Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Sturla Stígsson Sturla Stígsson | 22. nóvember 2019

Ljósleiðaraslit í Hvalfirði

Net- og símnotendur á Vesturlandi og Vestfjörðum geta fundið fyrir sambandsleysi þessa stundina vegna rofs á ljósleiðara í Hvalfirði. Unnið er að viðgerð.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Uppfært 13:55 - Net- og símnotendur á Vesturlandi og Vestfjörðum geta fundið fyrir sambandsleysi þessa stundina vegna rofs á ljósleiðara í Hvalfirði.

Uppfært 17:30 - Því miður er myrkur og bleyta að fara mjög illa í viðgerðina en verið er að koma röri milli nýrra tengibrunna í þessum töluðu orðum og við vonum að tengingar hefjist á streng eftir u.þ.b. klukkustund. Stefnan er enn að öll sambönd verði komin inn í kringum kl: 20 í kvöld

Einnig geta sjónvarpsnotendur Digital Íslands á Ísafirði og Búðardal fundið fyrir sambandsleysi.

Unnið er að viðgerð. Um mjög erfitt vinnusvæði er að ræða en vonir standa til að viðgerð ljúki fyrir kl.20 í kvöld. 

Vinsamlegast athugið að búast má við hægagangi á neti þegar líður á kvöldið ef viðgerð ílengist fram eftir.

Uppfært: 19:45 -Viðgerð er lokið


Til baka