þjónn þinn djörfung til að bera þessa bæn fram fyrir þig.

26Og nú, Drottinn, þú ert Guð, og þú hefir gefið þjóni þínum þetta dýrlega fyrirheit, 27virst þú nú að blessa hús þjóns þíns, svo að það sé til að eilífu fyrir þínu augliti. Því að það, sem þú, Drottinn, blessar, er blessað að eilífu."


Hernaður Davíðs gegn nágrannaþjóðum

18
1Eftir þetta vann Davíð sigur á Filistum og braut þá undir sig, og náði Gat og borgunum umhverfis hana úr höndum Filista.

2Hann vann og sigur á Móabítum, og þannig urðu Móabítar skattskyldir þegnar Davíðs.

3Davíð vann og sigur á Hadareser, konungi í Sóba, er liggur á leið til Hamat, þá er hann fór leiðangur til að festa ríki sitt við Efratfljót. 4Vann Davíð af honum þúsund vagna, sjö þúsund riddara og tuttugu þúsundir fótgönguliðs. Lét Davíð skera sundur hásinarnar á öllum stríðshestunum og hélt aðeins einu hundraði eftir.

5Þegar Sýrlendingar frá Damaskus komu til liðs við Hadareser, konung í Sóba, þá felldi Davíð tuttugu og tvö þúsund manns af Sýrlendingum. 6Og Davíð setti landstjóra á Sýrlandi, því er kennt er við Damaskus, og urðu Sýrlendingar skattskyldir þegnar Davíðs. Þannig veitti Drottinn Davíð sigur, hvert sem hann fór. 7Davíð tók og hina gullnu skjöldu, er þjónar Hadaresers höfðu borið, og flutti til Jerúsalem. 8Auk þess tók Davíð afar mikið af eiri í Teba og Kún, borgum Hadaresers. Af því gjörði Salómon eirhafið, súlurnar og eiráhöldin.

9Þegar Tóú, konungur í Hamat, frétti að Davíð hefði lagt að velli allan her Hadaresers, konungs í Sóba, 10þá sendi Tóú Hadóram son sinn á fund Davíðs konungs til þess að heilsa á hann og árna honum heilla, er hann hafði barist við Hadareser og unnið sigur á honum, því að Tóú átti í ófriði við Hadareser. Og með honum sendi hann alls konar gripi af gulli, silfri og eiri. 11Gripina helgaði Davíð konungur einnig Drottni, ásamt silfri því og gulli, er hann hafði haft á burt frá öllum þjóðum: frá Edóm, Móab, Ammónítum, Filistum og Amalek.

12Og Abísaí Serújuson vann sigur á Edómítum í Saltdalnum, átján þúsundum manns. 13Og hann setti landstjóra í Edóm, og allir Edómítar urðu þegnar Davíðs. En Drottinn veitti Davíð sigur, hvert sem hann fór.

14Og Davíð ríkti yfir öllum Ísrael og lét alla þjóð sína njóta laga og réttar.


Skrá um embættismenn Davíðs

15Jóab Serújuson var fyrir hernum og Jósafat Ahílúðsson var ríkisritari, 16Sadók Ahítúbsson og Abímelek Abjatarsson voru prestar og Savsa kanslari. 17Benaja Jójadason var fyrir Kretum og Pletum, og synir Davíðs voru hinir fyrstu við hönd konungi.


Ófriður við Ammóníta og Sýrlendinga

19
1Eftir þetta bar svo til, að Nahas Ammónítakonungur andaðist, og tók Hanún sonur hans ríki eftir hann. 2Þá sagði Davíð: "Ég vil sýna Hanún Nahassyni vináttu, því að faðir hans sýndi mér vináttu." Síðan sendi Davíð sendimenn til þess að hugga hann eftir föðurmissinn.

En er þjónar Davíðs komu í land Ammóníta til Hanúns til þess að hugga hann, 3þá sögðu höfðingjar Ammóníta við Hanún: "Hyggur þú að Davíð vilji heiðra föður þinn, er hann gjörir menn á þinn fund til að hugga þig? Munu ekki þjónar hans vera komnir á þinn fund til þess að njósna í borginni og til þess að eyðileggja og kanna landið?"

4Þá lét Hanún taka þjóna Davíðs og nauðraka þá og skera af þeim klæðin til hálfs, upp á þjóhnappa, og lét þá síðan fara. 5Fóru menn þá og sögðu Davíð af mönnunum, og sendi hann þá á móti þeim - því að mennirnir voru mjög svívirtir - og konungur lét segja þeim: "Verið í Jeríkó uns skegg yðar er vaxið, og komið síðan heim aftur."

6En er Ammónítar sáu, að þeir höfðu gjört sig illa þokkaða hjá Davíð, þá sendu þeir Hanún og Ammónítar þúsund talentur silfurs til þess að leigja sér vagna og riddara hjá Sýrlendingum í Mesópótamíu og hjá Sýrlendingum í Maaka og Sóba. 7Leigðu þeir sér síðan þrjátíu og tvö þúsund vagna og konunginn í Maaka og lið hans, komu þeir og settu herbúðir fyrir framan Medeba. Og Ammónítar söfnuðust saman úr borgum sínum og komu til bardagans. 8En er Davíð frétti það, sendi hann Jóab af stað með allan kappaherinn. 9Ammónítar fóru og út og fylktu liði sínu við borgarhliðið, en konungarnir, er komnir voru, stóðu úti á víðavangi einir sér.

10Þegar Jóab sá, að honum var búinn bardagi, bæði að baki og að framan, valdi hann úr öllu einvalaliði Ísraels og fylkti því á móti Sýrlendingum. 11Hitt liðið fékk hann Abísaí bróður sínum, og fylktu þeir því á móti Ammónítum. 12Og Jóab mælti: "Ef Sýrlendingar bera mig ofurliði, þá verður þú að hjálpa mér, en ef Ammónítar bera þig ofurliði, mun ég hjálpa þér. 13Vertu hughraustur og sýnum nú af oss karlmennsku fyrir þjóð vora og borgir Guðs vors, en Drottinn gjöri það sem honum þóknast."

14Síðan lagði Jóab og liðið, sem með honum var, til orustu við Sýrlendinga, og þeir flýðu fyrir honum. 15En er Ammónítar sáu, að Sýrlendingar flýðu fyrir Jóab, lögðu þeir og á flótta fyrir Abísaí bróður hans og leituðu inn í borgina. En Jóab fór til Jerúsalem.

