Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is
Björn Davíðsson Björn Davíðsson | 19. desember 2019

Truflanir í sjónvarpsþjónustu

Vegna vinnu við stækkanir á samböndum hjá Vodafone hefur borið á truflunum í sjónvarpsþjónustu á Vestfjörðum á álagstímum. Jafnframt urðu tímabundin rof tvær síðustu nætur hjá hluta notenda í tengslum við þessar stækkanir á meðan þjónusta var færð á milli flutningsleiða. Í dag má búast við rofi á VOD-þjónustu (leigunni og tímaflakki) en það verður um miðjan dag þegar notkun á þjónustunni er í lágmarki. Truflanir gætu varað áfram á álagstíma þar til aðfararnótt laugardags en þá verður eitt rof í viðbót en eftir það ættu allar þjónustur að starfa eðlilega.

UPPFÆRT 10.1: Vegna veðurs frestaðist hluti af þessum framkvæmdum en aðfararnótt 16. janúar verður ráðist í lokabreytingar og má búast við truflunum (sérstaklega á Þingeyri og í Mjólká) eða hægagangi frá kl. 01:00 til kl. 06:00 um nóttina þess vegna.

UPPFÆRT 15.1: Enn er aðgerðum frestað og eru nú áætlaðar aðfararnótt 23.1

UPPFÆRT 22.1: Aðgerðinni er frestað vegna veðurs, nú til aðfararnætur 28.1


Til baka