Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Ágúst Atlason Ágúst Atlason | 12. nóvember 2008

Slitinn ljósleiðari

Vegna slits á ljósleiðara á milli Krossholts og Patreksfjarðar er netsamband milli landshluta komið á varaleið. Þetta getur þýtt að netsamband sé hægara en ella. Auk truflana á netsambandi hefur þetta áhrif á útvarp og GSM sambönd en verið er að vinna við að flytja umferð á varaleiðir. kl. 16:23 Komið hefur í ljós að ljósleiðari slitnaði í Mikladal ofan við Patreksfjörð. Viðgerðarmenn eru lagðir af stað og mun bilunin vara fram eftir kvöldi. Samband gæti verið komið á um kl. 21. Vegna þessa er jafnframt úti útvarp á Vestfjörðum nema Rás 2. Einnig sést ekki sjónvarp yfir ADSL á Vestfjörðum vegna þessa. Viðgerð lokið kl. 23:46


Til baka