Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 24. október 2017

Truflanir á netsamböndum

Í gærkvöldi komu fram truflanir á hluta netsambanda. Sérstaklega var þetta áberandi á Netflix, YouTube og mbl.is. - Vandamálið virðist tengjast sambandi okkar við Símann en síðan tilkynnti Vodafone einnig um truflanir í samböndum í gærkvöldi og í morgun. Við erum að rekja vandamálið og vonumst til að vera komin fyrir það fljótlega en biðjum notendur að hafa þolinmæði á meðan. Búast má við að eitthvað beri á truflunum fram eftir degi á meðan verið er að komast fyrir vandamálið.

Uppfært kl. 8:57 - Búið er að finna bilun í ljósleiðarasambandi við Símann. Verið er að einangra bilun og greina nánar.

Uppfært kl. 9:10 - Við höfum tekið niður sambandið sem við teljum að hafi valdið truflununum og umferð fer um aðrar leiðir á meðan. Stefnum þó að því að setja það upp um leið og kostur er.

Uppfært kl. 10:44 - Viðgerð á ljósleiðarasambandi lokið og hefur það verið tekið í notkun aftur. Líklegt er að þetta hafi verið upphaf og endir vandamálsins en við fylgjumst með þessu áfram.

 


Til baka