16Þegar Sýrlendingar sáu, að þeir höfðu beðið ósigur fyrir Ísrael, þá sendu þeir menn og buðu út Sýrlendingum, sem voru hinumegin við Efrat, og Sófak, hershöfðingi Hadaresers, var fyrir þeim. 17Og er Davíð var sagt frá því, þá safnaði hann saman öllum Ísrael, fór yfir Jórdan og kom til Helam, og fylkti í móti þeim. Sýrlendingar fylktu liði sínu í móti Davíð og börðust við hann. 18En Sýrlendingar flýðu fyrir Ísrael, og Davíð felldi sjö þúsund vagnkappa og fjörutíu þúsund manns af fótgönguliði, og Sófak hershöfðingja drap hann. 19En er þjónar Hadaresers sáu, að þeir höfðu beðið ósigur fyrir Ísrael, sömdu þeir frið við Davíð og gjörðust lýðskyldir honum. Upp frá því vildu Sýrlendingar eigi veita Ammónítum lið.


Unnin Rabba

20
1Á næsta ári, um það leyti er konungar fara í hernað, hélt Jóab út með liðinu og herjaði land Ammóníta. Og hann kom og settist um Rabba, en Davíð dvaldist í Jerúsalem.

Og Jóab vann Rabba og braut hana. 2Og Davíð tók kórónu Milkóms af höfði honum og komst að raun um, að hún vó talentu gulls, og í henni var dýrindis steinn. Davíð setti hana á höfuð sér og flutti mjög mikið herfang burt úr borginni. 3Hann flutti og burt fólkið, sem þar var, og setti það við sagirnar, járnfleygana og axirnar, og svo fór Davíð með allar borgir Ammóníta. Síðan fór Davíð ásamt öllu liðinu aftur heim til Jerúsalem.


Ófriður við Filista

4Seinna tókst enn orusta hjá Geser við Filista. Þá drap Sibbekaí Húsatíti Sippaí, einn af niðjum Refaíta, og urðu þeir að lúta í lægra haldi. 5Og enn tókst orusta við Filista. Þá drap Elkanan Jaírsson Lahmí, bróður Golíats frá Gat. Spjótskaft hans var sem vefjarrifur.

6Og er enn tókst orusta hjá Gat, var þar tröllaukinn maður, er hafði sex fingur á hvorri hendi og sex tær á hvorum fæti, tuttugu og fjögur að tölu. Var hann og kominn af Refaítum. 7Hann smánaði Ísrael, en Jónatan, sonur Símea, bróður Davíðs, drap hann.

8Þessir voru komnir af Refaítum í Gat, og féllu þeir fyrir Davíð og mönnum hans.


Manntalið og plágan

21
1Satan hófst í gegn Ísrael og egndi Davíð til þess að telja Ísrael. 2Þá mælti Davíð við Jóab og höfðingja lýðsins: "Farið og teljið Ísrael frá Beerseba til Dan og látið mig vita það, svo að ég fái að vita tölu á þeim."

3Jóab svaraði: "Drottinn margfaldi lýðinn - hversu margir sem þeir nú kunna að vera - hundrað sinnum. Þeir eru þó, minn herra konungur, allir þjónar herra míns. Hví æskir herra minn þessa? Hvers vegna á það að verða Ísrael til áfellis?" 4En Jóab mátti eigi gjöra annað en það, sem konungur bauð.

Lagði Jóab þá af stað og fór um allan Ísrael og kom síðan aftur til Jerúsalem. 5Og Jóab sagði Davíð töluna, er komið hafði út við manntalið: Í öllum Ísrael voru ein milljón og hundrað þúsundir vopnaðra manna, og í Júda fjögur hundruð og sjötíu þúsundir vopnaðra manna. 6En Leví og Benjamín taldi hann eigi, því að Jóab hraus hugur við skipun konungs.

7En þetta verk var illt í augum Guðs, og laust hann Ísrael. 8Þá sagði Davíð við Guð: "Mjög hefi ég syndgað, er ég framdi þetta verk, en nú, tak þú burt misgjörð þjóns þíns, því að mjög óviturlega hefir mér til tekist."

9En Drottinn talaði til Gaðs, sjáanda Davíðs, á þessa leið: 10"Far þú og mæl svo við Davíð: Svo segir Drottinn: Þrjá kosti set ég þér, kjós einn af þeim, og mun ég svo við þig gjöra." 11Þá gekk Gað til Davíðs og sagði við hann: "Svo segir Drottinn: Kjós þér, 12annaðhvort að hungur verði í þrjú ár, eða að þú verðir að flýja í þrjá mánuði fyrir óvinum þínum og sverð fjandmanna þinna nái þér, eða að sverð Drottins og drepsótt geisi í landinu í þrjá daga og engill Drottins valdi eyðingu í öllu Ísraelslandi. Hygg nú að, hverju ég eigi að svara þeim, er sendi mig."

13Davíð svaraði Gað: "Ég er í miklum nauðum staddur. Falli ég þá í hendur Drottins, því að mikil er miskunn hans, en í manna hendur vil ég ekki falla." 14Drottinn lét þá drepsótt koma í Ísrael, og féllu sjötíu þúsundir manns af Ísrael. 15Og Guð sendi engil til Jerúsalem til þess að eyða hana, og er hann var að eyða hana, leit Drottinn til og hann iðraði hins illa, og sagði við engilinn, er eyddi fólkinu: "Nóg er að gjört! Drag nú að þér höndina!" En engill Drottins var þá hjá þreskivelli Ornans Jebúsíta.

16Og Davíð hóf upp augu sín og sá engil Drottins standa milli himins og jarðar með brugðið sverð í hendi, er hann beindi gegn Jerúsalem. Þá féll Davíð og öldungarnir fram á andlit sér, klæddir hærusekkjum. 17Og Davíð sagði við Guð: "Var það eigi ég, er bauð að telja fólkið? Það er ég, sem hefi syndgað og breytt mjög illa, en þetta er hjörð mín, - hvað hefir hún gjört? Drottinn, Guð minn, lát hönd þína leggjast á mig og ættmenn mína, en eigi á lýð þinn til þess að valda mannhruni."

