Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Átt þú kost á fyrsta flokks nettengingu?

Smartnet

Snerpa er að leggja nýja ljósleiðara um Ísafjörð og víðar. Mun þá gefast kostur á nettengingum sem eru með hámarksgæði og án þeirra takmarkana sem felast yfirleitt í núverandi samböndum yfir langa koparstrengi.

Með þessum framkvæmdum stendur Snerpa mun framar samkeppnisaðilum. Jafnframt er í gangi vinna við að leggja ljósleiðara á vegum Snerpu alla leið inn á heimili á Ísafirði og víðar.

Smartnet er háhraðanet Snerpu og byggir á sömu tækni og Ljósnet Mílu sem Vodafone, Síminn og fleiri internetveitur bjóða upp á. Smartnet býður upp á gríðarlega öflugar gagnatengingar með hraða allt að 70 Mbit/s til notenda en til samanburða er hámarks hraði 50 Mbit/s á Ljósnetinu.

Hægt er að taka sjónvarpsþjónustu Vodafone í gegnum Smartnet.

Spurt og svarað

Verðið er sambærilegt og er á ADSL tengingum hjá Snerpu, en fer eftir gagnamagni sem keypt er. Sjá nánar hér.

Smartnet Snerpu er sambærilegt við Ljósnet Símans, en verður í boði á stærra þjónustusvæði þar sem Snerpa mun bjóða  þjónustuna innan hvers hverfis fyrir sig en ekki bara frá símstöð eins og Síminn hefur tilkynnt um Ljósnet sitt.

Á Smartnetinu er í boði sjónvarpsþjónusta frá Vodafone. Á sjónvarpi Vodafone eru fáanlegar allt að 106 rásir og 14 HD rásir, þar með allar rásir sem eru í boði á sjónvarpi Símans. Auk þess er hægt að leigja myndir eftir pöntun (VOD). Þeir sem kaupa nú áskrift hjá Skjánum (Sjónvarpi Símans) geta skilað myndlykli Símans og fá nýjan háskerpulykil hjá Vodafone og geta valið um hvort þeir virkja sömu áskrift hjá Skjánum eða kaupi sér áskrift hjá 365. Nánari upplýsingar er að finna á tengli í sjónvarp Vodafone neðst á síðunni.

Eini kostnaðurinn sem gæti komið upp er ef þú ert með bindisamning á núverandi tengingu, og fer það eftir skilmálum viðkomandi samnings.

Búast má við að hraðinn verði á bilinu 24-70 Mbit/s. Settur verður upp búnaður í hverju hverfi til að ná betri dreifigetu og hraða en vegalengd frá símstöð/götuskáp og gæði heimtaugar geta haft áhrif á hraða. Sjá má til viðmiðunar myndina hér til hliðar.

Já, en ef netfangið er hjá öðrum netveitum en Snerpu þá getur fylgt því kostnaður að hafa það opið áfram.

Ef þú ert með netfang t.d. hjá Gmail þá skiptir engu máli hvernig þú tengist því.

Með áskriftarleiðum Snerpu fylgja allt að fimm netföng fyrir heimili undir lénunum snerpa.is eða smart.is eftir vali notenda. Þurfir þú aðstoð við gamla netfangið þitt færð þú hana hjá viðkomandi netveitu.

Fyrst þar sem Snerpa er nú þegar með eigin búnað, svo víðar á Vestfjörðum. Nú er búið að opna fyrir þjónustuna á eyrinni, í efribænum á Ísafirði, Holtahverfi, Skeiði, Hnífsdal, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og á Bíldudal.