GALDRAMENN  -  EIRÍKUR  Í  VOGSÓSUM


======================
FINNURINN  OG  SÍRA  EIRÍKURFinnur einn var svo fjölkunnigur að hann fann engan sinn jafningja, Var hann búinn að senda um öll lönd - "og er nú hvergi eftir nema það auma Ísland og mun hann ekki þar vera," segir hann.

Sendir hann nú kött til Íslands. Síra Eiríkur var í stólnum á páskadaginn; er kötturinn þá kominn allt að predikunarstólnum. Síra Eiríkur lítur við honum, enda snýr kisa við.

En er síra Eiríkur kemur fram úr kirkjunni á hvítasunnudag og í framkirkjuna þá er maður í kirkjudyrum og er köttur fastur á hnakka honum og spennir klærnar fram í hvarmana. Losnaði kötturinn þegar Eiríkur kom.

"Ertu kominn hér veslingur?" segir síra Eiríkur; "gletztu ekki oftar við hann Eirík á Vogsósum."(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)

Netútgáfan - ágúst 2001