18En engill Drottins bauð Gað að segja Davíð, að Davíð skyldi fara upp eftir til þess að reisa Drottni altari á þreskivelli Ornans Jebúsíta. 19Og Davíð fór upp eftir að boði Gaðs, því er hann hafði talað í nafni Drottins. 20Og er Ornan sneri sér við, sá hann konung koma og fjóra sonu hans með honum, en Ornan var að þreskja hveiti. 21Og er Davíð kom til Ornans, leit Ornan upp og sá Davíð. Gekk hann þá út af þreskivellinum og laut á ásjónu sína til jarðar fyrir Davíð. 22Þá mælti Davíð við Ornan: "Lát þú þreskivöllinn af hendi við mig, svo að ég geti reist Drottni þar altari - skalt þú selja mér það fullu verði - og plágunni megi létta af lýðnum."

23Ornan svaraði Davíð: "Tak þú það. Minn herra konungurinn gjöri sem honum þóknast. Sjá, ég gef nautin til brennifórnar og þreskisleðana til eldiviðar og hveitið til matfórnar, allt gef ég það."

24En Davíð konungur sagði við Ornan: "Eigi svo, en kaupa vil ég það fullu verði, því að eigi vil ég taka það sem þitt er Drottni til handa og færa brennifórn, er ég hefi kauplaust þegið." 25Síðan greiddi Davíð Ornan sex hundruð sikla gulls fyrir völlinn. 26Og Davíð reisti Drottni þar altari og fórnaði brennifórnum og heillafórnum, og er hann ákallaði Drottin, svaraði hann honum með því að senda eld af himnum á brennifórnaraltarið. 27Og Drottinn bauð englinum að slíðra sverð sitt.

28Þá er Davíð sá, að Drottinn svaraði honum á þreskivelli Ornans Jebúsíta, þá færði hann þar fórnir. 29En bústaður Drottins, er Móse hafði gjört í eyðimörkinni, og brennifórnaraltarið voru um það leyti á hæðinni í Gíbeon. 30En Davíð gat eigi gengið fram fyrir það til þess að leita Guðs, því að hann var hræddur við sverð engils Drottins.


22
1Og Davíð mælti: "Þetta sé hús Drottins Guðs, og þetta sé altari fyrir brennifórnir Ísraels."


Davíð efnir til musterisbyggingar

2Og Davíð bauð að stefna saman útlendingum þeim, er voru í Ísraelslandi, og hann setti steinhöggvara til þess að höggva til steina, til þess að reisa af musteri Guðs. 3Davíð dró og að afar mikið af járni í nagla á hliðhurðirnar og í spengurnar, og svo mikið af eiri, að eigi varð vegið, 4og sedrustré, svo að eigi varð tölu á komið, því að Sídoningar og Týrverjar færðu Davíð afar mikið af sedrustrjám. 5Davíð hugsaði með sér: "Salómon sonur minn er ungur og óþroskaður, en musterið, er Drottni á að reisa, á að vera afar stórt, til frægðar og prýði um öll lönd. Ég ætla því að viða að til þess." Og Davíð viðaði afar miklu að fyrir andlát sitt.

6Síðan kallaði hann Salómon son sinn, og fól honum að reisa musteri Drottni, Guði Ísraels. 7Og Davíð mælti við Salómon: "Sonur minn! Ég hafði í hyggju að reisa musteri nafni Drottins, Guðs míns. 8En orð Drottins kom til mín, svolátandi: Þú hefir úthellt miklu blóði og háð miklar orustur. Þú skalt eigi reisa musteri nafni mínu, því að miklu blóði hefir þú hellt til jarðar fyrir augliti mínu. 9En þér mun sonur fæðast. Hann mun verða kyrrlátur maður, og ég mun veita honum ró fyrir öllum fjandmönnum hans allt um kring, því að Salómon skal hann heita, og ég mun veita frið og kyrrð í Ísrael um hans daga. 10Hann skal reisa musteri nafni mínu, hann skal vera mér sonur og ég honum faðir, og ég mun staðfesta konungsstól hans yfir Ísrael að eilífu. 11Drottinn sé nú með þér, sonur minn, svo að þú verðir auðnumaður og reisir musteri Drottins, Guðs þíns, eins og hann hefir um þig heitið. 12Veiti Drottinn þér aðeins hyggindi og skilning og skipi þig yfir Ísrael, og að þú megir varðveita lögmál Drottins, Guðs þíns. 13Þá munt þú auðnumaður verða, ef þú varðveitir setninga þá og boðorð og breytir eftir þeim, er Drottinn lagði fyrir Móse um Ísrael. Ver þú hughraustur og öruggur! Óttast ekki og ver hvergi hræddur. 14Sjá, þrátt fyrir þrautir mínar hefi ég dregið að til musteris Drottins hundrað þúsund talentur gulls, milljón talentur silfurs, og svo mikið af eiri og járni, að eigi verður vegið, því að afar mikið er af því. Viða og steina hefi ég einnig aflað, og mátt þú þar enn við auka. 15Með þér er og margt starfsmanna, steinhöggvarar, steinsmiðir og trésmiðir og alls konar hagleiksmenn til alls konar smíða 16af gulli, silfri, eiri og járni, er eigi verður tölu á komið. Upp nú, og tak til starfa og Drottinn sé með þér."

17Og Davíð bauð öllum höfðingjum Ísraels að liðsinna Salómon syni sínum og mælti: 18"Drottinn Guð yðar er með yður og hefir veitt yður frið allt um kring, því að hann hefir selt frumbyggja landsins mér á vald, og landið er undirokað fyrir augliti Drottins og fyrir augliti lýðs hans. 19Beinið þá hjörtum yðar og hug yðar að því að leita Drottins, Guðs yðar. Takið yður til og reisið helgidóm Drottins Guðs, svo að þér getið flutt sáttmálsörk Drottins og hin helgu áhöld Guðs í musterið, er reisa á nafni Drottins."


Levítar og störf þeirra

23
1Þá er Davíð var gamall orðinn og saddur lífdaga, gjörði hann Salómon son sinn að konungi yfir Ísrael. 2Og hann stefndi saman öllum höfðingjum Ísraels, prestunum og levítunum.

3Levítarnir voru taldir, þrítugir og þaðan af eldri, og höfðatala þeirra var þrjátíu og átta þúsund karlmenn. 4"Af þeim skulu tuttugu og fjögur þúsund vera fyrir verkum við hús Drottins, sex þúsund skulu vera embættismenn og dómarar, 5fjögur þúsund hliðverðir, og fjögur þúsund skulu lofa Drottin með áhöldum þeim, er ég hefi látið gjöra til þess að vegsama með," sagði Davíð.

