Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 8. júlí 2015

Truflanir í auðkenningu

Í nótt kom upp vandamál í auðkenningu sem lýsti sér þannig að  sumir notendur auðkenndust ekki en aðrir voru í lagi. Þetta hafði eingöngu áhrif á þá sem voru að endurræsa hjá sér búnað á tímabilinu. Í morgun, um kl. 8:30 fór vandamálið að ágerast og var ákveðið að endurræsa svokallaðan BRAS í framhaldinu. BRAS-þjónninn sér um auðkenningar í Smartnetinu, þannig að við að hann var endurræstur um kl. 8:40 féllu niður allar auðkenningar hjá notendum sem tengdir eru á Smartnetinu. Endurræsingin hafði ekki áhrif á sjónvarpsþjónustu og ekki heldur á notendur sem eru tengdir á neti Mílu.

Uppfært kl. 11:55

Orsökin virðist vera hugbúnaðarvandamál og tókst að komast fyrir það kl. 11:30 en fram til þess tíma var hluti notenda á efri hluta Eyrarinnar og á Hlíf sem átti í vandamálum með að tengjast.

Truflanir vegna þessa ættu að vera yfirstaðnar en möguleiki er á að einhverjir notendur þurfi að endurræsa búnað sinn.


Til baka