Reglur um upplýsingar úr annálum (log-skrám). (DRÖG)
Snerpa skráir eftirfarandi upplýsingar um notkun búnaðar í eigu Snerpu:
Hver liður er skráður í stakan annál og annálaskrár eru aldrei samkeyrðar á sjálfvirkan hátt. Ef sérstök ástæða er til eru einstakar færslur bornar saman á handvirkan hátt t.d. til að finna villur, upplýsingar um glataðan póst eða galla í samskiptum eða til að fullnægja dómsúrskurði um afhendingu upplýsinga. Annálar um tengitíma og flutt gagnamagn eru unnir til reikningagerðar án þess að gögn úr öðrum annálum séu notuð.


Eftirfarandi reglur gilda um afhendingu upplýsinga úr annálum
  1. Móttakandi pósts (skráður notandi netfangsins) getur fengið aðgang að upplýsingum úr póstannál, er varða hans eigið netfang, þ.e. frá hvaða netfangi* póstur barst á tilteknum tíma, afgreiðslunúmer póstsins og IP-tölu pósthússins sem pósturinn barst frá auk nákvæmrar tímasetningar. Hafi Snerpa yfir að ráða upplýsingum um frá hvaða notandanafni pósturinn var sendur eru þær ekki afhentar en móttakanda gerð grein fyrir að upplýsingarnar séu fyrir hendi. Upplýsingar um notandanafn liggja ótvírætt fyrir ef eigandi viðkomandi notandanafns er tengdur hjá netþjónustu Snerpu.
    *Upplýsingar um netfang sendanda geta verið óáreiðanlegar þar sem sendandi gæti hafa falsað upplýsingarnar.

  2. Sendandi pósts (skráður notandi netfangsins) getur fengið aðgang að upplýsingum úr póstannál, þ.e. hvað varð um sendinguna, hvaða pósthús tók við henni, og afgreiðslunúmer sendingarinnar auk kvittunar frá mótttökupósthúsi eða villukóða ef móttöku var hafnað.

  3. Notendur sem ekki tengjast netþjónustu Snerpu og/eða fulltrúar þeirra geta ekki fengið neinar upplýsingar úr annálum en að beiðni þeirra er hægt að taka frá nánar tilteknar upplýsingar um skemmri tíma og er þá gjaldfært fyrir slíka vinnu.

  4. Notendur sem eiga vefþjóna í rekstri hjá Snerpu geta óskað eftir upplýsingum úr annál viðkomandi vefþjóns og er gjaldfært fyrir slíka vinnu. Einnig er þeim veittur aðgangur að staðtölum um notkun ef þeir óska eftir slíku og eru þeir þá ábyrgir fyrir birtingu þeirra.

  5. Notendur geta ekki fengið upplýsingar um aðra notkun en fram kemur að ofan.

  6. Biðji notandi um upplýsingar sem ekki fást afhentar skal honum gerð grein fyrir því að til að fá þær fráteknar þarf að vera í gangi lögreglurannsókn vegna viðkomandi máls. Kæra til lögreglu er því forsenda þess að gögn séu tekin frá. Ef beiðni berst frá lögreglu um hvort fleiri aðilar gætu haft gögn undir höndum er varða viðkomandi mál er það kannað og þá á það bent. Jafnframt er þá viðkomandi aðila gerð grein fyrir því um hvaða upplýsingar gæti verið að ræða. Lögreglu eru ekki afhentar upplýsingar er vísa til endanlegs notanda sema um það liggi fyrir dómsúrskurður.