6Davíð skipti þeim í flokka eftir þeim Gerson, Kahat og Merarí, Levísonum.

7Til Gersonsniðja töldust Laedan og Símeí. 8Synir Laedans voru: Jehíel, er var fyrir þeim, Setam og Jóel, þrír alls. 9Synir Símeí voru: Selómít, Hasíel og Haran, þrír alls. Voru þeir ætthöfðingjar Laedansættar. 10Og synir Símeí: Jahat, Sína, Jeús og Bería. Þessir voru synir Símeí, fjórir alls. 11Var Jahat fyrir þeim, þá Sína, en Jeús og Bería áttu eigi margt barna, svo að þeir töldust ein ætt, einn flokkur.

12Synir Kahats: Amram, Jísehar, Hebron og Ússíel, fjórir alls.

13Synir Amrams: Aron og Móse. En Aron var greindur frá hinum, til þess að hann skyldi verða vígður sem háheilagur ásamt sonum sínum, um aldur og ævi, til þess að þeir skyldu brenna reykelsi frammi fyrir Drottni, þjóna honum og lofa nafn hans um aldur og ævi. 14Og að því er snertir guðsmanninn Móse, þá voru synir hans taldir til Levíkynkvíslar. 15Synir Móse voru Gersóm og Elíeser. 16Sonur Gersóms: Sebúel höfðingi. 17En sonur Elíesers var Rehabja höfðingi. Aðra sonu átti Elíeser eigi, en synir Rehabja voru afar margir.

18Sonur Jísehars: Selómít höfðingi.

19Synir Hebrons: Jería höfðingi, annar Amarja, þriðji Jehasíel, fjórði Jekameam.

20Synir Ússíels: Míka höfðingi, annar Jissía.

21Synir Merarí: Mahlí og Músí. Synir Mahlí: Eleasar og Kís. 22En Eleasar dó svo, að hann átti enga sonu, heldur dætur einar, og tóku þeir Kíssynir, frændur þeirra, þær sér að konum. 23Synir Músí voru: Mahlí, Eder og Jeremót, þrír alls.

24Þessir eru þeir Levíniðjar eftir ættum þeirra, ætthöfðingjar þeir, er taldir voru af þeim, eftir nafnatölu og höfða, er höfðu það starf á hendi að þjóna í musteri Drottins, tvítugir og þaðan af eldri.

25Davíð mælti: "Drottinn, Guð Ísraels, hefir veitt lýð sínum hvíld, og býr nú að eilífu í Jerúsalem. 26Levítarnir þurfa því ekki lengur að bera búðina og öll þau áhöld, er að starfi hennar lúta." (27Því að eftir síðustu fyrirmælum Davíðs voru levítar taldir, tvítugir og þaðan af eldri). 28Embætti þeirra er að aðstoða Aronsniðja, gegna þjónustu við musteri Drottins, hafa umsjón með forgörðunum og klefunum og ræstingu á öllum hinum helgu munum, og gegna störfunum við hús Guðs, 29annast um raðsettu brauðin, hveitimjölið í matfórnirnar, hin ósýrðu flatbrauð, pönnuna og hið samanhrærða, og hvers konar mæli og stiku, 30og að koma fram á hverjum morgni til þess að lofa og vegsama Drottin, og eins á kveldin, 31og að færa Drottni hverja brennifórn á hvíldardögum, tunglkomudögum og löghátíðum, allar þær, sem ákveðið er að stöðugt skuli færa Drottni. 32Hafa þeir störf á hendi við samfundatjaldið og störf við helgidóminn og störf hjá Aronsniðjum, frændum sínum, við þjónustuna í musteri Drottins.


Prestaflokkarnir tuttugu og fjórir

24
1Aronsniðjar höfðu og flokkaskipun fyrir sig. Synir Arons voru: Nadab, Abíhú, Eleasar og Ítamar. 2En Nadab og Abíhú dóu á undan föður sínum og áttu eigi sonu, og urðu svo þeir Eleasar og Ítamar prestar. 3Og þeir Davíð og Sadók af Eleasarsniðjum og Ahímelek af Ítamarsniðjum skiptu þeim niður í starfsflokka eftir embættum þeirra. 4En það kom í ljós, að af Eleasarsniðjum voru fleiri höfðingjar en af Ítamarsniðjum. Fyrir því skiptu menn þeim svo, að af Eleasarsniðjum urðu sextán ætthöfðingjar, en átta af Ítamarsniðjum. 5Og hvorum tveggja skiptu menn eftir hlutkesti, því að helgidómshöfðingjar og Guðs höfðingjar voru af niðjum Eleasars og af niðjum Ítamars. 6Og Semaja Netaneelsson ritari, einn af levítum, skráði þá í viðurvist konungs og höfðingjanna og Sadóks prests og Ahímeleks Abjatarssonar og ætthöfðingja prestanna og levítanna. Var ein ætt tekin frá af Eleasar og ein af Ítamar.

7Fyrsti hluturinn féll á Jójaríb, annar á Jedaja, 8þriðji á Harím, fjórði á Seórím, 9fimmti á Malkía, sjötti á Mijamín, 10sjöundi á Hakkos, áttundi á Abía, 11níundi á Jesúa, tíundi á Sekanja, 12ellefti á Eljasíb, tólfti á Jakím, 13þrettándi á Húppa, fjórtándi á Jesebeab, 14fimmtándi á Bilga, sextándi á Immer, 15seytjándi á Hesír, átjándi á Happísses, 16nítjándi á Pelashja, tuttugasti á Jeheskel, 17tuttugasti og fyrsti á Jakín, tuttugasti og annar á Gamúl, 18tuttugasti og þriðji á Delaja, tuttugasti og fjórði á Maasja. 19Er það starfskvöð þeirra að fara inn í musteri Drottins, eftir þeim reglum, er Aron forfaðir þeirra hafði sett, samkvæmt því, er Drottinn, Guð Ísraels, hafði boðið honum.


Flokkar annarra levíta

20En að því er snertir aðra niðja Leví, þá voru af Amramsniðjum Súbael, af Súbaelsniðjum Jehdeja, 21af Rehabja, af Rehabjaniðjum Jissía höfðingi, 22af Jíseharítum Selómót, af Selómótsniðjum Jahat, 23en af niðjum Hebrons: Jería höfðingi, annar Amarja, þriðji Jehasíel, fjórði Jekameam. 24Niðjar Ússíels voru: Míka, af niðjum Míka var Samír. 25Bróðir Míka var Jissía, af niðjum Jissía var Sakaría. 26Niðjar Merarí voru Mahlí og Músí og niðjar Jaasía, sonar hans. 27Niðjar Merarí frá Jaasía syni hans voru: Sóham, Sakkúr og Íbrí. 28Frá Mahlí var Eleasar kominn. Hann átti eigi sonu. 29Frá Kís: Synir Kís: Jerahmeel. 30Niðjar Músí voru: Mahlí, Eder og Jerímót.

