SUMARSAGA  - EÐA -  ÆVINTÝRIР UM  TJÓLINPOMP


Það var árið 1978 að Hafdísi Rósu Sæmundsdóttur 3 ára datt í hug að hún vildi semja bók. Hún kunni reyndar ekki einu sinni að lesa, en hún hafði oft skoðað bækur og það hafði verið lesið fyrir hana úr bókum svo henni voru töfrar þessa fyrirbæris ljósir.

Móðir hennar Áslaug Benediktsdóttir og Benedikt bróðir hennar 11 ára aðstoðuðu hana við verkefnið. Áslaug teiknaði myndirnar en Benedikt skrifaði textann og batt bókina inn, en bandið á bókinni var mun betra í upphafi en nú er, því þessi bók hefur í áranna rás verið lesin oftar en flestar bækur aðrar.

Samning textans var sameiginlegt átak allra þriggja, þó Hafdís tæki allar lokaákvarðanir og sé því með réttu höfundur bókarinnar. Áður en varði var bókin orðin til. Hún var að vísu ólík flesum öðrum bókum, meðal annars vegna þess að hún var bara til í einu eintaki, en bók var það.

Þessi bók kemur nú fyrir almenningssjónir í tilefni af því að Netútgáfan er orðin 3 ára.


Sumarsaga