Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 29. apríl 2014

Truflanir í neti Vodafone

kl. 14:09 Truflanir eru í samböndum hjá Vodafone á Vestfjörðum. Þetta hefur m.a. þau áhrif að samband við skiptistöð innanlandsumferðar í Tæknigarði (RIX) er sambandslaus við Snerpu. Verið er að kanna umfang truflunar. Hefur allavega áhrif á vefi hjá Advania, sjónvarp yfir IP, útvarps- og sjónvarpsútsendingar og vef hjá RÚV.

kl. 15:26 - Bilun er enn hjá Vodafone en öllum samböndum Snerpu við Reykjavík hefur nú verið beint yfir tenginguna við Símann. Netsambönd á Smartnetinu eru öll komin í lag nema sjónvarpsþjónustan. Þar sem álag á sambandinu um Símann eykst við þetta má búast við einhverjum hnökrum í samböndum einstöku sinnum þar til viðgerð lýkur hjá Vodafone.

Skv. upplýsingum frá Vodafone er um víðtæka bilun að ræða í Búðardal og er ekki búist við að viðgerð ljúki fyrr en um kl. 17.

kl. 16:45 Viðgerð er lokið.


Til baka