Þessir voru niðjar levíta eftir ættum þeirra. 31Þeir vörpuðu og hlutkesti, eins og frændur þeirra, Aronsniðjar, í viðurvist Davíðs konungs og Sadóks og Ahímeleks og ætthöfðingja prestanna og levítanna, ætthöfðingjarnir eins og yngri frændur þeirra.


Söngmannaflokkarnir tuttugu og fjórir

25
1Þeir Davíð og hershöfðingjarnir tóku og frá til þjónustu niðja Asafs, Hemans og Jedútúns, er að spámannahætti lofuðu Guð með gígjum, hörpum og skálabumbum. Og tala þeirra, er starf höfðu við þessa þjónustu, var:

2Af Asafsniðjum: Sakkúr, Jósef, Netanja og Asarela, synir Asafs, undir stjórn Asafs, er lék eins og spámaður eftir fyrirsögn konungs.

3Af Jedútún: Synir Jedútúns: Gedalja, Serí, Jesaja, Hasabja, Mattitja, Símeí, sex alls, undir stjórn Jedútúns föður síns, er lék á gígju eins og spámaður, þá er lofa skyldi Drottin og vegsama hann.

4Af Heman: Synir Hemans: Búkkía, Mattanja, Ússíel, Sebúel, Jerímót, Hananja, Hananí, Elíata, Giddaltí, Rómamtí Eser, Josbekasa, Mallótí, Hótír, Mahasíót. 5Allir þessir voru synir Hemans, sjáanda konungs, er horn skyldu hefja að boði Guðs. Og Guð gaf Heman fjórtán sonu og þrjár dætur.

6Allir þessir voru við sönginn í musteri Drottins undir stjórn föður þeirra með skálabumbur, hörpur og gígjur til þess að gegna þjónustu í musteri Guðs undir forustu konungs, Asafs, Jedútúns og Hemans. 7Og talan á þeim og frændum þeirra, er lærðir voru í ljóðum Drottins, og allir voru vel að sér, var tvö hundruð áttatíu og átta.

8Og þeir vörpuðu hlutkesti um starfið, yngri sem eldri, kennarar sem lærisveinar. 9Fyrsti hlutur fyrir Asaf féll á Jósef, sonu hans og bræður, tólf alls, annar á Gedalja, sonu hans og bræður, tólf alls, 10þriðji á Sakkúr, sonu hans og bræður, tólf alls, 11fjórði á Jísrí, sonu hans og bræður, tólf alls, 12fimmti á Netanja, sonu hans og bræður, tólf alls, 13sjötti á Búkkía, sonu hans og bræður, tólf alls, 14sjöundi á Jesarela, sonu hans og bræður, tólf alls, 15áttundi á Jesaja, sonu hans og bræður, tólf alls, 16níundi á Mattanja, sonu hans og bræður, tólf alls, 17tíundi á Símeí, sonu hans og bræður, tólf alls, 18ellefti á Asareel, sonu hans og bræður, tólf alls, 19tólfti á Hasabja, sonu hans og bræður, tólf alls, 20þrettándi á Súbael, sonu hans og bræður, tólf alls, 21fjórtándi á Mattitja, sonu hans og bræður, tólf alls, 22fimmtándi á Jeremót, sonu hans og bræður, tólf alls, 23sextándi á Hananja, sonu hans og bræður, tólf alls, 24seytjándi á Josbekasa, sonu hans og bræður, tólf alls, 25átjándi á Hananí, sonu hans og bræður, tólf alls, 26nítjándi á Mallótí, sonu hans og bræður, tólf alls, 27tuttugasti á Elíjata, sonu hans og bræður, tólf alls, 28tuttugasti og fyrsti á Hótír, sonu hans og bræður, tólf alls, 29tuttugasti og annar á Giddaltí, sonu hans og bræður, tólf alls, 30tuttugasti og þriðji á Mahasíót, sonu hans og bræður, tólf alls, 31tuttugasti og fjórði á Rómamtí Eser, sonu hans og bræður, tólf alls.


Hliðverðir levíta

26
1Að því er snertir hliðvarðaflokkana, þá voru þar af Kóraítum: Meselemja Kóreson af Asafsniðjum. 2En synir Meselemja voru: Sakaría, frumgetningurinn, annar Jedíael, þriðji Sebadja, fjórði Jatníel, 3fimmti Elam, sjötti Jóhanan, sjöundi Elíóenaí.

4Synir Óbeð Edóms voru: Semaja, frumgetningurinn, annar Jósabad, þriðji Jóa, fjórði Sakar, fimmti Netaneel, 5sjötti Ammíel, sjöundi Íssakar, áttundi Pegúlletaí, því að Guð hafði blessað hann. 6En Semaja, syni hans, fæddust og synir, er réðu í ættum sínum, því að þeir voru hinir röskustu menn. 7Synir Semaja voru: Otní, Refael, Óbeð og Elsabat. Bræður þeirra voru Elíhú og Semakja, dugandi menn. 8Allir þessir voru af niðjum Óbeð Edóms, þeir og synir þeirra og bræður, dugandi menn, vel hæfir til þjónustunnar, sextíu og tveir alls frá Óbeð Edóm.

9Meselemja átti og sonu og bræður, dugandi menn, átján alls.

10Synir Hósa, er var af Meraríniðjum, voru:

Simrí höfðingi; þótt eigi væri hann frumgetningurinn, þá gjörði faðir hans hann að höfðingja; 11annar Hilkía, þriðji Tebalja, fjórði Sakaría. Synir og bræður Hósa voru þrettán alls.

12Þessum hliðvarðaflokkum eftir ætthöfðingjum hlotnaðist starf við þjónustuna í húsi Drottins, þeim sem frændum þeirra. 13Og menn vörpuðu hlutkesti um hvert hlið fyrir sig, eftir ættum, yngri sem eldri.

