GALDRAMENN  -  EIRÍKUR  Í  VOGSÓSUM


======================
BISKUPINN  OG  VÍNIÐEinu sinni kom biskup að Vogsósum á vísitatíuferð; þá átti Eiríkur engan vínsopa og þótti honum illt að geta ekki gefið biskupi í staupinu.

Hann sat þegjandi um stund, sprettur upp síðan og gengur út, kom inn aftur með fulla flösku (aðrir segja kút) af víni og mælti: "Þetta var mér sent núna."

Síðan drukku þeir eftir lyst sinni.(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)

Netútgáfan - september 2001