Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 21. október 2024

Straumlaust í Súðavík

Rafmagn fór af Súðavík kl. 10:23 og þegar þetta er skrifað kl. 10:45 þá er enn straumlaust. Búast má við truflun á netsamböndum ef straumleysi varir mikið lengur.

Kl. 11:15 Enn er straumlaust í Súðavík. Notendur í Ísafjarðardjúpi eru allir tengdir ennþá en heimili í þorpinu eru enn öll með straumleysi.

Kl. 12:10 Enn er straumlaust og hefur verið slökkt á aðgangslínum í Súðavík. Orkubú Vestfjarða er enn að vinna í að koma straumi á áftur.

Sjá einnig tilkynningar frá Orkubúinu.

Kl. 14:07 Rafmagn er komið á aftur.


Til baka