Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 8. mars 2013

Slitinn ljósleiðari

Ljósleiðari Mílu slitnaði kl. 10:03 í morgun milli Ísafjarðar og Holts í Önundarfirði. Verið er að vinna að því að staðsetja slitið nánar og hefjast handa við viðgerð. Viðgerð í svona tilfellum tekur yfirleitt nokkrar klukkustundir. Áhrifin eru mest á sambönd Snerpu á Þingeyri og Bíldudal, þar er algjört sambandsleysi á meðan á viðgerð stendur þar sem varaleið um Ísafjarðardjúp er fullsetin og ekki pláss á henni fyrir fleiri sambönd. Það sama gildir um IP-sjónvarp að það er úti á meðan, nema takist að koma einstökum rásum t.d. RÚV á varaleið. Þá er innanlandssamband Snerpu í Tæknigarði úti en sambönd við aðrar netveitur innanlands fara um varaleiðir á meðan. Sama gildir um útlandasamband Snerpu að það er á varaleið. Varaleiðir eru mun afkastaminni þar sem gagnaflutningsgeta um örbylgjusambönd yfir til Blönduóss er mun minni en um ljósleiðarann svo að netsamband hjá notendum á Vestfjörðum, bæði hjá Snerpu og öðrum verður mun hægrara á meðan þetta ástand varir.

 

Ath. nokkur innanlandssambönd eru úti en verið er að vinna að því að koma þeim á varaleiðir.

kl. 10:58 Innanlandssambönd eru öll komin á varaleiðir.

kl. 12:27 Sambönd suður fóru niður vegna vinnu við endurröðun sambanda hjá Símanum, vonast er til að þau komi upp mjög fljótlega aftur.

kl.12:34 Samband suður er að koma inn aftur en eitthvað slitrótt. Ath. að búast má við að netsambönd verði mun hægari síðar í dag ef viðgerð dregst fram á kvöld. Búið er að staðsetja bilunina uppi í hlíð í Breiðadal og er aðgengi erfitt og verið að vinna í því að koma upp viðgerðaraðstöðu.

kl. 12:47 Búið er að komast fyrir vandamál sem fylgdu endurröðun sambanda og ætti samband því að vera stöðugara en er enn á varaleið og verður líklega fram á kvöld með tilheyrandi álagstöfum.

 

kl. 18:40 Búið er að staðsetja slitið og ná upp hluta af strengnum en fyrirséð er að viðgerð mun taka nokkrar klukkustundir til viðbótar. Vont veður er á staðnum og erfiðar aðstæður og þarf að koma fleiri tækjum á staðinn. Dagskrá RÚV sést nú eðlilega á Sjónvarpi Símans og stutt ætti að vera í dagskrár Skjás 1 og Stöðvar 2 en aðrar rásir bíða þess að endanlegri viðgerð ljúki. Dagskrá S1 og Stöðvar 2 sést nú þegar á eldri gerð myndlykla en unnið er að frekari lagfæringum á þessu hjá Símanum.

 

kl. 02:54 Samband til Þingeyrar er komið upp. Samband í Tæknigarð er enn óvirkt.

 

kl. 07:10 Samband við Tæknigarð er komið upp.


Til baka