14Fyrir hliðið gegnt austri féll hluturinn á Selemja. Menn vörpuðu og hlutkesti fyrir Sakaría son hans, hygginn ráðgjafa, og féll hans hlutur á hliðið gegnt norðri, 15fyrir Óbeð Edóm gegnt suðri, og fyrir son hans á geymsluhúsið, 16fyrir Súppím og Hósa gegnt vestri við Sallekethliðið, við götuna, sem liggur upp eftir, hver varðstöðin við aðra. 17Við hliðið gegnt austri voru sex levítar, gegnt norðri fjórir dag hvern, gegnt suðri fjórir dag hvern, og við geymsluhúsið tveir og tveir. 18Við Parbar gegnt vestri: fjórir fyrir götuna, tveir fyrir Parbar.

19Þessir eru hliðvarðaflokkarnir af Kóraítaniðjum og af Meraríniðjum.


Önnur störf levíta

20Levítar frændur þeirra höfðu umsjón með fjársjóðum Guðs húss og með helgigjafafjársjóðunum. 21Niðjar Laedans, niðjar Gersoníta, Laedans, ætthöfðingjar Laedansættar Gersoníta, Jehíelítar, 22niðjar Jehíelíta, Setam og Jóel bróðir hans höfðu umsjón með fjársjóðum í húsi Drottins. 23Að því er snertir Amramíta, Jíseharíta, Hebroníta og Ússíelíta, 24þá var Sebúel Gersómsson, Mósesonar, yfirumsjónarmaður yfir fjársjóðunum. 25Og að því er snertir frændur þeirra frá Elíeser, þá var Rehabja sonur hans, hans son Jesaja, hans son Jóram, hans son Sikrí, hans son Selómít. 26Höfðu þeir Selómít þessi og bræður hans umsjón með öllum helgigjafafjársjóðunum, þeim er Davíð konungur og ætthöfðingjarnir, þúsundhöfðingjarnir og hundraðshöfðingjarnir og herforingjarnir höfðu helgað - 27úr ófriði og af herfangi höfðu þeir helgað það til þess að endurbæta með musteri Drottins, 28og allt, er Samúel sjáandi, Sál Kísson, Abner Nersson og Jóab Serújuson höfðu helgað, allt hið helgaða, var undir umsjón Selómíts og bræðra hans.

29Af Jíseharítum höfðu þeir Kenanja og synir hans á hendi hin veraldlegu störf í Ísrael, sem embættismenn og dómarar.

30Af Hebronítum höfðu þeir Hasabja og frændur hans, dugandi menn, seytján hundruð alls, á hendi stjórnarstörf Ísraels hérna megin Jórdanar, að vestanverðu. Stóðu þeir fyrir öllum störfum Drottins og þjónustu konungs.

31Til Hebroníta taldist Jería, höfðingi Hebroníta eftir kyni þeirra og ættum - voru þeir kannaðir á fertugasta ríkisári Davíðs, og fundust meðal þeirra hinir röskustu menn í Jaser í Gíleað - 32og frændur hans, röskir menn, tvö þúsund og sjö hundruð ætthöfðingjar alls. Setti Davíð konungur þá yfir Rúbensniðja, Gaðsniðja og hálfa kynkvísl Manasseniðja, að því er snertir öll erindi Guðs og erindi konungsins.


Skipan hersins

27
1Þessir eru Ísraelsmenn eftir tölu þeirra, ætthöfðingjar, þúsundhöfðingjar, hundraðshöfðingjar og starfsmenn þeirra, er þjónuðu konungi í öllum flokkastörfum, er komu og fóru mánuð eftir mánuð, alla mánuði ársins. Voru í flokki hverjum tuttugu og fjögur þúsund manns.

2Yfir fyrsta flokki, í fyrsta mánuði, var Jasóbeam Sabdíelsson, og voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans. 3Var hann af Peresniðjum og fyrir öllum herforingjum í fyrsta mánuði.

4Yfir flokki annars mánaðarins var Eleasar Dódaíson, Ahóhíti. Fyrir flokki hans var höfðinginn Miklót, og voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans.

5Þriðji hershöfðinginn, í þriðja mánuðinum, var Benaja, sonur Jójada prests, höfðingi, og voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans. 6Var Benaja þessi kappi meðal þeirra þrjátíu og fyrir þeim þrjátíu. Var Ammísabad sonur hans fyrir flokki hans.

7Fjórði var Asahel, bróðir Jóabs, fjórða mánuðinn, og eftir hann Sebadja sonur hans. Voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans.

8Fimmti hershöfðinginn var Samhút Jísraíti, fimmta mánuðinn. Voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans.

9Sjötti var Íra Íkkesson frá Tekóa, sjötta mánuðinn. Voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans.

10Sjöundi var Heles Pelóníti af Efraímsniðjum, sjöunda mánuðinn. Voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans.

11Áttundi var Sibbekaí Húsatíti af Seraítum, áttunda mánuðinn. Voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans.

12Níundi var Abíeser frá Anatót af Benjamínsniðjum, níunda mánuðinn. Voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans.

13Tíundi var Maharaí frá Netófa af Seraítum, tíunda mánuðinn. Voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans.

14Ellefti var Benaja frá Píraton af Efraímsniðjum, ellefta mánuðinn. Voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans.

15Tólfti var Heldaí frá Netófa af ætt Otníels, tólfta mánuðinn, og voru tuttugu og fjögur þúsund manns í flokki hans.


Höfðingjar kynkvíslanna tólf

16Þessir voru yfir kynkvíslum Ísraels:
Af Rúbensniðjum var höfðingi Elíeser Síkríson.
Af Símeonsniðjum Sefatja Maakason.
17Af Leví Hasabja Kemúelsson.
Af Aron Sadók.
18Af Júda Elíhú, einn af bræðrum Davíðs.
Af Íssakar Omrí Míkaelsson.
19Af Sebúlon Jismaja Óbadíason.
Af Naftalí Jerímót Asríelsson.
20Af Efraímsniðjum Hósea Asasjason.
Af hálfri Manassekynkvísl Jóel Pedajason.
21Af hálfri Manassekynkvísl í Gíleað Íddó Sakaríason.
Af Benjamín Jaasíel Abnersson.
22Af Dan Asareel Jeróhamsson.
Þessir voru höfðingjar Ísraelskynkvísla.

23En Davíð lét ekki telja þá, er yngri voru en tvítugir, því að Drottinn hafði heitið því að gjöra Ísraelsmenn marga sem stjörnur himins. 24Hafði Jóab Serújuson byrjað á að telja, en eigi lokið við, því að sakir þessa kom reiði yfir Ísrael, og talan var eigi skráð með tölunum í árbókum Davíðs konungs.


