Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 25. september 2016

Bilun á Reykhólum

Um kl. 4:25 í nótt bilaði aðalsamband Mílu á Vestfirði á milli Búðardals og Reykhóla. Við þetta urðu sambandslausir notendur á suðurhluta Vestfjarða, þó voru notendur Snerpu á Bíldudal ekki sambandslausir þar sem þeir eru tengdir á Ísafjörð um Smartnetið. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fóru á varasamband innan nokkurra mínútna en það er mun afkastaminna. Sömuleiðis urðu notendur Snerpu utan Vestfjarða varir við hægagang af sömu orsökum. Míla gaf út tilkynningu um bilunina kl. 06:01 og byrjuðu notendur að ná sambandi af og til um kl. 10:15 í morgun. Einhvað ólag virðist þó vera enn á því sömu notendur eru enn ýmist að tengjast eða aftengjast. Flestir virðast vera komnir með samband kl. 10:28

Notendur á Smartneti Snerpu urðu ekki fyrir áhrifum enda fara sambönd vegna þess ekki um þessa leið. Þá er Snerpa tvítengd suður og varð útlandasamband Snerpu því ekki fyrir áhrifum.


Til baka