UM  RAFRITIÐÞað var síðari hluta árs 1992 sem ég komst fyrst í tæri við fyrirbrigðið Internet. Sumarið eftir datt mér í hug að hefja útgáfu tímarits á Netinu og nefndi ég það Rafritið. Þetta blað hefur ávallt verið hugsað og byggt upp í textaformi. Meðal annars þess vegna hefur það ekki verið html-að fyrr, þó nokkrum sinnum hafi verið gerð tilhlaup til slíks. En núna hef ég ákveðið að gera það aðgengilegt á Vefnum og birtist það hér með á vegum Netútgáfunnar.

Hafdís Rósa Sæmundsdóttir hefur að langmestu leyti séð um að koma blaðinu í .html form, en ekki fer hjá því að það lítur nokkuð öðruvísi út þar en í textaforminu. Mest munar um að hér er það með nýjan haus, sem er sá sami fyrir öll blöðin og svo er það eiginlega alveg fótalaust. Mikið af þeim upplýsingum sem er að finna í gömlum hausum og fótum er hvort eð er að mestu úrelt og auk þess olli html-un á því efni nokkrum erfiðleikum. Ég mun því gera hér í stuttu máli grein fyrir flestum þeim upplýsingum sem annars væri að finna í haus eða fæti blaðsins. Þeir sem vilja frekar fá blaðið í textaformi geta að sjálfsögðu fengið það þannig (í original-útgáfu) og þurfa ekki annað en að senda beiðni um það til Netútgáfunnar.


RAFRITIÐ

Ritstjóri, ábyrgðarmaður og útgefandi:
Sæmundur Bjarnason, Vífilsgötu 22, 105 Reykjavík
Heimasími: 561-8005
Vinnusími: 515-6525
Rafpóstfang: saemi@snerpa.is

1. árgangur 1993
2. árgangur 1994
3. árgangur 1996

Dreifing:
1. Með rafpósti (E-mail).
2. Icenet ráðstefnan is.ymislegt.
3. Stöð 2 BBS, sími: 567-3251.
4. Netútgáfan.

Útgáfa óregluleg.

Áskriftarbeiðnir: Netútgáfan eða ritstjóri.

Styrkir: Sparisjóðsbók nr. 10115 við Landsbanka Íslands, Árbæjarútibú. (banki: 0113 Höfuðb.: 05 Reikn.: 10115)

Blaðið má afrita til einkanota. Almennur höfundarréttur er þó áfram í höndum blaðsins og höfunda efnis. Óheimilt er að selja blaðið og ekki er leyfilegt að dreifa því á póstlistum, BBS-kerfum eða á annan sjálfvirkan eða hálfsjálfvirkan hátt nema með sérstöku leyfi ritstjóra. Útprentun er aðeins heimil til einkanota en ekki til neins konar dreifingar, hvorki á blaðinu í heild né einstökum hlutum þess.

Sæmundur Bjarnason