Skrá um embættismenn Davíðs

25Asmavet Adíelsson hafði umsjón með fjársjóðum konungs og Jónatan Ússíasson með eignunum á mörkinni, í borgunum, þorpunum og köstulunum.

26Esrí Kelúbsson hafði umsjón með jarðyrkjumönnum, er störfuðu að akuryrkju, 27Símeí frá Rama yfir víngörðunum, og Sabdí Sifmíti yfir vínforðanum í víngörðunum, 28Baal Hanan frá Geder yfir olíutrjánum og mórberjatrjánum á láglendinu og Jóas yfir olíuforðanum. 29Yfir nautunum, er gengu á Saron, hafði Sítraí frá Saron umsjón, yfir nautunum, er gengu í dölunum, Safat Adlaíson, 30yfir úlföldunum Óbíl Ísmaelíti, yfir ösnunum Jehdeja frá Merónót, 31yfir sauðfénaðinum Jasis Hagríti. Allir þessir voru umráðamenn yfir eignum Davíðs konungs.

32Jónatan, föðurbróðir Davíðs, var ráðgjafi. Var hann vitur maður og fróður. Jehíel Hakmóníson var með sonum konungs, 33Akítófel var ráðgjafi konungs og Húsaí Arkíti var stallari konungs. 34Næstur Akítófel gekk Jójada Benajason og Abjatar. Jóab var hershöfðingi konungs.


Fyrirmæli Davíðs um musterið

28
1Davíð stefndi til Jerúsalem öllum höfðingjum Ísraels, höfðingjum fyrir kynkvíslunum og flokkshöfðingjunum, þeim er konungi þjónuðu, þúsundhöfðingjunum og hundraðshöfðingjunum og ráðsmönnum yfir öllum eignum og fénaði konungs og sona hans, og auk þess hirðmönnunum og köppunum og öllum röskum mönnum. 2Þá stóð Davíð konungur upp og mælti: "Hlustið á mig, þér bræður mínir og lýður minn! Ég hafði í hyggju að reisa hvíldarstað fyrir sáttmálsörk Drottins og fyrir fótskör Guðs vors, og dró að föng til byggingarinnar. 3En Guð sagði við mig: ,Þú skalt eigi reisa hús nafni mínu, því að þú ert bardagamaður og hefir úthellt blóði.' 4Drottinn Guð Ísraels kaus mig af allri ætt minni, að ég skyldi ævinlega vera konungur yfir Ísrael. Því að Júda hefir hann kjörið til þjóðhöfðingja, og í ættkvísl Júda ætt mína, og meðal sona föður míns þóknaðist honum að gjöra mig að konungi yfir öllum Ísrael. 5Og af öllum sonum mínum - því að Drottinn hefir gefið mér marga sonu - kaus hann Salómon son minn, að hann skyldi sitja á konungsstóli Drottins yfir Ísrael. 6Hann sagði við mig: ,Salómon sonur þinn, hann skal reisa musteri mitt og forgarða mína, því að hann hefi ég kjörið mér fyrir son, og ég vil vera honum faðir. 7Og ég mun staðfesta konungdóm hans að eilífu, ef hann stöðugt heldur boð mín og fyrirskipanir, eins og nú.' 8Og nú, að öllum Ísrael ásjáanda, frammi fyrir söfnuði Drottins og í áheyrn Guðs vors: Varðveitið kostgæfilega öll boðorð Drottins, Guðs yðar, að þér megið eiga þetta góða land og láta það ganga að erfðum til niðja yðar um aldur og ævi. 9Og þú, Salómon, sonur minn, lær að þekkja Guð föður þíns og þjóna honum af öllu hjarta og með fúsu geði, því að Drottinn rannsakar öll hjörtu og þekkir allar hugrenningar. Ef þú leitar hans, mun hann gefa þér kost á að finna sig; ef þú yfirgefur hann, mun hann útskúfa þér um aldur. 10Gæt nú að, því að Drottinn hefir kjörið þig til þess að reisa helgidómshús. Gakk öruggur að verki."

11Síðan fékk Davíð Salómon syni sínum fyrirmynd að forsalnum og herbergjum hans, fjárhirslum, loftherbergjum, innherbergjum og arkarherberginu, 12svo og fyrirmynd að öllu því, er hann hafði í huga: að forgörðum musteris Drottins og herbergjunum allt í kring, féhirslum Guðs húss og fjárhirslunum fyrir helgigjafirnar, 13áætlun um flokka prestanna og levítanna og öll embættisstörf í musteri Drottins, og um öll þjónustuáhöld í musteri Drottins, 14og áætlun um þyngd gullsins, sem á þurfti að halda í öll áhöld við hvers konar embættisstörf; og um þyngd silfuráhaldanna, sem á þurfti að halda við hvers konar embættisstörf; 15og um efnið í gullstjakana og gulllampana, er á þeim voru, eftir þyngd hvers stjaka og lampa hans; og um efnið í silfurstjakana eftir þyngd hvers stjaka og lampa hans, eftir því sem hver stjaki var ætlaður til; 16og um þyngd gullsins í hvert af borðunum fyrir raðsettu brauðin; og um silfrið í silfurborðin; 17og um þyngd soðkrókanna og fórnarskálanna og bollanna úr skíru gulli og þyngd gullbikaranna og silfurbikaranna, hvers fyrir sig; 18og um þyngd reykelsisaltarisins úr hreinsuðu gulli. Og hann fékk honum fyrirmynd að vagninum, gullkerúbunum, er breiddu út vængina og huldu sáttmálsörk Drottins. 19"Allt þetta," kvað Davíð, "er skráð í riti frá hendi Drottins. Hann hefir frætt mig um öll störf, er vinna á eftir fyrirmyndinni."

20Síðan mælti Davíð við Salómon son sinn: "Ver hughraustur og öruggur og kom þessu til framkvæmdar. Óttast ekki og lát eigi hugfallast, því að Drottinn Guð, Guð minn, mun vera með þér. Hann mun eigi sleppa af þér hendinni og eigi yfirgefa þig, uns lokið er öllum störfum til þjónustugjörðar í musteri Drottins. 21Hér eru og prestaflokkar og levíta til alls konar þjónustu við musteri Guðs, og hjá þér eru menn til alls konar starfa, verkhyggnir menn, fúsir til allra starfa, og enn fremur hlýða höfðingjarnir og allur lýðurinn öllum skipunum þínum."


Gjafir til byggingar musterisins

29
1Davíð konungur mælti til alls safnaðarins: "Salómon sonur minn, hinn eini, er Guð hefir kjörið, er ungur og óreyndur, en starfið er mikið, því að eigi er musteri þetta manni ætlað, heldur Drottni Guði. 2Ég hefi af öllum mætti dregið að fyrir musteri Guðs míns, gull í gulláhöldin, silfur í silfuráhöldin, eir í eiráhöldin, járn í járnáhöldin og tré í tréáhöldin, sjóamsteina og steina til að greypa inn, gljásteina og mislita steina, alls konar dýra steina og afar mikið af alabastursteinum. 3Enn fremur vil ég, sakir þess að ég hefi mætur á musteri Guðs míns, gefa það, er ég á af gulli og silfri, til musteris Guðs míns, auk alls þess, er ég hefi dregið að fyrir helgidóminn: 4Þrjú þúsund talentur af gulli og það af Ófírgulli, sjö þúsund talentur af skíru silfri til þess að klæða með veggina í herbergjunum 5og til þess að útvega gull í gulláhöldin og silfur í silfuráhöldin, og til alls konar listasmíða. Hver er nú fús til þess að færa Drottni ríflega fórnargjöf í dag?"

6Þá kváðust ætthöfðingjarnir, höfðingjar kynkvísla Ísraels, þúsundhöfðingjarnir og hundraðshöfðingjarnir og ráðsmennirnir yfir störfum í konungsþjónustu vera fúsir til þess, 7og þeir gáfu til Guðs húss fimm þúsund talentur gulls, tíu þúsund Daríus-dali, tíu þúsund talentur silfurs, átján þúsund talentur eirs og hundrað þúsund talentur járns. 8Og hver sá, er átti gimsteina, gaf þá í féhirslu húss Drottins, er Jehíel Gersoníti hafði umsjón yfir. 9Þá gladdist lýðurinn yfir örlæti þeirra, því að þeir höfðu af heilum hug fært Drottni sjálfviljagjafir, og Davíð konungur gladdist einnig stórum.


Bæn Davíðs

10Þá lofaði Davíð Drottin, að öllum söfnuðinum ásjáanda, og Davíð mælti: "Lofaður sért þú, Drottinn, Guð Ísraels, forföður vors, frá eilífð til eilífðar. 11Þín, Drottinn, er tignin, mátturinn og dýrðin, vegsemdin og hátignin, því að allt er þitt, á himni og jörðu. Þinn er konungdómurinn, Drottinn, og sá, er gnæfir yfir alla sem höfðingi. 12Auðlegðin og heiðurinn koma frá þér; þú drottnar yfir öllu, máttur og megin er í hendi þinni, og á þínu valdi er það, að gjöra hvern sem vera skal mikinn og máttkan. 13Og nú, Guð vor, vér lofum þig og tignum þitt dýrlega nafn. 14Því að hvað er ég, og hvað er lýður minn, að vér skulum vera færir um að gefa svo mikið sjálfviljuglega? Nei, frá þér er allt, og af þínu höfum vér fært þér gjöf. 15Því að vér erum aðkomandi og útlendingar fyrir þér, eins og allir feður vorir. Sem skuggi eru dagar vorir á jörðunni, og engin er vonin. 16Drottinn, Guð vor, öll þessi auðæfi, er vér höfum dregið að til þess að reisa þér - þínu heilaga nafni - hús, frá þér eru þau og allt er það þitt. 17Og ég veit, Guð minn, að þú rannsakar hjartað og hefir þóknun á hreinskilni. Ég hefi með hreinum hug og sjálfviljuglega gefið allt þetta, og ég hefi með gleði horft á, hversu lýður þinn, sem hér er, færir þér sjálfviljagjafir. 18Drottinn, Guð feðra vorra, Abrahams, Ísaks og Jakobs, varðveit þú slíkar hugrenningar í hjarta lýðs þíns að eilífu, og bein hjörtum þeirra til þín. 19En gef þú Salómon syni mínum einlægt hjarta, að hann megi varðveita boðorð þín, vitnisburði og fyrirskipanir, og að hann megi gjöra allt þetta og reisa musterið, er ég hefi dregið að föng til."

20Síðan mælti Davíð til alls safnaðarins: "Lofið Drottin, Guð yðar!" Lofaði þá allur söfnuðurinn Drottin, Guð feðra sinna, hneigðu sig og lutu Drottni og konungi.


Salómon tekinn til konungs

21Næsta morgun færðu þeir Drottni sláturfórn og færðu honum í brennifórn: þúsund naut, þúsund hrúta og þúsund lömb, og drykkjarfórnir, er við áttu, svo og sláturfórnir í ríkum mæli fyrir allan Ísrael. 22Átu þeir svo og drukku frammi fyrir Drottni þann dag í miklum fagnaði og tóku Salómon, son Davíðs, öðru sinni til konungs og smurðu hann þjóðhöfðingja Drottni til handa, en Sadók til prests. 23Sat Salómon þannig sem konungur Drottins í hásæti í stað Davíðs föður síns og var auðnumaður, og allir Ísraelsmenn hlýddu honum. 24Og allir höfðingjarnir og kapparnir, svo og allir synir Davíðs konungs, hylltu Salómon konung. 25Og Drottinn gjörði Salómon mjög vegsamlegan í augum allra Ísraelsmanna og veitti honum tignarmikinn konungdóm, svo að enginn konungur í Ísrael hafði slíkan haft á undan honum.


Andlát Davíðs

26Davíð Ísaíson ríkti yfir öllum Ísrael. 27En sá tími, er hann ríkti yfir Ísrael, var fjörutíu ár. Í Hebron ríkti hann sjö ár, en í Jerúsalem ríkti hann þrjátíu og þrjú. 28Dó hann í góðri elli, saddur lífdaga, auðæfa og sæmdar, og tók Salómon sonur hans ríki eftir hann.

29En saga Davíðs konungs frá upphafi til enda er skráð í Sögu Samúels sjáanda, svo og í Sögu Natans spámanns og í Sögu Gaðs sjáanda. 30Þar er og sagt frá öllum konungdómi hans og hreystiverkum svo og atburðum þeim, er fyrir hann komu og fyrir Ísrael og öll ríki landanna.Netútgáfan og Hið Íslenska Biblíufélag - ágúst 1997